„Yfirgnæfandi líkur“ á að Oscar fái íslenskan ríkisborgararétt Agnar Már Másson skrifar 2. júní 2025 16:37 Til stóð að vísa Oscari úr landi í kl. 3 í nótt, að sögn lögmanns hans, en brottvísuninni hefur nú verið frestað. Vísir/Samsett Útlendingastofnun hefur frestað brottvísun Oscars Bocanegra þar sem „yfirgnæfandi líkur“ eru taldar á því að Alþingi veiti honum íslenskan ríkisborgararétt. Víðir Reynisson, formaður Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, veitti stofnuninni gögn þess efnis í síðustu viku. Vísir greindi frá því fyrr í dag að brottför Oscars Anders Florez Bocanegra, sautján ára kólumbísks drengs sem til stóð að senda úr landi, yrði frestað þar til búið væri að fara yfir umsókn hans um íslenskan ríkisborgararétt. „Útlendingastofnun frestaði flutningi drengsins á grundvelli framkominna upplýsinga frá formanni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um að yfirgnæfandi líkur séu á því að gerð verði tillaga í frumvarpi um að drengurinn fái íslenskan ríkisborgararétt með lögum,“ segir í svari Útlendingastofnunar (ÚTL) við fyrirspurn fréttastofu en Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingarinnar, er formaður Allsherjar- og menntamálanefndar. Enn fremur segir ÚTL að þrátt fyrir að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin á Alþingi hafi stofnunin talið að vegna þessara „sérstöku aðstæðna“ væri rétt að fresta framkvæmd ákvörðunarinnar um að Oscari bæri að yfirgefa landið. Samkvæmt lögum er ÚTL heimilt að fresta um hæfilegan tíma framkvæmd ákvörðunar sem felur í sér að útlendingur skuli yfirgefa landið ef það telst nauðsynlegt vegna sérstakra aðstæðna hans. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður Oscars og fósturforeldra hans, sagði við fréttastofu fyrr í dag að ný gögn hafi borist á föstudaginn til Útlendingastofnunar. „Hann er bara í mjög viðkvæmum aðstæðum og það er staðfest í þessum pósti,“ sagði Helga Vala í samtali við fréttastofu Vísis fyrr í dag og vísaði þar í póst sem hún fékk frá stofnuninni. Helga segir að til hafi staðið að sækja Oscar kl. 3 í nótt og fara með hann úr landi. Kærunefnd útlendingamála hafði hafnað því að taka umsókn Oscars um landvistarleyfi til efnislegrar meðferðar og til stóð að hann yrði sendur úr landi á morgun. Fósturforeldrar hans hafa sagt að verið sé að senda hann út í opinn dauðann á götum Bogotá, höfuðborgar Kólumbíu. Oscar hefur verið í fóstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022. Faðir hans er sagður hafa beitt hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir Oscar að sér. Fósturforeldrar Oscars Anders Florez Bocanegra segjast í færslu á samfélagsmiðlum óendanlega glöð yfir því að brottvísun Oscars hafi verið frestað. Ekki hefur náðst í Víði Reynisson vegna málsins. Mál Oscars frá Kólumbíu Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Börn og uppeldi Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Vísir greindi frá því fyrr í dag að brottför Oscars Anders Florez Bocanegra, sautján ára kólumbísks drengs sem til stóð að senda úr landi, yrði frestað þar til búið væri að fara yfir umsókn hans um íslenskan ríkisborgararétt. „Útlendingastofnun frestaði flutningi drengsins á grundvelli framkominna upplýsinga frá formanni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um að yfirgnæfandi líkur séu á því að gerð verði tillaga í frumvarpi um að drengurinn fái íslenskan ríkisborgararétt með lögum,“ segir í svari Útlendingastofnunar (ÚTL) við fyrirspurn fréttastofu en Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingarinnar, er formaður Allsherjar- og menntamálanefndar. Enn fremur segir ÚTL að þrátt fyrir að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin á Alþingi hafi stofnunin talið að vegna þessara „sérstöku aðstæðna“ væri rétt að fresta framkvæmd ákvörðunarinnar um að Oscari bæri að yfirgefa landið. Samkvæmt lögum er ÚTL heimilt að fresta um hæfilegan tíma framkvæmd ákvörðunar sem felur í sér að útlendingur skuli yfirgefa landið ef það telst nauðsynlegt vegna sérstakra aðstæðna hans. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður Oscars og fósturforeldra hans, sagði við fréttastofu fyrr í dag að ný gögn hafi borist á föstudaginn til Útlendingastofnunar. „Hann er bara í mjög viðkvæmum aðstæðum og það er staðfest í þessum pósti,“ sagði Helga Vala í samtali við fréttastofu Vísis fyrr í dag og vísaði þar í póst sem hún fékk frá stofnuninni. Helga segir að til hafi staðið að sækja Oscar kl. 3 í nótt og fara með hann úr landi. Kærunefnd útlendingamála hafði hafnað því að taka umsókn Oscars um landvistarleyfi til efnislegrar meðferðar og til stóð að hann yrði sendur úr landi á morgun. Fósturforeldrar hans hafa sagt að verið sé að senda hann út í opinn dauðann á götum Bogotá, höfuðborgar Kólumbíu. Oscar hefur verið í fóstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022. Faðir hans er sagður hafa beitt hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir Oscar að sér. Fósturforeldrar Oscars Anders Florez Bocanegra segjast í færslu á samfélagsmiðlum óendanlega glöð yfir því að brottvísun Oscars hafi verið frestað. Ekki hefur náðst í Víði Reynisson vegna málsins.
Mál Oscars frá Kólumbíu Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Börn og uppeldi Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira