Um 160 fatlaðir starfsmenn hjá Ás styrktarfélagi í Kópavogi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. júní 2025 21:05 Eitt af fallegu verkunum, hjá starfsmönnunum í Ögurhvarfi 6 í Kópavogi Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil starfsemi fer fram hjá Ás styrktarfélagi í Kópavogi en þar vinna um 160 fatlaðir starfsmenn við fjölbreytt störf. Endurnýting á hlutum er stór hluti af starfseminni þar sem hlutum, sem er hent er breytt í nytsamlega hluti, Ás styrktarfélag er með starfsemi sína í Ögurhvarfi 6 í Kópavogi þar sem eru þrír vinnusalir og verslun með munum, sem búnir eru til að staðnum. Verkefnin eru fjölbreytt, sem unnin eru á þessum flotta og skemmtilega vinnustað. „Þetta er vinnustaður, Vinna og virkni köllum við þetta og hér erum við að framleiða ýmsar flottar vörur. Við erum með textíl og smiðju, keramik, smíðastofu og ótrúlega mikið af flottu og skemmtilegu starfsfólki,“ segir Halldóra Kolka B. Ísberg, deildarstjóri Ás vinnustofu. Halldóra segir að allir starfsmenn eiga sitt heimasvæði þar sem verkin eru unnin og svo fer fólkið líka á milli svæða þannig að allir fái að prófa reglulega að vinna á starfsstöðvunum. „Afrakstur vinnunnar erum við svo að selja á vormarkaðnum núna á fimmtudaginn og eins á jólamarkaðnum, og ég hvet fólk til að koma á fimmtudaginn því að það er mjög margt fallegt hérna og mikil vinna lögð í vörurnar hérna hjá okkur,“ segir Dísa Ragnheiður Tómasdóttir, rekstrarstjóri Ás styrktarfélags. Dísa Ragnheiður Tómasdóttir, rekstrarstjóri Ás styrktarfélags (t.h.) og Halldóra Kolka B. Ísberg, deildarstjóri vinnustaðarins, sem eru alltaf svo hressar og kátar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Endurvinnsla er stór hluti af starfsemi vinnustaðarins. „Heyrðu, við erum að sauma úr endurunnu efni. Við fengum hérna gallabuxur og erum með útsaum frá fólkinu okkar. Við eigum að sjálfsögðu að gera miklu meira að því að endurvinna hluti,“ segir Rakel Mjöll Guðmundsdóttir, stuðningsráðgjafi. Og á textílsvæðinu er verið að vinna ótrúlega fallega hluti eins og sést á veggnum. „Mig langar að sýna þér eins og bara þetta hérna. Það er einhver sem getur gert grunninn og svo er einhver, sem teiknar myndina, einhver, sem setur hana á, einhver sem þæfir hana og einhver, sem klárar hana. Þannig að það eru margar hendur, sem koma að einu verki. Þetta er ekki gert á einum degi,“ segir Þórey Gylfadóttir, hópstjóri yfir textíl vinnusvæðinu. Þórey Gylfadóttir, hópstjóri yfir textíl vinnusvæðinu en þar er verið að gera frábæra hluti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Á staðnum eru um 160 starfsmenn að vinna og það eru allir svo kátir og hressir. Það er alltaf meira en nóg að gera í kertagerðinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er mest gaman er að setjast niður og vinna og bara spjalla við fólkið hérna, það er alltaf svo mikið fjör hérna,” segir Sigrún Jónsdóttir, starfsmaður hjá Ás styrktarfélagi. „Ég er að þæfa og það gengur bara vel”, segir Anna Líf Bjarnadóttir, starfsmaður hjá Ás styrktarfélagi. Í lokin má geta þess að sumarmarkaður Ás styrktarfélags verður haldinn fimmtudaginn 5. júní í Ögurhvarfinu frá klukkan 13:00 til 15:30. Sumarmarkaður verður haldinn fimmtudaginn 5. júní þar sem allir eru velkomnir að mæta á staðinn og gera góð kaup. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kópavogur Ferðaþjónusta fatlaðra Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
Ás styrktarfélag er með starfsemi sína í Ögurhvarfi 6 í Kópavogi þar sem eru þrír vinnusalir og verslun með munum, sem búnir eru til að staðnum. Verkefnin eru fjölbreytt, sem unnin eru á þessum flotta og skemmtilega vinnustað. „Þetta er vinnustaður, Vinna og virkni köllum við þetta og hér erum við að framleiða ýmsar flottar vörur. Við erum með textíl og smiðju, keramik, smíðastofu og ótrúlega mikið af flottu og skemmtilegu starfsfólki,“ segir Halldóra Kolka B. Ísberg, deildarstjóri Ás vinnustofu. Halldóra segir að allir starfsmenn eiga sitt heimasvæði þar sem verkin eru unnin og svo fer fólkið líka á milli svæða þannig að allir fái að prófa reglulega að vinna á starfsstöðvunum. „Afrakstur vinnunnar erum við svo að selja á vormarkaðnum núna á fimmtudaginn og eins á jólamarkaðnum, og ég hvet fólk til að koma á fimmtudaginn því að það er mjög margt fallegt hérna og mikil vinna lögð í vörurnar hérna hjá okkur,“ segir Dísa Ragnheiður Tómasdóttir, rekstrarstjóri Ás styrktarfélags. Dísa Ragnheiður Tómasdóttir, rekstrarstjóri Ás styrktarfélags (t.h.) og Halldóra Kolka B. Ísberg, deildarstjóri vinnustaðarins, sem eru alltaf svo hressar og kátar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Endurvinnsla er stór hluti af starfsemi vinnustaðarins. „Heyrðu, við erum að sauma úr endurunnu efni. Við fengum hérna gallabuxur og erum með útsaum frá fólkinu okkar. Við eigum að sjálfsögðu að gera miklu meira að því að endurvinna hluti,“ segir Rakel Mjöll Guðmundsdóttir, stuðningsráðgjafi. Og á textílsvæðinu er verið að vinna ótrúlega fallega hluti eins og sést á veggnum. „Mig langar að sýna þér eins og bara þetta hérna. Það er einhver sem getur gert grunninn og svo er einhver, sem teiknar myndina, einhver, sem setur hana á, einhver sem þæfir hana og einhver, sem klárar hana. Þannig að það eru margar hendur, sem koma að einu verki. Þetta er ekki gert á einum degi,“ segir Þórey Gylfadóttir, hópstjóri yfir textíl vinnusvæðinu. Þórey Gylfadóttir, hópstjóri yfir textíl vinnusvæðinu en þar er verið að gera frábæra hluti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Á staðnum eru um 160 starfsmenn að vinna og það eru allir svo kátir og hressir. Það er alltaf meira en nóg að gera í kertagerðinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er mest gaman er að setjast niður og vinna og bara spjalla við fólkið hérna, það er alltaf svo mikið fjör hérna,” segir Sigrún Jónsdóttir, starfsmaður hjá Ás styrktarfélagi. „Ég er að þæfa og það gengur bara vel”, segir Anna Líf Bjarnadóttir, starfsmaður hjá Ás styrktarfélagi. Í lokin má geta þess að sumarmarkaður Ás styrktarfélags verður haldinn fimmtudaginn 5. júní í Ögurhvarfinu frá klukkan 13:00 til 15:30. Sumarmarkaður verður haldinn fimmtudaginn 5. júní þar sem allir eru velkomnir að mæta á staðinn og gera góð kaup. Magnús Hlynur Hreiðarsson
Kópavogur Ferðaþjónusta fatlaðra Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira