Stefnir í metkjörsókn í pólsku forsetakosningunum Lovísa Arnardóttir skrifar 1. júní 2025 14:31 Kona greiðir atkvæði í Varsjá í dag. Vísir/AP Seinni umferð forsetakosninganna í Póllandi fer fram í dag og stefnir í metkjörsókn í Póllandi. Sex kjörstaðir eru opnir á Íslandi. Þeir opnuðu klukkan sjö og eru opnir til klukkan 21 í kvöld. Kosið er á tveimur stöðum í Reykjavík, í Reykjanesbæ, Ísafirði, Akureyri og á Vík. Í kosningunum takast á tveir frambjóðendur með gjörólíkar hugsjónir. Rafal Trzaskowski, frjálslyndur borgarstjóri Varsjár, og Karol Nawrocki, íhaldssamur sagnfræðingur mætast í kosningum. Í síðustu forsetakosningum í Póllandi fór Trzaskowsk gegn sitjandi forseta Andrzej Duda, og tapaði naumlega í seinni umferð með 49 prósent atkvæða gegn 51 prósent atkvæða Duda. Skoðanakannanir hafa undanfarna daga sýnt afar nauman mun á frambjóðendum. Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, með eiginkonu sinni, Malgorzata, kusu í Sopot í Póllandi í dag. Vísir/EPA Kjörsókn meiri en í fyrri umferð og á sama tíma í síðustu kosningum Kjörsókn er samkvæmt pólska miðlinum Onet afar góð og var á hádegi 24,83 prósent. Í fréttinni segir að það sé fjórum prósentustigum meira en á sama tíma í fyrri umferð kosninganna en og 0,1 prósent meiri en í seinni umferð árið 2020. Kjörsókn í kosningunum 2020 var alls 68,18 prósent samkvæmt frétt Onet. Rafal Trzaskowski með eiginkonu sinni Malgorzata á kjörstað í Varsjá í dag. Vísir/EPA Í fréttinni segir að miðað við meðalkjörsókn síðustu kosninga hafi um einn þriðji verið búinn að greiða atkvæði um klukkan tólf og svo helmingur á milli 12 og 17 og restin hafi svo mætt um kvöld. Miðað við þann fjölda sem hafi þegar greitt atkvæði í dag megi búast við metkjörsókn, eða um 74 prósent. Í frétt Onet segir að kjörstjórn muni halda blaðamannafund síðdegis í dag um kjörsókn. Sé hún orðin 55 til 60 prósent á þeim tíma liggi fyrir að metkjörsókn verði í kosningunum. Karol Nawrocki fór á kjörstað í Varsjá með Mörtu, eiginkonu sinni, og börnunum þeirra tveimur, Daniel og Kasiu. Vísir/EPA Í umfjöllun Onet segir að töluverður munur sé á milli svæða. Besta kjörsóknin sé í Małopolskie héraði en hún sé einnig góð í kringum Nowy Sącz, Mazovia og í kringum Skierniewice og Piaseczno. Vestar í landinu sé kjörsóknin lægri og er í frétt Onet minnst á að þar hafi verið mikil rigning í morgun. Hægt er að fylgjast með kosningavakt Onet hér. Trzakowski er bandamaður Donalds Tusk forsætisráðherra og er Evrópusinni á meðan Karol Nawrocki, nýtur stuðnings Laga og réttlætis, þjóðernisíhaldsflokksins sem stýrði Póllandi frá 2015 til 2023. Nawrocki talar fyrir íhaldssömum gildum og fullveldi Póllands. Bandaríkjaforseti tók á móti honum í Hvíta húsinu fyrr í þessum mánuði sem túlkað var sem stuðningsyfirlýsing við Nawrocki. Líkt og Bandaríkjaforseti hefur Nawrocki talað gegn Úkraínumönnum í sambandi við innrásarstríð Rússa. Pólland Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Frjálslyndur borgarstjóri Varsjár og íhaldssamur sagnfræðingur keppast að öllum líkindum um embætti forseta Póllands eftir fyrri umferð forsetakosninga þar í gær. Lítill munur virðist hafa verið á fylgi frambjóðendanna tveggja. 19. maí 2025 08:46 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sjá meira
