„Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Tómas Arnar Þorláksson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 24. maí 2025 20:06 Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir, fósturforeldrar Oscars. vísir/lýður Fósturforeldrar Oscars Anders Florez Bocanegra, sem til stendur að vísa úr landi í upphafi júní, segja að hann verði hætt kominn endi hann aftur út á götum Bogotá í Kólumbíu. Síðast hafi hann þurft að þola hræðilegar raunir. Ákvörðunin sé mikið áfall. Kærunefnd útlendingamála hefur hafnað því að taka umsókn hins sautján ára Oscars um landvistarleyfi til efnislegrar meðferðar. Að öllu óbreyttu verður honum vísað úr landi einum síns liðs til Kólumbíu í upphafi júní. Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir, fósturforeldrar Oscars, undirbúa nú stefnu á hendur ríkinu en þau telja að ríkið hafi margvíslega brotið reglugerðir og sáttmála í máli Oscars og hafa boðað til mótmæla á Austurvelli þegar næsti þingfundur verður settur klukkan þrjú síðdegis á mánudaginn kemur. Ákvörðunin sé fjölskyldunni áfall Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir, fósturforeldrar Oscars, segja að hann verði sendur í opinn dauðann verði honum vísað úr landi. Ákvörðunin sé fjölskyldunni mikið áfall. „Við áttum aldrei von á þessum úrskurði frá kærunefnd útlendingamála. Sérstaklega eftir að barnavernd Suðurnesja óskaði eftir því að hann yrði ekki sendur út og honum stæði mikil hætt af því að vera sendur út og það væri enginn til að taka á móti honum. Það finnst okkur alveg rosalega skrítið,“ segir Svavar. Oscar kom upphaflega til landsins árið 2022 með föður sínum. Sonja og Svavar tóku hann að sér eftir að faðir Oscars hafði beitt hann ofbeldi. Feðgunum var vísað úr landi síðasta sumar áður en hjónin sóttu Oscar til Bogatá. „Við erum búin að missa hann einu sinni til Kólumbíu og hann lenti í alveg hræðilegum hlutum á meðan hann var á götunni í heilan mánuð. Þetta vita yfirvöld líka. Bæði Útlendingastofnun og barnavernd vita í hverju hann lenti,“ segir Svavar. Hafa ekki lyft litla fingri Aðgerðaleysið sé farsakennt. „Mér finnst þetta bara eins og skítugu börnin hennar Evu. Það vill enginn vita af honum. Þetta er bara óþægilegt,“ tekur Sonja fram. „Ráðherrar þessarar ríkisstjórnar, barnamálaráðherra og dómsmálaráðherra, hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars. Þau bara horfa í hina áttina og láta Útlendingastofnun, sem er bara ríki í ríkinu. Þeir gera bara nákvæmlega sem þeim sýnsist,“ bætir Svavar við. Mótmælt verður á Austurvelli á mánudag Þau biðla til yfirvalda að grípa inn í svo Oscar verði ekki sendur úr landi á meðan málið verður tekið fyrir af dómstólum. „Hann í raun og veru er ekki búinn að fá að leggja inn umsókn. Það er ekki það að það sé búið að synja umsókninni hans. Þau eru meira að segja ekki búin að skoða umsóknina hans. Þau neita honum um að leggja inn umsókn,“ ítrekar Sonja. Boðað er til mótmæla við Alþingishúsið á mánudag. „Við höfum fengið svo mikinn stuðning frá öllu þjóðfélaginu og bara í dag höfum fengið tugi eða hundruð tölvupósta og stuðningsyfirlýsingar og maður sér bara Facebook loga. Af því að fólki er misboðið að við sem þjóð séum ekki að vernda börn og ætlum að senda ungan dreng út í opinn dauðann,“ segir Svavar. Svavar og Sonja segja reynslu þeirra á kerfinu hafa rýrt verulega traust þeirra gagnvart því. Það sé skylda okkar að vernda öll börn, óháð þjóðerni. „Það er alveg vitað í hvaða hættu hann er en það er bara öllum sama. Það er bara fólk á bakvið luktar dyr, andlitslaust fólk sem skrifar þessa úrskurði og fer svo bara heim til sín og sefur vært. Það er rosalega grimmt og hart að hugsa til þess.“ Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Hælisleitendur Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Kærunefnd útlendingamála hefur hafnað því að taka umsókn hins sautján ára Oscars um landvistarleyfi til efnislegrar meðferðar. Að öllu óbreyttu verður honum vísað úr landi einum síns liðs til Kólumbíu í upphafi júní. Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir, fósturforeldrar Oscars, undirbúa nú stefnu á hendur ríkinu en þau telja að ríkið hafi margvíslega brotið reglugerðir og sáttmála í máli Oscars og hafa boðað til mótmæla á Austurvelli þegar næsti þingfundur verður settur klukkan þrjú síðdegis á mánudaginn kemur. Ákvörðunin sé fjölskyldunni áfall Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir, fósturforeldrar Oscars, segja að hann verði sendur í opinn dauðann verði honum vísað úr landi. Ákvörðunin sé fjölskyldunni mikið áfall. „Við áttum aldrei von á þessum úrskurði frá kærunefnd útlendingamála. Sérstaklega eftir að barnavernd Suðurnesja óskaði eftir því að hann yrði ekki sendur út og honum stæði mikil hætt af því að vera sendur út og það væri enginn til að taka á móti honum. Það finnst okkur alveg rosalega skrítið,“ segir Svavar. Oscar kom upphaflega til landsins árið 2022 með föður sínum. Sonja og Svavar tóku hann að sér eftir að faðir Oscars hafði beitt hann ofbeldi. Feðgunum var vísað úr landi síðasta sumar áður en hjónin sóttu Oscar til Bogatá. „Við erum búin að missa hann einu sinni til Kólumbíu og hann lenti í alveg hræðilegum hlutum á meðan hann var á götunni í heilan mánuð. Þetta vita yfirvöld líka. Bæði Útlendingastofnun og barnavernd vita í hverju hann lenti,“ segir Svavar. Hafa ekki lyft litla fingri Aðgerðaleysið sé farsakennt. „Mér finnst þetta bara eins og skítugu börnin hennar Evu. Það vill enginn vita af honum. Þetta er bara óþægilegt,“ tekur Sonja fram. „Ráðherrar þessarar ríkisstjórnar, barnamálaráðherra og dómsmálaráðherra, hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars. Þau bara horfa í hina áttina og láta Útlendingastofnun, sem er bara ríki í ríkinu. Þeir gera bara nákvæmlega sem þeim sýnsist,“ bætir Svavar við. Mótmælt verður á Austurvelli á mánudag Þau biðla til yfirvalda að grípa inn í svo Oscar verði ekki sendur úr landi á meðan málið verður tekið fyrir af dómstólum. „Hann í raun og veru er ekki búinn að fá að leggja inn umsókn. Það er ekki það að það sé búið að synja umsókninni hans. Þau eru meira að segja ekki búin að skoða umsóknina hans. Þau neita honum um að leggja inn umsókn,“ ítrekar Sonja. Boðað er til mótmæla við Alþingishúsið á mánudag. „Við höfum fengið svo mikinn stuðning frá öllu þjóðfélaginu og bara í dag höfum fengið tugi eða hundruð tölvupósta og stuðningsyfirlýsingar og maður sér bara Facebook loga. Af því að fólki er misboðið að við sem þjóð séum ekki að vernda börn og ætlum að senda ungan dreng út í opinn dauðann,“ segir Svavar. Svavar og Sonja segja reynslu þeirra á kerfinu hafa rýrt verulega traust þeirra gagnvart því. Það sé skylda okkar að vernda öll börn, óháð þjóðerni. „Það er alveg vitað í hvaða hættu hann er en það er bara öllum sama. Það er bara fólk á bakvið luktar dyr, andlitslaust fólk sem skrifar þessa úrskurði og fer svo bara heim til sín og sefur vært. Það er rosalega grimmt og hart að hugsa til þess.“
Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Hælisleitendur Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira