Viðvaranir vegna snjókomu og hríðar: „Þetta eru mikil vonbrigði“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. júní 2025 13:46 Hér má sjá þau svæði þar sem gular og appelsínugular viðvaranir taka gildi á morgun og hinn. Veðurstofa Íslands Bændasamtök Íslands hvetja bændur um land allt til að fylgjast náið með veðurþróun næstu daga og vera undirbúnir ef veðurspá gengur eftir. Hret og úrkoma er í kortunum og gular og appelsínugular veðurviðvaranir taka gildi eftir helgi. „Fyrstu viðvararnir taka gildi seinni partinn á morgun, eða í fyrramálið reyndar á Norðurlandi vestra, og svo Norðurland eystra og Austurland í framhaldi. Það er vegna snjókomu og hríðar,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson veðurfræðingur hjá Veðurstofunni. „Síðan koma aðal skilin frá lægðinni að Austurlandi aðfararnótt þriðjudags og þá taka við appelsínugular viðvaranir, ýmist vegna hríðar og svo vegna vinds undir Vatnajökli. En síðan hlýnar og þá koma í framhaldi úrkomuviðvaranir, rigningarviðvaranir,“ segir Eiríkur. Veðrið verði verst á austurhluta landsins. „Þar eru þessar appelsínugulu viðvaranir og í raun lítið eða ekkert ferðaveður á meðan þær ganga yfir. Auðvitað er árstíminn að spila inn í. Þetta er ekki hefðbundið að fá mikla ofankomu á þessum árstíma,“ segir Eiríkur. Veðrið vonbrigði eftir gott tíðarfar í vor Veðrið framundan kemur afar illa við bændur á þessum árstíma að sögn Trausta Hjálmarssonar, formanns Bændasamtakanna. „Ég held að það sé bara óhætt að segja að þetta séu mikil vonbrigði fyrir okkur bændur að vera að fá svona hret yfir okkur á þessum árstíma. Sérstaklega í ljósi þess hvað allur gróður er kominn vel á veg. Það er orðið stutt í slátt alls staðar, bændur voru snemma í sáningu á korni og kartöflu og annað slíkt. Og þetta er bara vont að fá svona kuldakast í þetta allt saman. Ef það frýs þá getur það skemmt það sem er nýkomið upp úr jörðu,“ segir Trausti. Trausti Hjálmarsson formaður Bændasamtaka Íslands.Vísir/Anton Brink Sú mikla úrkoma sem jafnframt er væntanleg sé ekki heldur góð. „Við erum að horfa til þess samt sem áður, gagnvart búpeningi og öllu þessu sem við erum að ræða um, að þetta er mun styttra hret heldur en til dæmis bændur þurftu að takast á við síðastliðið vor. Ég hef heyrt í bændum bæði fyrir austan og norðan og bændur eru búnir að vera að undirbúa sig og hafa tekið þetta mjög föstum tökum og alvarlega þessar veðurspár,“ segir Trausti sem hvetur bændur til að huga vel að búpeningi sínum. Sauðburður er víðast langt kominn eða að klárast og því einnig mikið um lambfé sem er komið út. „Ég hef nú trú á því að það muni vinna með í þessu þetta góða tíðarfar sem er búið að vera upp á síðkastið, síðustu vikurnar, þannig að það er alls staðar kominn góður gróður og féð er kannski vel undirbúið undir það að taka á móti þessu, af því hvað tíðin hefur verið góð. En þetta er leiðinlegt og þetta getur verið vont,“ segir Trausti. Veður Landbúnaður Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Sjá meira
„Fyrstu viðvararnir taka gildi seinni partinn á morgun, eða í fyrramálið reyndar á Norðurlandi vestra, og svo Norðurland eystra og Austurland í framhaldi. Það er vegna snjókomu og hríðar,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson veðurfræðingur hjá Veðurstofunni. „Síðan koma aðal skilin frá lægðinni að Austurlandi aðfararnótt þriðjudags og þá taka við appelsínugular viðvaranir, ýmist vegna hríðar og svo vegna vinds undir Vatnajökli. En síðan hlýnar og þá koma í framhaldi úrkomuviðvaranir, rigningarviðvaranir,“ segir Eiríkur. Veðrið verði verst á austurhluta landsins. „Þar eru þessar appelsínugulu viðvaranir og í raun lítið eða ekkert ferðaveður á meðan þær ganga yfir. Auðvitað er árstíminn að spila inn í. Þetta er ekki hefðbundið að fá mikla ofankomu á þessum árstíma,“ segir Eiríkur. Veðrið vonbrigði eftir gott tíðarfar í vor Veðrið framundan kemur afar illa við bændur á þessum árstíma að sögn Trausta Hjálmarssonar, formanns Bændasamtakanna. „Ég held að það sé bara óhætt að segja að þetta séu mikil vonbrigði fyrir okkur bændur að vera að fá svona hret yfir okkur á þessum árstíma. Sérstaklega í ljósi þess hvað allur gróður er kominn vel á veg. Það er orðið stutt í slátt alls staðar, bændur voru snemma í sáningu á korni og kartöflu og annað slíkt. Og þetta er bara vont að fá svona kuldakast í þetta allt saman. Ef það frýs þá getur það skemmt það sem er nýkomið upp úr jörðu,“ segir Trausti. Trausti Hjálmarsson formaður Bændasamtaka Íslands.Vísir/Anton Brink Sú mikla úrkoma sem jafnframt er væntanleg sé ekki heldur góð. „Við erum að horfa til þess samt sem áður, gagnvart búpeningi og öllu þessu sem við erum að ræða um, að þetta er mun styttra hret heldur en til dæmis bændur þurftu að takast á við síðastliðið vor. Ég hef heyrt í bændum bæði fyrir austan og norðan og bændur eru búnir að vera að undirbúa sig og hafa tekið þetta mjög föstum tökum og alvarlega þessar veðurspár,“ segir Trausti sem hvetur bændur til að huga vel að búpeningi sínum. Sauðburður er víðast langt kominn eða að klárast og því einnig mikið um lambfé sem er komið út. „Ég hef nú trú á því að það muni vinna með í þessu þetta góða tíðarfar sem er búið að vera upp á síðkastið, síðustu vikurnar, þannig að það er alls staðar kominn góður gróður og féð er kannski vel undirbúið undir það að taka á móti þessu, af því hvað tíðin hefur verið góð. En þetta er leiðinlegt og þetta getur verið vont,“ segir Trausti.
Veður Landbúnaður Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Sjá meira