Kettir teknir af eiganda sem skildi þá eftir án fóðurs og vatns Atli Ísleifsson skrifar 26. maí 2025 12:46 Köttunum var komið í fóstur. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Getty Matvælastofnun hefur tekið læðu og kettlinga af kattaeiganda á suðvesturhorni landsins sem hafði skilið þá eina eftir á heimilinu án fóðurs og vatns. Frá þessu segir að vef stofnunarinnar þar sem farið er yfir stjórnvaldsákvarðanir í dýravelferðarmálum í síðasta mánuði. Er þar tekið fram að að auki sé bannað að skilja kettlinga yngri en sextán vikna eftir eina og án eftirlits lengur en sex klukkustundir í senn. Vegna vanrækslunnar var kattareigandinn var sviptur vörslum kattanna og þeim komið í fóstur. Fjarlægði ekki sjúka fiska Í tilkynningunni segir ennfremur að stjórnvaldssekt að upphæð hálfri milljón króna hafi verið lögð á fiskeldisfyrirtæki í suðausturumdæmi vegna brota á lögum um dýravelferð. Kemur fram að fyrirtækið hafi vanrækt að fjarlægja sjúka eða slasaða fiska úr eldiskvíum og aflífa þá eins og skylt sé. Þá segir að sauðfjárbóndi í norðausturumdæmi hafi vanfóðrað kindur og haft of mikinn þéttleika á þeim. „Þar sem hann taldist ekki ráða einn við búið var honum tilkynnt að MAST myndi ráða vinnumann út sauðburðinn honum til aðstoðar. Þetta yrði gert á kostnað bóndans. Bóndi sviptur mjólkursöluleyfi og beittur dagsektum Bóndi í norðvesturumdæmi var sviptur mjólkursöluleyfi 4. apríl en veitt það að nýju 10. apríl eftir endurbætur. Lagðar voru dagsektir á bóndann að upphæð 10.000 kr. á dag til að knýja fram bætta hópaskiptingu, fóðrun, hreinleika og brynningu í uppeldi nautgripa og einnig til að draga úr þéttleika. Rekstur hestaleigu stöðvaður Rekstur hestaleigu í suðausturumdæmi var stöðvaður vegna brota á velferð hrossanna. Gerð var krafa um að horuðustu hestarnir yrðu aflífaðir innan viku eða ráðstafað til ábyrgra aðila sem Matvælastofnun viðurkenndi. Öðrum hrossum yrði ráðstafað til annarra innan 4 vikna. Dagsektir ákveðnar til að knýja fram úrbætur í dýravelferð Nautgripabóndi í norðausturumdæmi braut á velferð dýranna. Fóðrun og brynningu ábótavant og einnig skjóli. Lagðar voru á hann dagsektir að upphæð 10.000 kr. á dag til að knýja á um úrbætur,“ segir í tilkynningunni á vef Matvælastofnunar. Dýr Kettir Gæludýr Dýraheilbrigði Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Frá þessu segir að vef stofnunarinnar þar sem farið er yfir stjórnvaldsákvarðanir í dýravelferðarmálum í síðasta mánuði. Er þar tekið fram að að auki sé bannað að skilja kettlinga yngri en sextán vikna eftir eina og án eftirlits lengur en sex klukkustundir í senn. Vegna vanrækslunnar var kattareigandinn var sviptur vörslum kattanna og þeim komið í fóstur. Fjarlægði ekki sjúka fiska Í tilkynningunni segir ennfremur að stjórnvaldssekt að upphæð hálfri milljón króna hafi verið lögð á fiskeldisfyrirtæki í suðausturumdæmi vegna brota á lögum um dýravelferð. Kemur fram að fyrirtækið hafi vanrækt að fjarlægja sjúka eða slasaða fiska úr eldiskvíum og aflífa þá eins og skylt sé. Þá segir að sauðfjárbóndi í norðausturumdæmi hafi vanfóðrað kindur og haft of mikinn þéttleika á þeim. „Þar sem hann taldist ekki ráða einn við búið var honum tilkynnt að MAST myndi ráða vinnumann út sauðburðinn honum til aðstoðar. Þetta yrði gert á kostnað bóndans. Bóndi sviptur mjólkursöluleyfi og beittur dagsektum Bóndi í norðvesturumdæmi var sviptur mjólkursöluleyfi 4. apríl en veitt það að nýju 10. apríl eftir endurbætur. Lagðar voru dagsektir á bóndann að upphæð 10.000 kr. á dag til að knýja fram bætta hópaskiptingu, fóðrun, hreinleika og brynningu í uppeldi nautgripa og einnig til að draga úr þéttleika. Rekstur hestaleigu stöðvaður Rekstur hestaleigu í suðausturumdæmi var stöðvaður vegna brota á velferð hrossanna. Gerð var krafa um að horuðustu hestarnir yrðu aflífaðir innan viku eða ráðstafað til ábyrgra aðila sem Matvælastofnun viðurkenndi. Öðrum hrossum yrði ráðstafað til annarra innan 4 vikna. Dagsektir ákveðnar til að knýja fram úrbætur í dýravelferð Nautgripabóndi í norðausturumdæmi braut á velferð dýranna. Fóðrun og brynningu ábótavant og einnig skjóli. Lagðar voru á hann dagsektir að upphæð 10.000 kr. á dag til að knýja á um úrbætur,“ segir í tilkynningunni á vef Matvælastofnunar.
Dýr Kettir Gæludýr Dýraheilbrigði Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira