Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Jakob Bjarnar skrifar 27. maí 2025 10:03 Sólveig Anna fer hinum háðuglegustu orðum um afstöðu Guðmundar Hrafns. Hún telur hann kasta steinum úr glerhúsi en hann sé þó woke, sem sé gott. vísir/einar/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar gefur lítið fyrir orð Guðmundar Hrafns Arngrímssonar formanns Leigjendasamtakanna og segir hann mótsagnakenndan. Vísir birti viðtal við Guðmund Hrafn sem lýsti aðalfundi Sósíalistaflokksins eins og hann kom honum fyrir sjónir í ítarlegu viðtali. Víst er að deilurnar innan Sósíalistaflokksins eru flóknar og þær eru persónulegar. „Maðurinn sem ærðist af bræði þegar að Efling undirritaði kjarasamninga á almennum vinnumarkaði fyrir rúmu ári, þrátt fyrir að hafa sjálfur aldrei komið nálægt kjarasamningsviðræðum,“ segir Sólveig Anna. Að þekkja skortsins glímutök Og hún er hvergi nærri hætt og tekur enga fanga frekar en fyrri daginn. Sólveig Anna fer háðslegum orðum um viðhorf Guðmundar Hrafns sem hún telur einkennast af einsýni. „... hellti sér yfir mig með svívirðingum og fór svo um og hvatti fólk til að fella samningana, af fullkomnu ábyrgðarleysi, vegna þess að ég og félagar mínir í samninganefnd Eflingar tókum ekki nægilega vel við skipunum frá honum,“ segir Sólveig Anna meðal annars í athugasemd á Facebook. Sólveig Anna segir nú Guðmund Hrafn saka þau sem tekið hafa við völdum í Sósíalistaflokknum m.a. um „móðgunargirni og mjög tilfinningahlaðin viðbrögð“ við undirbúning aðalfundar flokksins og á honum. Þetta telur Sólveig Anna sérdeilis einkennileg viðbrögð. „Þarna talar hann af innsýn - ég hef reynslu af hans tilfinningahlöðnu móðgunargirni yfir því að hlutirnir færu öðruvísi en hann hafði ákveðið - ég var ekki nógu dugleg í „valdeflingu öreiganna“, ólíkt honum og vinum hans sem þekkja skortsins glímutök betur en aðrir og hvernig uppræta má þau.“ „Woke til frelsis er falið, vorri fylkingu í dag“ Hún spyr: „Hví sér þú flísina í auga bróður þíns en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu? segi ég nú bara.“ Í viðtalinu var Guðmundur Hrafn spurður sérstaklega út í messu Sólveigar Önnu um woke, afdrifarík ræða sem hún flutti á Samstöðinni og hellti sér þá yfir Hallgrím Helgason rithöfund. Þessi ræða var afdrifarík og leiddi á endanum til úrsagnar Sólveigar Önnu úr Sósíalistaflokknum. „En hann er mjög woke - sem er voða gott, og eins og öll vita vænlegt í baráttunni fyrir frelsun þeirra arðrændu. Ég spái miklum sigrum framundan hjá honum í því heilaga verkefni; Woke til frelsis er falið, vorri fylkingu í dag, unz Internationalinn er allra kynjalag!“ Eins og áður sagði eru deilurnar innan Sósíalistaflokksins afar flóknar. Nú velta menn því til að mynda fyrir sér hvort Sólveig Anna ætli aftur að ganga til liðs við flokkinn. Þetta er í ljósi þess að á lista sem Sanna Magdalena Mörtudóttir, fyrrverandi pólitískur leiðtogi flokksins, gaf út var að finna alla þá sem töluðu gegn Sólveigu í „woke-málinu“. En svarið við þeirri spurningu liggur ekki á lausu. Sósíalistaflokkurinn Félagasamtök Samfélagsmiðlar Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Vísir birti viðtal við Guðmund Hrafn sem lýsti aðalfundi Sósíalistaflokksins eins og hann kom honum fyrir sjónir í ítarlegu viðtali. Víst er að deilurnar innan Sósíalistaflokksins eru flóknar og þær eru persónulegar. „Maðurinn sem ærðist af bræði þegar að Efling undirritaði kjarasamninga á almennum vinnumarkaði fyrir rúmu ári, þrátt fyrir að hafa sjálfur aldrei komið nálægt kjarasamningsviðræðum,“ segir Sólveig Anna. Að þekkja skortsins glímutök Og hún er hvergi nærri hætt og tekur enga fanga frekar en fyrri daginn. Sólveig Anna fer háðslegum orðum um viðhorf Guðmundar Hrafns sem hún telur einkennast af einsýni. „... hellti sér yfir mig með svívirðingum og fór svo um og hvatti fólk til að fella samningana, af fullkomnu ábyrgðarleysi, vegna þess að ég og félagar mínir í samninganefnd Eflingar tókum ekki nægilega vel við skipunum frá honum,“ segir Sólveig Anna meðal annars í athugasemd á Facebook. Sólveig Anna segir nú Guðmund Hrafn saka þau sem tekið hafa við völdum í Sósíalistaflokknum m.a. um „móðgunargirni og mjög tilfinningahlaðin viðbrögð“ við undirbúning aðalfundar flokksins og á honum. Þetta telur Sólveig Anna sérdeilis einkennileg viðbrögð. „Þarna talar hann af innsýn - ég hef reynslu af hans tilfinningahlöðnu móðgunargirni yfir því að hlutirnir færu öðruvísi en hann hafði ákveðið - ég var ekki nógu dugleg í „valdeflingu öreiganna“, ólíkt honum og vinum hans sem þekkja skortsins glímutök betur en aðrir og hvernig uppræta má þau.“ „Woke til frelsis er falið, vorri fylkingu í dag“ Hún spyr: „Hví sér þú flísina í auga bróður þíns en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu? segi ég nú bara.“ Í viðtalinu var Guðmundur Hrafn spurður sérstaklega út í messu Sólveigar Önnu um woke, afdrifarík ræða sem hún flutti á Samstöðinni og hellti sér þá yfir Hallgrím Helgason rithöfund. Þessi ræða var afdrifarík og leiddi á endanum til úrsagnar Sólveigar Önnu úr Sósíalistaflokknum. „En hann er mjög woke - sem er voða gott, og eins og öll vita vænlegt í baráttunni fyrir frelsun þeirra arðrændu. Ég spái miklum sigrum framundan hjá honum í því heilaga verkefni; Woke til frelsis er falið, vorri fylkingu í dag, unz Internationalinn er allra kynjalag!“ Eins og áður sagði eru deilurnar innan Sósíalistaflokksins afar flóknar. Nú velta menn því til að mynda fyrir sér hvort Sólveig Anna ætli aftur að ganga til liðs við flokkinn. Þetta er í ljósi þess að á lista sem Sanna Magdalena Mörtudóttir, fyrrverandi pólitískur leiðtogi flokksins, gaf út var að finna alla þá sem töluðu gegn Sólveigu í „woke-málinu“. En svarið við þeirri spurningu liggur ekki á lausu.
Sósíalistaflokkurinn Félagasamtök Samfélagsmiðlar Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira