Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. maí 2025 12:31 Oscar með Sonju fósturmóður sinni. Aðsend Kærunefnd útlendingamála hefur hafnað því að taka umsókn hins sautján ára Oscars Anders Florez Bocanegra um landvistarleyfi til efnislegrar meðferðar. Honum verður því að óbreyttu vísað einum úr landi og til Kólumbíu í upphafi júní. Farið verður með málið fyrir dómstóla. „Kærunefnd ákvað bara að þessi strákur þyrfti ekkert sérstakt skjól á Íslandi og tekur því ekki umsókn hans til efnislegrar meðferðar. Hann fær ekki að leggja inn umsókn á Íslandi,“ segir Helga Vala Helgadóttir, lögmaður Oscars. „Það þýðir brottvísun í byrjun júní. Það er bara þannig. “ Vilja fresta brottvísun meðan dómstólar taki málið fyrir Helga Vala segir ákvörðun nefndarinnar endanlega á stjórnsýslustigi, en nú þurfi að óska eftir frestun réttaráhrifa hjá nefndinni, svo Oscar fái að vera hér meðan málið fer dómstólaleiðina. „Og vonað að hjá dómstólunum sé meiri mennska og minni vélvæðing en í stjórnsýslunni.“ Helga Vala Helgadóttir er lögmaður Oscars.Vísir/Vilhelm Oscar hefur verið í fórstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022. Faðir hans beitti hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir Oscar að sér. Rætt var við þau Svavar og Sonju í síðasta mánuði, um mál Oscars: „Það er enginn þarna“ Helga Vala segir liggja fyrir beiðni barnaverndaryfirvalda á Suðurnesjum um að Oscar verði ekki sendur úr landi og til Kólumbíu, þar sem hans bíði ekkert. „Það er enginn til að taka á móti honum þar. Við vitum alveg hvað verður með Oscar í Bogotá. Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna. Barnaverndaryfirvöld úti eru búin að reyna að ná sambandi, og móðir hans er búin að senda erindi og óska eftir að hann fái skjól hér. Það virðist ekki duga til fyrir íslensk stjórnvöld, til þess að leyfa þessum dreng, sem mun ekki vera nein byrði á íslensku samfélagi, að vera hér.“ Næsta skref sé að fá flýtimeðferð hjá dómstólum, og vona að kærunefndin fallist á beiðni um frestun réttaráhrifa. „Ég held að það hljóti allir að sjá að þessi niðurstaða er bara efnislega röng,“ segir Helga Vala. Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Hælisleitendur Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fleiri fréttir Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Sjá meira
„Kærunefnd ákvað bara að þessi strákur þyrfti ekkert sérstakt skjól á Íslandi og tekur því ekki umsókn hans til efnislegrar meðferðar. Hann fær ekki að leggja inn umsókn á Íslandi,“ segir Helga Vala Helgadóttir, lögmaður Oscars. „Það þýðir brottvísun í byrjun júní. Það er bara þannig. “ Vilja fresta brottvísun meðan dómstólar taki málið fyrir Helga Vala segir ákvörðun nefndarinnar endanlega á stjórnsýslustigi, en nú þurfi að óska eftir frestun réttaráhrifa hjá nefndinni, svo Oscar fái að vera hér meðan málið fer dómstólaleiðina. „Og vonað að hjá dómstólunum sé meiri mennska og minni vélvæðing en í stjórnsýslunni.“ Helga Vala Helgadóttir er lögmaður Oscars.Vísir/Vilhelm Oscar hefur verið í fórstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022. Faðir hans beitti hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir Oscar að sér. Rætt var við þau Svavar og Sonju í síðasta mánuði, um mál Oscars: „Það er enginn þarna“ Helga Vala segir liggja fyrir beiðni barnaverndaryfirvalda á Suðurnesjum um að Oscar verði ekki sendur úr landi og til Kólumbíu, þar sem hans bíði ekkert. „Það er enginn til að taka á móti honum þar. Við vitum alveg hvað verður með Oscar í Bogotá. Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna. Barnaverndaryfirvöld úti eru búin að reyna að ná sambandi, og móðir hans er búin að senda erindi og óska eftir að hann fái skjól hér. Það virðist ekki duga til fyrir íslensk stjórnvöld, til þess að leyfa þessum dreng, sem mun ekki vera nein byrði á íslensku samfélagi, að vera hér.“ Næsta skref sé að fá flýtimeðferð hjá dómstólum, og vona að kærunefndin fallist á beiðni um frestun réttaráhrifa. „Ég held að það hljóti allir að sjá að þessi niðurstaða er bara efnislega röng,“ segir Helga Vala.
Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Hælisleitendur Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fleiri fréttir Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Sjá meira