Teikn á lofti þegar kemur að áfengisneyslu unglinga Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 16. júní 2025 12:52 Árni Guðmundsson formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum segir teikn á lofti um að áfengisneysla unglinga sé að aukast. Vísir/Vilhelm Teikn á lofti eru um að áfengisneysla meðal unglinga sé að aukast. Þetta segir formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum en hann furðar sig á að fimm árum eftir að netsala áfengis var kærð til lögreglu sé enn engin niðurstaða komin í málið. Eftir hádegi standa samtökin Fræðsla og forvarnir – félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum fyrir málþingi um áfengi og lýðheilsu. Dagurinn í dag var valinn þar sem hálfur áratugur er nú síðan að ÁTVR kærði netsöluaðila áfengis en enn hefur engin niðurstaða fengist í málið. Árni Guðmundsson formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum er einn þeirra sem heldur erindi á málþinginu. „Við erum að glíma við það að það eru engin viðbrögð við ólöglegri áfengissölu á Íslandi og það náttúrulega setur allt á endann í öllu sem kallast íslenskt forvarnarstarf og ógn við til dæmis það sem við köllum íslenska módelið í forvörnum. Þannig við erum að brýna bæði fyrir almenningi og yfirvöldum að við þurfum að láta okkur þessi mál varða. Auðvitað þurfa opinberir aðilar eins og lögreglan að taka á málum og ekki láta fólk bíða í hálfan áratug eftir niðurstöðu í einföldu máli um ólöglega áfengissölu.“ Árni segir áhyggjuefni að vísbendingar séu um að áfengisneysla unglinga sé að aukast á ný. „Ég er sjálfur tengdur æskulýðsbransanum og félagsmiðstöðvunum og því yndislega umhverfi öllu saman og þar heyrir maður raddir meðal fólks að til dæmis áfengisneysla unglinga að það eru svona teikn á lofti um það að hún sé að aukast mikið og jafnvel verulega.“ Hann segir skýringar á aukningunni geta verið ýmsar. „Það er þannig að ungt fólk, börn og ungmenni, fá engan frið fyrir áfengisiðnaðinum. Nú er byrjað að selja áfengi á íþróttakappleikjum og það eru lausatök á ýmsu og það þarf auðvitað að brýna okkur öll bæði foreldrasamfélagið og yfirvöld og aðrar til þess að halda utan um þennan málaflokk af einhverri reisn þannig að þetta fari ekki tóma vitleysu.“ Aðgangur að málþinginu er ókeypis en það fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins milli eitt og þrjú í dag. Áfengi Áfengi í íþróttastarfi Börn og uppeldi Tengdar fréttir Tökum höndum saman áður en það er of seint Á fundi fræðsluráðs Hafnarfjarðar þann 28. maí 2025 lagði ég fram fyrirspurn um stöðu barna og ungmenna í Hafnarfirði með áherslu á forvarnir. Áhyggjur hafa komið fram í samfélaginu vegna aukins ofbeldis, áfengisneyslu og notkunar annarra vímu- og hugbreytandi efna meðal ungmenna. 12. júní 2025 12:16 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Eftir hádegi standa samtökin Fræðsla og forvarnir – félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum fyrir málþingi um áfengi og lýðheilsu. Dagurinn í dag var valinn þar sem hálfur áratugur er nú síðan að ÁTVR kærði netsöluaðila áfengis en enn hefur engin niðurstaða fengist í málið. Árni Guðmundsson formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum er einn þeirra sem heldur erindi á málþinginu. „Við erum að glíma við það að það eru engin viðbrögð við ólöglegri áfengissölu á Íslandi og það náttúrulega setur allt á endann í öllu sem kallast íslenskt forvarnarstarf og ógn við til dæmis það sem við köllum íslenska módelið í forvörnum. Þannig við erum að brýna bæði fyrir almenningi og yfirvöldum að við þurfum að láta okkur þessi mál varða. Auðvitað þurfa opinberir aðilar eins og lögreglan að taka á málum og ekki láta fólk bíða í hálfan áratug eftir niðurstöðu í einföldu máli um ólöglega áfengissölu.“ Árni segir áhyggjuefni að vísbendingar séu um að áfengisneysla unglinga sé að aukast á ný. „Ég er sjálfur tengdur æskulýðsbransanum og félagsmiðstöðvunum og því yndislega umhverfi öllu saman og þar heyrir maður raddir meðal fólks að til dæmis áfengisneysla unglinga að það eru svona teikn á lofti um það að hún sé að aukast mikið og jafnvel verulega.“ Hann segir skýringar á aukningunni geta verið ýmsar. „Það er þannig að ungt fólk, börn og ungmenni, fá engan frið fyrir áfengisiðnaðinum. Nú er byrjað að selja áfengi á íþróttakappleikjum og það eru lausatök á ýmsu og það þarf auðvitað að brýna okkur öll bæði foreldrasamfélagið og yfirvöld og aðrar til þess að halda utan um þennan málaflokk af einhverri reisn þannig að þetta fari ekki tóma vitleysu.“ Aðgangur að málþinginu er ókeypis en það fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins milli eitt og þrjú í dag.
Áfengi Áfengi í íþróttastarfi Börn og uppeldi Tengdar fréttir Tökum höndum saman áður en það er of seint Á fundi fræðsluráðs Hafnarfjarðar þann 28. maí 2025 lagði ég fram fyrirspurn um stöðu barna og ungmenna í Hafnarfirði með áherslu á forvarnir. Áhyggjur hafa komið fram í samfélaginu vegna aukins ofbeldis, áfengisneyslu og notkunar annarra vímu- og hugbreytandi efna meðal ungmenna. 12. júní 2025 12:16 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Tökum höndum saman áður en það er of seint Á fundi fræðsluráðs Hafnarfjarðar þann 28. maí 2025 lagði ég fram fyrirspurn um stöðu barna og ungmenna í Hafnarfirði með áherslu á forvarnir. Áhyggjur hafa komið fram í samfélaginu vegna aukins ofbeldis, áfengisneyslu og notkunar annarra vímu- og hugbreytandi efna meðal ungmenna. 12. júní 2025 12:16