„Þetta mark átti ekki að telja“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. júní 2025 21:52 Sölvi Geir segir þriðja mark Breiðabliks ekki hafa átt að telja, heilt yfir hafi Víkingur ekki átt sigur skilið. vísir / diego Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, er sannfærður um að þriðja markið í 3-1 tapi liðsins gegn Breiðabliks hefði ekki átt að standa. Bæði hafi Tobias Thomsen verið rangstæður og brotið af sér. „Hann klárlega hrindir í bakið á [Gunnari Vatnhamar], þannig að það er bara aukaspyrna… Þegar boltanum er spyrnt, þá var [Tobias] rangstæður. Þannig að þetta mark átti ekki að telja“ sagði Sölvi í viðtali eftir leik. Markið sem Sölvi vill meina að hefði ekki átt að standa má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Þriðja mark Breiðabliks Breiðablik komst þannig 3-0 yfir snemma í seinni hálfleik, þriðja markið margrómaða gerir yfirleitt út af við leiki og gerði það í þessum líka. „Gerir allavega mun erfiðara fyrir okkur að koma til baka, þannig að það er svekkjandi að svona mark fái að standa. En yfirhöfuð í leiknum vorum við ekki nógu grimmir, sóknarleikurinn ekki nógu djarfur, ekki nógu hugrakkir til að spila í svæðin… Við gerðum það oft á köflum og þá opnaðist vörnin þeirra en þá bara nýttum við það ekki. Stundum gerist það að þú ert ekki á þínum degi og við vorum ekki á okkar degi í dag.“ Víkingar fara nú í tveggja vikna landsleikjahlé, með eins stigs forskot á toppnum í stað sjö stiga forskots sem hefði náðst með sigri. Sölvi er alls ekki ósáttur með stöðuna. „Það er svosem engin krísa eða heimsendir, við erum ennþá á toppnum og yfir heildina er ég mjög sáttur við frammistöðu liðsins. Við komum inn í þetta tímabil á mjög skrítinn hátt. Vorum í Sambandsdeildinni og áttum langt tímabil. Mikið um meiðsli í byrjun móts. Vantaði líka Oliver Ekroth í dag. Ég er mjög stoltur af strákunum, hvað þeir hafa gert fram að þessu og það þýðir ekkert að vorkenna sér of mikið núna. Lærum af þessum, höldum áfram að bæta okkur og ná markmiðum okkar“ sagði Sölvi að lokum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
„Hann klárlega hrindir í bakið á [Gunnari Vatnhamar], þannig að það er bara aukaspyrna… Þegar boltanum er spyrnt, þá var [Tobias] rangstæður. Þannig að þetta mark átti ekki að telja“ sagði Sölvi í viðtali eftir leik. Markið sem Sölvi vill meina að hefði ekki átt að standa má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Þriðja mark Breiðabliks Breiðablik komst þannig 3-0 yfir snemma í seinni hálfleik, þriðja markið margrómaða gerir yfirleitt út af við leiki og gerði það í þessum líka. „Gerir allavega mun erfiðara fyrir okkur að koma til baka, þannig að það er svekkjandi að svona mark fái að standa. En yfirhöfuð í leiknum vorum við ekki nógu grimmir, sóknarleikurinn ekki nógu djarfur, ekki nógu hugrakkir til að spila í svæðin… Við gerðum það oft á köflum og þá opnaðist vörnin þeirra en þá bara nýttum við það ekki. Stundum gerist það að þú ert ekki á þínum degi og við vorum ekki á okkar degi í dag.“ Víkingar fara nú í tveggja vikna landsleikjahlé, með eins stigs forskot á toppnum í stað sjö stiga forskots sem hefði náðst með sigri. Sölvi er alls ekki ósáttur með stöðuna. „Það er svosem engin krísa eða heimsendir, við erum ennþá á toppnum og yfir heildina er ég mjög sáttur við frammistöðu liðsins. Við komum inn í þetta tímabil á mjög skrítinn hátt. Vorum í Sambandsdeildinni og áttum langt tímabil. Mikið um meiðsli í byrjun móts. Vantaði líka Oliver Ekroth í dag. Ég er mjög stoltur af strákunum, hvað þeir hafa gert fram að þessu og það þýðir ekkert að vorkenna sér of mikið núna. Lærum af þessum, höldum áfram að bæta okkur og ná markmiðum okkar“ sagði Sölvi að lokum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira