Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Jón Ísak Ragnarsson skrifar 20. maí 2025 21:29 Helena Ólafsdóttir og Guðlaug Jónsdóttir flytja til Ólafsvíkur á næstunni. Skjáskot/Instagram Knattspyrnukempurnar Helena Ólafsdóttir og Guðlaug Jónsdóttir flytja á næstunni vestur til Ólafsvíkur á Snæfellsnesi. Helena segir að þær hafi langað að prófa búa á landsbyggðinni og það sé hollt að prófa eitthvað nýtt áður en maður verður of gamall. „Það sem stendur til er eiginlega bara að breyta til. Prófa eitthvað nýtt. Þetta er eitthvað sem okkur hefur langað að gera í nokkurn tíma,“ segir Helena. Helena og Guðlaug voru burðarstólpar í sigursælu liði KR á sínum tíma og spiluðu saman með íslenska landsliðinu. Þær hafa líka unnið saman við þjálfun utan vallar. „Svo bara fundum við húsið sem okkur langaði í og við létum það ráða för, svo kom þessi vinna, þannig við ákváðum að láta húsið leiða okkur áfram,“ segir Helena. Helena var ráðin íþrótta- og tómstundafulltrúi Grundafjarðarbæjar á dögunum. „Ég er kennaramenntuð og hef horft til þessarar starfsemi í einhvern tíma. Ég var svo heppin að fá þetta eftir nokkur viðtöl og hlakka til að prófa eitthvað nýtt.“ Höfðu lengi augastað á nýja húsinu Hún segir að þær hafi horft lengi á húsið sem þær keyptu í Ólafsvík og þeim hafi litist mjög vel á þetta allt saman. Ólafsvík sé þægilega stutt frá bænum. Fyrstu skref verði að koma sér inn í nýja starfið í Grundarfirði. „Núna ætla ég bara að njóta og fara í kyrrðina fyrir vestan. Ætla bara að koma mér í nýtt starf. Gulla, hún verður að vinna á höfninni í Ólafsvík, á Hellissandi og Rifi. Hún er í sumarstarfi þar svo kemur annað í ljós.“ „Við mætum þessu með opnum huga og hún er spennt fyrir því. Þetta er eitthvað sem ekkert allir þora.“ Helena hefur einnig gert garðinn frægan í umfjöllun um Bestu deild kvenna á Stöð 2 sport, þar sem hún hefur umsjón með þættinum Bestu mörkin. Til stendur að hún haldi áfram með þáttinn eftir flutningana. „Jájá ég verð áfram þar og þeir vita það í Grundarfirði. Mér finnst það rosalega gaman og langar ekkert að stoppa þar,“ segir Helena. Tímamót Snæfellsbær Tengdar fréttir Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Helena Ólafsdóttir er enginn aðdáandi þess sem í gangi hjá kvennaliði Vals þessa dagana og beinir gagnrýni sinni að nýrri stjórn og orðum þjálfara liðsins í viðtölum. 10. maí 2025 11:03 Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Fleiri fréttir Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Sjá meira
„Það sem stendur til er eiginlega bara að breyta til. Prófa eitthvað nýtt. Þetta er eitthvað sem okkur hefur langað að gera í nokkurn tíma,“ segir Helena. Helena og Guðlaug voru burðarstólpar í sigursælu liði KR á sínum tíma og spiluðu saman með íslenska landsliðinu. Þær hafa líka unnið saman við þjálfun utan vallar. „Svo bara fundum við húsið sem okkur langaði í og við létum það ráða för, svo kom þessi vinna, þannig við ákváðum að láta húsið leiða okkur áfram,“ segir Helena. Helena var ráðin íþrótta- og tómstundafulltrúi Grundafjarðarbæjar á dögunum. „Ég er kennaramenntuð og hef horft til þessarar starfsemi í einhvern tíma. Ég var svo heppin að fá þetta eftir nokkur viðtöl og hlakka til að prófa eitthvað nýtt.“ Höfðu lengi augastað á nýja húsinu Hún segir að þær hafi horft lengi á húsið sem þær keyptu í Ólafsvík og þeim hafi litist mjög vel á þetta allt saman. Ólafsvík sé þægilega stutt frá bænum. Fyrstu skref verði að koma sér inn í nýja starfið í Grundarfirði. „Núna ætla ég bara að njóta og fara í kyrrðina fyrir vestan. Ætla bara að koma mér í nýtt starf. Gulla, hún verður að vinna á höfninni í Ólafsvík, á Hellissandi og Rifi. Hún er í sumarstarfi þar svo kemur annað í ljós.“ „Við mætum þessu með opnum huga og hún er spennt fyrir því. Þetta er eitthvað sem ekkert allir þora.“ Helena hefur einnig gert garðinn frægan í umfjöllun um Bestu deild kvenna á Stöð 2 sport, þar sem hún hefur umsjón með þættinum Bestu mörkin. Til stendur að hún haldi áfram með þáttinn eftir flutningana. „Jájá ég verð áfram þar og þeir vita það í Grundarfirði. Mér finnst það rosalega gaman og langar ekkert að stoppa þar,“ segir Helena.
Tímamót Snæfellsbær Tengdar fréttir Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Helena Ólafsdóttir er enginn aðdáandi þess sem í gangi hjá kvennaliði Vals þessa dagana og beinir gagnrýni sinni að nýrri stjórn og orðum þjálfara liðsins í viðtölum. 10. maí 2025 11:03 Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Fleiri fréttir Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Sjá meira
Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Helena Ólafsdóttir er enginn aðdáandi þess sem í gangi hjá kvennaliði Vals þessa dagana og beinir gagnrýni sinni að nýrri stjórn og orðum þjálfara liðsins í viðtölum. 10. maí 2025 11:03