Gæti komið til lokana á vegum Kolbeinn Tumi Daðason og Telma Tómasson skrifa 2. júní 2025 14:58 Þótt von sé á snjó og slyddu til fjalla má telja ólíklegt að hafa þurfi auga með skíðafólki í hlíðum Hlíðarfjalls á morgun. Vísir/Viktor Freyr Heilmikið viðbragð er hjá Vegagerðinni vegna veðurviðvarana á morgun þar sem von er á vetrarverði þó júní sé runninn upp. Komið gæti til vegalokana á Suðausturlandi. Veðrið er þegar byrjað að ganga yfir landið en gular veðurviðvaranir tóku gildi á Norðurlandi í hádeginu. Í nótt á veðrið að versna enn frekar en þá má búast við hvassviðri. Appelsínugular og gular veðurviðvaranir taka þá gildi um nær allt land. „Það er heilmikið viðbragð hjá okkur. Við höfum kallað út fjölmarga bíla til að sinna vetrarþjónustu núna um sumar,“ segir G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Reikna má með hvassviðri og ofankomu, slyddu eða snjókomu og hálku til fjalla. „Við reiknum með því að upp á slyddu og snjókomu verði staðan verst á Norðurlandi og Norðausturlandi. En það verður vindur víða og við höfum áhyggjur af því,“ segir G. Pétur og vísar til þess að stærri bílar og aftanívagnar geta tekið á sig mikinn vind. Vegna veðurs gæti komið til lokana á vegum með skömmum fyrirvara. „Ökumenn eru hvattir til að fylgjast mjög vel með færð og veðri ef ekið er á milli landshluta og sýna fyllstu aðgát og varkárni. Akstursskilyrði geta versnað verulega, einkum fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind og eru ekki útbúin miðað við aðstæður,“ segir á Umferdin.is, vef Vegagerðarinnar. „Við reiknum líka með því í fyrramálið að verði ansi hvasst á Suðausturlandi og mögulegt að komi til vegalokana undir Vatnajökli í fyrramálið.“ Svo gangi veðrið yfir á þriðjudeginum. „Það verður slydda og snjókoma en svo hlýnar og þá eigum við ekki von á neinni hálku eða vandræðum vegna þess.“ Veður Samgöngur Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Veðrið er þegar byrjað að ganga yfir landið en gular veðurviðvaranir tóku gildi á Norðurlandi í hádeginu. Í nótt á veðrið að versna enn frekar en þá má búast við hvassviðri. Appelsínugular og gular veðurviðvaranir taka þá gildi um nær allt land. „Það er heilmikið viðbragð hjá okkur. Við höfum kallað út fjölmarga bíla til að sinna vetrarþjónustu núna um sumar,“ segir G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Reikna má með hvassviðri og ofankomu, slyddu eða snjókomu og hálku til fjalla. „Við reiknum með því að upp á slyddu og snjókomu verði staðan verst á Norðurlandi og Norðausturlandi. En það verður vindur víða og við höfum áhyggjur af því,“ segir G. Pétur og vísar til þess að stærri bílar og aftanívagnar geta tekið á sig mikinn vind. Vegna veðurs gæti komið til lokana á vegum með skömmum fyrirvara. „Ökumenn eru hvattir til að fylgjast mjög vel með færð og veðri ef ekið er á milli landshluta og sýna fyllstu aðgát og varkárni. Akstursskilyrði geta versnað verulega, einkum fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind og eru ekki útbúin miðað við aðstæður,“ segir á Umferdin.is, vef Vegagerðarinnar. „Við reiknum líka með því í fyrramálið að verði ansi hvasst á Suðausturlandi og mögulegt að komi til vegalokana undir Vatnajökli í fyrramálið.“ Svo gangi veðrið yfir á þriðjudeginum. „Það verður slydda og snjókoma en svo hlýnar og þá eigum við ekki von á neinni hálku eða vandræðum vegna þess.“
Veður Samgöngur Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira