Slæmt að fá hret á varptíma Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. júní 2025 12:28 Spáð er vonskuveðri um allt land en kuldi sem fylgir því gæti reynst ungum sem nýskriðnir eru úr eggjum erfiður. Vísir/Anton Vegir gætu lokast og samgöngur raskast þegar vonskuveður gengur yfir landið í dag og á morgun. Fuglafræðingur segir hretið sem spáð er geta haft veruleg áhrif á fuglalífið þar sem ungar séu nú margir nýskriðnir úr hreiðrum. Veðrið er þegar byrjað að ganga yfir landið en gular veðurviðvaranir tóku gildi á Norðurlandi í hádeginu. Í nótt á veðrið að versna enn frekar en þá má búast við hvassviðri. Appelsínugular og gular veðurviðvaranir taka þá gildi um nær allt land. „Þetta verður eiginlega leiðinlegast í nótt svona úrkomulega séð upp á snjókomu og slyddu. Á morgun hins vegar er þetta meira rigning á láglendi og þá líka fer að taka upp þennan snjó þarna í fjallahæð. Þannig það verða þá miklir vatnavextir á norðan og austanverðu landinu en aftur á móti hérna sunnan og vestan til sleppum við miklu betur. Nema þá að það verður ansi hvasst á köflum og mjög hvass undir Vatnajökli,“ segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Vegagerðin beinir því til fólks sem ætlar að vera á ferðinni að fylgjast vel með spám þar sem líkur séu á samgöngutruflunum og að vegir lokist jafnvel um tíma. „Þetta er leiðindaveður. Náttúrulega víða búið að sleppa fé þannig að lömb þola nú ekki mikla vosbúð. Svo eru þetta almennt svona fjallvegirnir sem verða þá með krapa og snjó.“ Snjórinn erfiður ungunum Fuglalíf er nú víða í miklum blóma eftir gott vor. Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, segir unga sem ný skriðnir eru úr hreiðrum berskjaldaða fyrir kuldanum. „Það er náttúrulega búin vera einmunatíð síðan einhvern tímann í lok apríl byrjun maí og allir fuglar löngu orpnir og liggja annað hvort á eggjum eða eru komnir með unga. Svona hret hafa mjög slæm áhrif sérstaklega á mófuglana. Ef það snjóar eða rignir mjög mikið og hvasst og kalt með þá afrækja þeir unga eða egg eða ungarnir drepast og þeir sem liggja á afrækja hreiðrin. Ef hretið er mjög hart þá drepast líka fullorðnu fuglarnir.“ Víða eru ungar skriðnir úr eggjum. Vísir/Vilhelm Hret líkt og það sem spáð er hafi alltaf töluverð áhrif á fuglalífið. „Þetta var miklu verra í fyrra þá meira og minna snjóaði linnulítið hér norðaustanlands í fimm eða sex daga. Þá drápust fuglar þúsundum saman mófuglar og allt varp fór fyrir bý. Ég held að það sé ekki svoleiðis í uppsiglingu núna en það kemur í ljós þegar veðrið er afstaðið hversu hart það hefur verið.“ Veður Fuglar Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Veðrið er þegar byrjað að ganga yfir landið en gular veðurviðvaranir tóku gildi á Norðurlandi í hádeginu. Í nótt á veðrið að versna enn frekar en þá má búast við hvassviðri. Appelsínugular og gular veðurviðvaranir taka þá gildi um nær allt land. „Þetta verður eiginlega leiðinlegast í nótt svona úrkomulega séð upp á snjókomu og slyddu. Á morgun hins vegar er þetta meira rigning á láglendi og þá líka fer að taka upp þennan snjó þarna í fjallahæð. Þannig það verða þá miklir vatnavextir á norðan og austanverðu landinu en aftur á móti hérna sunnan og vestan til sleppum við miklu betur. Nema þá að það verður ansi hvasst á köflum og mjög hvass undir Vatnajökli,“ segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Vegagerðin beinir því til fólks sem ætlar að vera á ferðinni að fylgjast vel með spám þar sem líkur séu á samgöngutruflunum og að vegir lokist jafnvel um tíma. „Þetta er leiðindaveður. Náttúrulega víða búið að sleppa fé þannig að lömb þola nú ekki mikla vosbúð. Svo eru þetta almennt svona fjallvegirnir sem verða þá með krapa og snjó.“ Snjórinn erfiður ungunum Fuglalíf er nú víða í miklum blóma eftir gott vor. Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, segir unga sem ný skriðnir eru úr hreiðrum berskjaldaða fyrir kuldanum. „Það er náttúrulega búin vera einmunatíð síðan einhvern tímann í lok apríl byrjun maí og allir fuglar löngu orpnir og liggja annað hvort á eggjum eða eru komnir með unga. Svona hret hafa mjög slæm áhrif sérstaklega á mófuglana. Ef það snjóar eða rignir mjög mikið og hvasst og kalt með þá afrækja þeir unga eða egg eða ungarnir drepast og þeir sem liggja á afrækja hreiðrin. Ef hretið er mjög hart þá drepast líka fullorðnu fuglarnir.“ Víða eru ungar skriðnir úr eggjum. Vísir/Vilhelm Hret líkt og það sem spáð er hafi alltaf töluverð áhrif á fuglalífið. „Þetta var miklu verra í fyrra þá meira og minna snjóaði linnulítið hér norðaustanlands í fimm eða sex daga. Þá drápust fuglar þúsundum saman mófuglar og allt varp fór fyrir bý. Ég held að það sé ekki svoleiðis í uppsiglingu núna en það kemur í ljós þegar veðrið er afstaðið hversu hart það hefur verið.“
Veður Fuglar Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira