Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 27. maí 2025 20:02 Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla. Nýverið barst þessi spurning: „Mig dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en maka mínum. Er mjög hamingjusöm í 16 ára löngu sambandi og kynlífið gott. Er undirmeðvitundin að segja mér eitthvað? Er stundum með þvílíkt samviskubit þegar ég vakna,“ - 34 ára gömul kona. Flest erum við kynverur, líka í svefni. Það flókna við draumana okkar er að við höfum enga stjórn á þeim. Þar fær ímyndunaraflið að flæða frjálst hvort sem okkur líkar betur eða verr. Þegar okkur dreymir kynferðislega drauma um aðra upplifum við stundum spennu, þrá eða löngun en það getur líka borið á skömm og sektarkennd. Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Lesendur eru hvattir til þess að senda Aldísi spurningar í spurningaformi neðst í pistli. Það að þig dreymi um að stunda kynlíf með einhverjum öðrum þýðir ekki endilega að þú sért á leiðinni út úr sambandinu eða leynir einhverju. Þú í raun hefur ekki stjórn á þessu og því ekki hægt að líta á það sem svik. Það er bæði eðlilegt og algengt að dreyma um annað fólk en maka! Köfum samt aðeins dýpra í það. Það er bæði eðlilegt og algengt að dreyma um annað fólk en maka.Getty Eru kynferðislegir draumar að segja þér eitthvað? Kannski, kannski ekki. Það þarf í raun ekki að lesa í þá, ég tel drauma ekki endilega þurfa að tákna eitthvað. Stundum kynnumst við nýju fólki sem við löðumst að og í kjölfarið eykst kynlöngun. Þessi aukna kynlöngun getur vissulega komið fram í draumum eins og annars staðar. Stundum erum við að kynnast okkur betur sem kynveru og það getur einnig ýtt undir kynlöngun, sem getur flætt yfir í draumana okkar. Í kringum egglos er algengara að dreyma kynferðislega drauma og sum fá fullnægingu í svefni. En kannski er gott að staldra aðeins við og skoða þessa drauma fyrst þú veltir því fyrir þér hvort þeir tákni eitthvað. Hefur þú tekið eftir: Aukinni löngun í spennu, nýjunga eða meiri leikgleði? Hugsunum sem snúast um líkamsímynd eða það að upplifa kynlíf með öðrum : „Er ég enn æsandi?“, „Hvernig væri ég með einhverjum öðrum?“ Breytingu hjá þér varðandi það að rækta þig sem kynveru og leyfa þér að finna fyrir kynlöngun? Í kringum egglos er algengara að dreyma kynferðislega drauma.Getty En af hverju vöknum við með samviskubit? Flest berum við mikla virðingu fyrir maka og viljum koma fram af heilindum. Við viljum ekki særa eða fara á bak við maka okkar. Sum ganga svo langt að þau fá samviskubit yfir því að hugsa um aðra manneskju eða taka eftir öðrum sem eru aðlaðandi. Það er mikilvægur partur af kynverund okkar allra að fá að fantasera. Þó svo að við séum í kærleiksríku og góðu sambandi þar sem kynlífið er gott er eðlilegt að stunda áfram sjálfsfróun og dreyma kynferðislega drauma. Að lokum er gott að minna sig á að kynferðislegir draumar þýða ekki endilega að eitthvað vanti í sambandið eða að þú sért ósátt við makann. Oft spegla þeir bara aukna kynlöngun, forvitni eða tengingu við eigin líkama. Það er vel hægt að bera virðingu fyrir maka og samt leyfa sér að vera áfram kynvera. Njóttu þess að dreyma kynferðislegra drauma, það má. Gangi þér vel <3 Kynlíf Kynlífið með Aldísi Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Tónlist Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira
Flest erum við kynverur, líka í svefni. Það flókna við draumana okkar er að við höfum enga stjórn á þeim. Þar fær ímyndunaraflið að flæða frjálst hvort sem okkur líkar betur eða verr. Þegar okkur dreymir kynferðislega drauma um aðra upplifum við stundum spennu, þrá eða löngun en það getur líka borið á skömm og sektarkennd. Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Lesendur eru hvattir til þess að senda Aldísi spurningar í spurningaformi neðst í pistli. Það að þig dreymi um að stunda kynlíf með einhverjum öðrum þýðir ekki endilega að þú sért á leiðinni út úr sambandinu eða leynir einhverju. Þú í raun hefur ekki stjórn á þessu og því ekki hægt að líta á það sem svik. Það er bæði eðlilegt og algengt að dreyma um annað fólk en maka! Köfum samt aðeins dýpra í það. Það er bæði eðlilegt og algengt að dreyma um annað fólk en maka.Getty Eru kynferðislegir draumar að segja þér eitthvað? Kannski, kannski ekki. Það þarf í raun ekki að lesa í þá, ég tel drauma ekki endilega þurfa að tákna eitthvað. Stundum kynnumst við nýju fólki sem við löðumst að og í kjölfarið eykst kynlöngun. Þessi aukna kynlöngun getur vissulega komið fram í draumum eins og annars staðar. Stundum erum við að kynnast okkur betur sem kynveru og það getur einnig ýtt undir kynlöngun, sem getur flætt yfir í draumana okkar. Í kringum egglos er algengara að dreyma kynferðislega drauma og sum fá fullnægingu í svefni. En kannski er gott að staldra aðeins við og skoða þessa drauma fyrst þú veltir því fyrir þér hvort þeir tákni eitthvað. Hefur þú tekið eftir: Aukinni löngun í spennu, nýjunga eða meiri leikgleði? Hugsunum sem snúast um líkamsímynd eða það að upplifa kynlíf með öðrum : „Er ég enn æsandi?“, „Hvernig væri ég með einhverjum öðrum?“ Breytingu hjá þér varðandi það að rækta þig sem kynveru og leyfa þér að finna fyrir kynlöngun? Í kringum egglos er algengara að dreyma kynferðislega drauma.Getty En af hverju vöknum við með samviskubit? Flest berum við mikla virðingu fyrir maka og viljum koma fram af heilindum. Við viljum ekki særa eða fara á bak við maka okkar. Sum ganga svo langt að þau fá samviskubit yfir því að hugsa um aðra manneskju eða taka eftir öðrum sem eru aðlaðandi. Það er mikilvægur partur af kynverund okkar allra að fá að fantasera. Þó svo að við séum í kærleiksríku og góðu sambandi þar sem kynlífið er gott er eðlilegt að stunda áfram sjálfsfróun og dreyma kynferðislega drauma. Að lokum er gott að minna sig á að kynferðislegir draumar þýða ekki endilega að eitthvað vanti í sambandið eða að þú sért ósátt við makann. Oft spegla þeir bara aukna kynlöngun, forvitni eða tengingu við eigin líkama. Það er vel hægt að bera virðingu fyrir maka og samt leyfa sér að vera áfram kynvera. Njóttu þess að dreyma kynferðislegra drauma, það má. Gangi þér vel <3
Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Lesendur eru hvattir til þess að senda Aldísi spurningar í spurningaformi neðst í pistli.
Kynlíf Kynlífið með Aldísi Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Tónlist Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira