Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Tómas Arnar Þorláksson skrifar 20. maí 2025 21:01 Horft yfir Langjökul. vísir/RAX Snjósöfnun á Vatnajökli í vetur var heldur rýrari en á meðalári og hopar jökullinn um 70 sentímetra á ári. Staðan í Langjökli er enn verri og á hann einungis um eina öld eftir að sögn verkefnastjóra í jöklafræði. Veturinn hafi verið óvenjulegur. Veðurstofa Íslands og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands héldu á dögunum í leiðangur á Vatnajökul og Langjökul til að mæla snjósöfnun þar yfir veturinn. Árlega er haldið í slíka ferð til að leggja mat á afkomu þeirra. Engin snjósöfnun fyrir áramót Finnur Pálsson, verkefnastjóri í jöklafræði við Jarðvísindastofnun, segir mælingarnar sýna fram á mjög óvenjulegan vetur. „Við förum þarna um allan jökulinn og borum kjarna í gegnum snjólagið og vigtum hann til að vita hve mikið ígildi vatns þetta er á hverjum punkti fyrir sig. Í grófum dráttum vitum við að þessi vetur var mjög óvanalegur í snjósöfnun. Það var lítil snjósöfnun eða engin víðast hvar á jöklinum fyrir áramót. Í janúar febrúar, mars og apríl var þetta nokkurn veginn normal. Afkoman á Vatnajökli sé heldur rýrari en á meðalári og nemur um tuttugu sentímetrum af tveimur metrum í þykkt vatnslags. Það fari allt eftir sumrinu hvaða þýðingu það muni hafa fyrir jöklabúskapinn. Á síðustu 20 til 30 árum hefur jökullinn verið að rýrna um 60 til 70 sentímetra á ári. „Nú verðum við að vera bjartsýn og horfandi hérna upp í bláan himinn. Og vonast eftir góðu sumri. Þá eru þetta heldur daprar fréttir fyrir jökulinn.“ Minnkar um 1,5 metra á ári Staðan sé jafnvel verri í Langjökli sem tapar um 1,5 metra af þykkt sinni á ári og á því ekki ýkja mörg ár eftir. „Með einfaldri algebru er hægt að segja, því hann er kannski 200 metra þykkur. Þá getur maður deilt bara með einum og hálfum metra upp í 200 og það kemur einhver tala upp úr því, hundrað ár kannski.“ Aðgerðir í loftslagsmálum mældist minnst mikilvægast af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna í nýlegri íslenskri rannsókn eftir að hafa mælst mikilvægast fyrir fjórum árum. Finnur segist harma þessa þróun. Skýr merki um loftslagsbreytingar blasi við í mælingum þeirra. „Við vitum alveg af hverju það eru að bráðna jöklar út um allan heim. Ísland er bara eitt dæmi.“ Loftslagsmál Jöklar á Íslandi Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Veðurstofa Íslands og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands héldu á dögunum í leiðangur á Vatnajökul og Langjökul til að mæla snjósöfnun þar yfir veturinn. Árlega er haldið í slíka ferð til að leggja mat á afkomu þeirra. Engin snjósöfnun fyrir áramót Finnur Pálsson, verkefnastjóri í jöklafræði við Jarðvísindastofnun, segir mælingarnar sýna fram á mjög óvenjulegan vetur. „Við förum þarna um allan jökulinn og borum kjarna í gegnum snjólagið og vigtum hann til að vita hve mikið ígildi vatns þetta er á hverjum punkti fyrir sig. Í grófum dráttum vitum við að þessi vetur var mjög óvanalegur í snjósöfnun. Það var lítil snjósöfnun eða engin víðast hvar á jöklinum fyrir áramót. Í janúar febrúar, mars og apríl var þetta nokkurn veginn normal. Afkoman á Vatnajökli sé heldur rýrari en á meðalári og nemur um tuttugu sentímetrum af tveimur metrum í þykkt vatnslags. Það fari allt eftir sumrinu hvaða þýðingu það muni hafa fyrir jöklabúskapinn. Á síðustu 20 til 30 árum hefur jökullinn verið að rýrna um 60 til 70 sentímetra á ári. „Nú verðum við að vera bjartsýn og horfandi hérna upp í bláan himinn. Og vonast eftir góðu sumri. Þá eru þetta heldur daprar fréttir fyrir jökulinn.“ Minnkar um 1,5 metra á ári Staðan sé jafnvel verri í Langjökli sem tapar um 1,5 metra af þykkt sinni á ári og á því ekki ýkja mörg ár eftir. „Með einfaldri algebru er hægt að segja, því hann er kannski 200 metra þykkur. Þá getur maður deilt bara með einum og hálfum metra upp í 200 og það kemur einhver tala upp úr því, hundrað ár kannski.“ Aðgerðir í loftslagsmálum mældist minnst mikilvægast af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna í nýlegri íslenskri rannsókn eftir að hafa mælst mikilvægast fyrir fjórum árum. Finnur segist harma þessa þróun. Skýr merki um loftslagsbreytingar blasi við í mælingum þeirra. „Við vitum alveg af hverju það eru að bráðna jöklar út um allan heim. Ísland er bara eitt dæmi.“
Loftslagsmál Jöklar á Íslandi Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira