Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. maí 2025 14:04 Grundarbæjarbær leitar nú eftir kauptilboðum í byggingarrétt á miðbæjarreit með góðu útsýni til eins frægasta fjalls í heimi, Kirkjufells eins og segir í auglýsingu vegna kauptilboðanna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikill hugur er í bæjarstjórn Grundafjarðarbæjar og íbúum staðarins því nú er stefnt á að byggja upp glæsilegan miðbæ á staðnum. Í því skyni leitar bæjarfélagið nú eftir kauptilboðum í byggingarrétt á miðbæjarreit með góðu útsýni til eins frægasta fjalls í heimi, Kirkjufells eins og segir í auglýsingu vegna kauptilboðanna. Grundarfjarðarbær ætlar sér stóra hluti með byggingu nýs miðbæs í miðbæjarreit bæjarfélagsins, sem er vel staðsettur í hjarta miðbæjarins á gatnamótum við Grundargötu, sem er þjóðleið um Snæfellsnes. Stærð lóðarinnar er um 2.500 fermetrar en um er að ræða fjórar samliggjandi lóðir á besta stað í bænum. Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri veit allt um miðbæjarmálið í Grundarfirði. „Við erum að auglýsa lóðirnar í því skyni að það verði byggð upp miðbæjarþjónusta, þar að segja hús, sem að geta hýst allskonar þjónustu, verslun og síðan íbúðir í bland. Og það er farið aðra leið en við erum kannski vön að fara, að auglýsa bara einfaldlega lóðir og vonast til að einhver sæki um því við erum líka að halda fram þeim gæðum, sem hér er að finna,” segir Björg. Bæjarstjórinn segist hafa tröllatrú á verkefninu í ljósi þess hvað Snæfellsnes er vinsæll staður, ekki síst hjá ferðafólki og að það sé mjög öflug ferðaþjónusta á svæðinu. „Já og við vitum það að Snæfellsnes á mjög mikið inni og við finnum fyrir auknum þunga og áhuga á Snæfellsnesi, þannig að þetta er þá líka okkar leið til að segja að þetta helst í hendur við aðra uppbyggingu eins og beint fyrir ferðaþjónustu,” segir Björg. Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar. Tilboð í lóðirnar verða opnuð fimmtudaginn 5. júní næstkomandi.Aðsend En finnur þú á íbúum í Grundarfirði að þeir séu stemmdir fyrir þessu og vilji fá miðbæ? „Já, við erum auðvitað að vinna eftir aðalskipulagi og í þeirri vinnu á sínum tíma fyrir fyrir 2020 eða í kringum 2020 þá kalla íbúar eftir huggulegum miðbæ og uppbyggingu á miðbæ, eitthvað, sem segir manni að hér sé hjarta bæjarins og þar sé huggulegt og gott að vera,” segir Björg bæjarstjóri. Hér má sjá nokkur kennileiti í Grundarfirði.Aðsend Heimasíða bæjarfélagsins Grundarfjörður Skipulag Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sjá meira
Grundarfjarðarbær ætlar sér stóra hluti með byggingu nýs miðbæs í miðbæjarreit bæjarfélagsins, sem er vel staðsettur í hjarta miðbæjarins á gatnamótum við Grundargötu, sem er þjóðleið um Snæfellsnes. Stærð lóðarinnar er um 2.500 fermetrar en um er að ræða fjórar samliggjandi lóðir á besta stað í bænum. Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri veit allt um miðbæjarmálið í Grundarfirði. „Við erum að auglýsa lóðirnar í því skyni að það verði byggð upp miðbæjarþjónusta, þar að segja hús, sem að geta hýst allskonar þjónustu, verslun og síðan íbúðir í bland. Og það er farið aðra leið en við erum kannski vön að fara, að auglýsa bara einfaldlega lóðir og vonast til að einhver sæki um því við erum líka að halda fram þeim gæðum, sem hér er að finna,” segir Björg. Bæjarstjórinn segist hafa tröllatrú á verkefninu í ljósi þess hvað Snæfellsnes er vinsæll staður, ekki síst hjá ferðafólki og að það sé mjög öflug ferðaþjónusta á svæðinu. „Já og við vitum það að Snæfellsnes á mjög mikið inni og við finnum fyrir auknum þunga og áhuga á Snæfellsnesi, þannig að þetta er þá líka okkar leið til að segja að þetta helst í hendur við aðra uppbyggingu eins og beint fyrir ferðaþjónustu,” segir Björg. Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar. Tilboð í lóðirnar verða opnuð fimmtudaginn 5. júní næstkomandi.Aðsend En finnur þú á íbúum í Grundarfirði að þeir séu stemmdir fyrir þessu og vilji fá miðbæ? „Já, við erum auðvitað að vinna eftir aðalskipulagi og í þeirri vinnu á sínum tíma fyrir fyrir 2020 eða í kringum 2020 þá kalla íbúar eftir huggulegum miðbæ og uppbyggingu á miðbæ, eitthvað, sem segir manni að hér sé hjarta bæjarins og þar sé huggulegt og gott að vera,” segir Björg bæjarstjóri. Hér má sjá nokkur kennileiti í Grundarfirði.Aðsend Heimasíða bæjarfélagsins
Grundarfjörður Skipulag Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sjá meira