Stefnir í metkjörsókn í pólsku forsetakosningunum Lovísa Arnardóttir skrifar 1. júní 2025 14:31 Kona greiðir atkvæði í Varsjá í dag. Vísir/AP Seinni umferð forsetakosninganna í Póllandi fer fram í dag og stefnir í metkjörsókn í Póllandi. Sex kjörstaðir eru opnir á Íslandi. Þeir opnuðu klukkan sjö og eru opnir til klukkan 21 í kvöld. Kosið er á tveimur stöðum í Reykjavík, í Reykjanesbæ, Ísafirði, Akureyri og á Vík. Í kosningunum takast á tveir frambjóðendur með gjörólíkar hugsjónir. Rafal Trzaskowski, frjálslyndur borgarstjóri Varsjár, og Karol Nawrocki, íhaldssamur sagnfræðingur mætast í kosningum. Í síðustu forsetakosningum í Póllandi fór Trzaskowsk gegn sitjandi forseta Andrzej Duda, og tapaði naumlega í seinni umferð með 49 prósent atkvæða gegn 51 prósent atkvæða Duda. Skoðanakannanir hafa undanfarna daga sýnt afar nauman mun á frambjóðendum. Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, með eiginkonu sinni, Malgorzata, kusu í Sopot í Póllandi í dag. Vísir/EPA Kjörsókn meiri en í fyrri umferð og á sama tíma í síðustu kosningum Kjörsókn er samkvæmt pólska miðlinum Onet afar góð og var á hádegi 24,83 prósent. Í fréttinni segir að það sé fjórum prósentustigum meira en á sama tíma í fyrri umferð kosninganna en og 0,1 prósent meiri en í seinni umferð árið 2020. Kjörsókn í kosningunum 2020 var alls 68,18 prósent samkvæmt frétt Onet. Rafal Trzaskowski með eiginkonu sinni Malgorzata á kjörstað í Varsjá í dag. Vísir/EPA Í fréttinni segir að miðað við meðalkjörsókn síðustu kosninga hafi um einn þriðji verið búinn að greiða atkvæði um klukkan tólf og svo helmingur á milli 12 og 17 og restin hafi svo mætt um kvöld. Miðað við þann fjölda sem hafi þegar greitt atkvæði í dag megi búast við metkjörsókn, eða um 74 prósent. Í frétt Onet segir að kjörstjórn muni halda blaðamannafund síðdegis í dag um kjörsókn. Sé hún orðin 55 til 60 prósent á þeim tíma liggi fyrir að metkjörsókn verði í kosningunum. Karol Nawrocki fór á kjörstað í Varsjá með Mörtu, eiginkonu sinni, og börnunum þeirra tveimur, Daniel og Kasiu. Vísir/EPA Í umfjöllun Onet segir að töluverður munur sé á milli svæða. Besta kjörsóknin sé í Małopolskie héraði en hún sé einnig góð í kringum Nowy Sącz, Mazovia og í kringum Skierniewice og Piaseczno. Vestar í landinu sé kjörsóknin lægri og er í frétt Onet minnst á að þar hafi verið mikil rigning í morgun. Hægt er að fylgjast með kosningavakt Onet hér. Trzakowski er bandamaður Donalds Tusk forsætisráðherra og er Evrópusinni á meðan Karol Nawrocki, nýtur stuðnings Laga og réttlætis, þjóðernisíhaldsflokksins sem stýrði Póllandi frá 2015 til 2023. Nawrocki talar fyrir íhaldssömum gildum og fullveldi Póllands. Bandaríkjaforseti tók á móti honum í Hvíta húsinu fyrr í þessum mánuði sem túlkað var sem stuðningsyfirlýsing við Nawrocki. Líkt og Bandaríkjaforseti hefur Nawrocki talað gegn Úkraínumönnum í sambandi við innrásarstríð Rússa. Pólland Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Frjálslyndur borgarstjóri Varsjár og íhaldssamur sagnfræðingur keppast að öllum líkindum um embætti forseta Póllands eftir fyrri umferð forsetakosninga þar í gær. Lítill munur virðist hafa verið á fylgi frambjóðendanna tveggja. 19. maí 2025 08:46 Mest lesið Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Sjá meira
Í kosningunum takast á tveir frambjóðendur með gjörólíkar hugsjónir. Rafal Trzaskowski, frjálslyndur borgarstjóri Varsjár, og Karol Nawrocki, íhaldssamur sagnfræðingur mætast í kosningum. Í síðustu forsetakosningum í Póllandi fór Trzaskowsk gegn sitjandi forseta Andrzej Duda, og tapaði naumlega í seinni umferð með 49 prósent atkvæða gegn 51 prósent atkvæða Duda. Skoðanakannanir hafa undanfarna daga sýnt afar nauman mun á frambjóðendum. Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, með eiginkonu sinni, Malgorzata, kusu í Sopot í Póllandi í dag. Vísir/EPA Kjörsókn meiri en í fyrri umferð og á sama tíma í síðustu kosningum Kjörsókn er samkvæmt pólska miðlinum Onet afar góð og var á hádegi 24,83 prósent. Í fréttinni segir að það sé fjórum prósentustigum meira en á sama tíma í fyrri umferð kosninganna en og 0,1 prósent meiri en í seinni umferð árið 2020. Kjörsókn í kosningunum 2020 var alls 68,18 prósent samkvæmt frétt Onet. Rafal Trzaskowski með eiginkonu sinni Malgorzata á kjörstað í Varsjá í dag. Vísir/EPA Í fréttinni segir að miðað við meðalkjörsókn síðustu kosninga hafi um einn þriðji verið búinn að greiða atkvæði um klukkan tólf og svo helmingur á milli 12 og 17 og restin hafi svo mætt um kvöld. Miðað við þann fjölda sem hafi þegar greitt atkvæði í dag megi búast við metkjörsókn, eða um 74 prósent. Í frétt Onet segir að kjörstjórn muni halda blaðamannafund síðdegis í dag um kjörsókn. Sé hún orðin 55 til 60 prósent á þeim tíma liggi fyrir að metkjörsókn verði í kosningunum. Karol Nawrocki fór á kjörstað í Varsjá með Mörtu, eiginkonu sinni, og börnunum þeirra tveimur, Daniel og Kasiu. Vísir/EPA Í umfjöllun Onet segir að töluverður munur sé á milli svæða. Besta kjörsóknin sé í Małopolskie héraði en hún sé einnig góð í kringum Nowy Sącz, Mazovia og í kringum Skierniewice og Piaseczno. Vestar í landinu sé kjörsóknin lægri og er í frétt Onet minnst á að þar hafi verið mikil rigning í morgun. Hægt er að fylgjast með kosningavakt Onet hér. Trzakowski er bandamaður Donalds Tusk forsætisráðherra og er Evrópusinni á meðan Karol Nawrocki, nýtur stuðnings Laga og réttlætis, þjóðernisíhaldsflokksins sem stýrði Póllandi frá 2015 til 2023. Nawrocki talar fyrir íhaldssömum gildum og fullveldi Póllands. Bandaríkjaforseti tók á móti honum í Hvíta húsinu fyrr í þessum mánuði sem túlkað var sem stuðningsyfirlýsing við Nawrocki. Líkt og Bandaríkjaforseti hefur Nawrocki talað gegn Úkraínumönnum í sambandi við innrásarstríð Rússa.
Pólland Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Frjálslyndur borgarstjóri Varsjár og íhaldssamur sagnfræðingur keppast að öllum líkindum um embætti forseta Póllands eftir fyrri umferð forsetakosninga þar í gær. Lítill munur virðist hafa verið á fylgi frambjóðendanna tveggja. 19. maí 2025 08:46 Mest lesið Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Sjá meira
Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Frjálslyndur borgarstjóri Varsjár og íhaldssamur sagnfræðingur keppast að öllum líkindum um embætti forseta Póllands eftir fyrri umferð forsetakosninga þar í gær. Lítill munur virðist hafa verið á fylgi frambjóðendanna tveggja. 19. maí 2025 08:46