Í kosningunum takast á tveir frambjóðendur með gjörólíkar hugsjónir. Rafal Trzaskowski, frjálslyndur borgarstjóri Varsjár, og Karol Nawrocki, íhaldssamur sagnfræðingur mætast í kosningum. Í síðustu forsetakosningum í Póllandi fór Trzaskowsk gegn sitjandi forseta Andrzej Duda, og tapaði naumlega í seinni umferð með 49 prósent atkvæða gegn 51 prósent atkvæða Duda. Skoðanakannanir hafa undanfarna daga sýnt afar nauman mun á frambjóðendum. Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, með eiginkonu sinni, Malgorzata, kusu í Sopot í Póllandi í dag. Vísir/EPA Kjörsókn meiri en í fyrri umferð og á sama tíma í síðustu kosningum Kjörsókn er samkvæmt pólska miðlinum Onet afar góð og var á hádegi 24,83 prósent. Í fréttinni segir að það sé fjórum prósentustigum meira en á sama tíma í fyrri umferð kosninganna en og 0,1 prósent meiri en í seinni umferð árið 2020. Kjörsókn í kosningunum 2020 var alls 68,18 prósent samkvæmt frétt Onet. Rafal Trzaskowski með eiginkonu sinni Malgorzata á kjörstað í Varsjá í dag. Vísir/EPA Í fréttinni segir að miðað við meðalkjörsókn síðustu kosninga hafi um einn þriðji verið búinn að greiða atkvæði um klukkan tólf og svo helmingur á milli 12 og 17 og restin hafi svo mætt um kvöld. Miðað við þann fjölda sem hafi þegar greitt atkvæði í dag megi búast við metkjörsókn, eða um 74 prósent. Í frétt Onet segir að kjörstjórn muni halda blaðamannafund síðdegis í dag um kjörsókn. Sé hún orðin 55 til 60 prósent á þeim tíma liggi fyrir að metkjörsókn verði í kosningunum. Karol Nawrocki fór á kjörstað í Varsjá með Mörtu, eiginkonu sinni, og börnunum þeirra tveimur, Daniel og Kasiu. Vísir/EPA Í umfjöllun Onet segir að töluverður munur sé á milli svæða. Besta kjörsóknin sé í Małopolskie héraði en hún sé einnig góð í kringum Nowy Sącz, Mazovia og í kringum Skierniewice og Piaseczno. Vestar í landinu sé kjörsóknin lægri og er í frétt Onet minnst á að þar hafi verið mikil rigning í morgun. Hægt er að fylgjast með kosningavakt Onet hér. Trzakowski er bandamaður Donalds Tusk forsætisráðherra og er Evrópusinni á meðan Karol Nawrocki, nýtur stuðnings Laga og réttlætis, þjóðernisíhaldsflokksins sem stýrði Póllandi frá 2015 til 2023. Nawrocki talar fyrir íhaldssömum gildum og fullveldi Póllands. Bandaríkjaforseti tók á móti honum í Hvíta húsinu fyrr í þessum mánuði sem túlkað var sem stuðningsyfirlýsing við Nawrocki. Líkt og Bandaríkjaforseti hefur Nawrocki talað gegn Úkraínumönnum í sambandi við innrásarstríð Rússa.
Pólland Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Frjálslyndur borgarstjóri Varsjár og íhaldssamur sagnfræðingur keppast að öllum líkindum um embætti forseta Póllands eftir fyrri umferð forsetakosninga þar í gær. Lítill munur virðist hafa verið á fylgi frambjóðendanna tveggja. 19. maí 2025 08:46 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sjá meira
Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Frjálslyndur borgarstjóri Varsjár og íhaldssamur sagnfræðingur keppast að öllum líkindum um embætti forseta Póllands eftir fyrri umferð forsetakosninga þar í gær. Lítill munur virðist hafa verið á fylgi frambjóðendanna tveggja. 19. maí 2025 08:46