Ótækt að íþróttafélögin selji áfengi án leyfis Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 16. júní 2025 20:02 Aðeins Valur, KR, Breiðablik, FH, Stjarnan, Fram, HK og Haukar hafa leyfi til að selja áfengi í húsum sínum en ekkert þeirra er með leyfi fyrir útiveitingum. Fleiri félög selja áfengi á íþróttaviðburðum. Grafík/Heiðar Forseti ÍSÍ segir ótækt að íþróttafélögin selji áfengi á íþróttaviðburðum án þess að hafa til þess leyfi. Innan við helmingur félaga á höfuðborgarsvæðinu má selja áfengi og ekkert þeirra er með útiveitingaleyfi. Heilbrigðisráðherra segir að skýra þurfi reglur. Á málþingi í dag um áfengi og lýðheilsu var stefna stjórnvalda rædd í áfengis- og vímuvörnum og íþróttahreyfingin og forvarnir. Nýkjörinn forseti Íþrótta og Ólympíusambands Íslands var einn þeirra sem var með erindi á málþinginu þar sem hann kom meðal annars inn á áfengissölu á íþróttaviðburðum. Á nýafstöðnu íþróttaþingi var samþykkt að ÍSÍ tæki forystu í að móta samræmdar reglur og stefnu um áfengisveitingar á íþróttaviðburðum. „Það er þörf á því að þétta regluverkið í kringum þetta skerpa svona á þessum helstu atriðum að draga úr sýnileika og aðgengi og við fylgjum svona þeirri staðreynd og þekkingu sem við höfum um það hvernig megi draga úr neyslu í stóra samhengi lýðheilsunnar.“ Willum Þór Þórsson, formaður Íþróttasambands Íslands.Vísir/Anton Þeir sem ætla sér að selja áfengi þurfa rekstrarleyfi eða tækisfærileyfi en sótt er um þau hjá sýslumönnum. Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hafa borist umsóknar frá íþróttafélögunum um slík leyfi. Á lista sem fréttastofa fékk frá embættinu, yfir sautján íþróttafélög, eru aðeins átta með rekstarleyfi og eitt með umsókn í ferli. Félögin átta eru Valur, KR, Breiðablik, FH, Stjarnan, Fram, HK og Haukar. Ekkert þessara átta félaga sem eru með leyfi eru hins vegar með útiveitingaleyfi sem þýðir að ekki má drekka áfengi í stúkunni úti. Dæmi eru um að önnur félög hafi fengið tímabundin leyfi fyrir einstaka viðburði eins og karla- og kvennakvöld og þorrablót, eða að umsóknum einhverra félaga hafi verið hafnað. Þá eru leyfi mismunandi eftir félögum upp á fjölda þeirra sem má afgreiða og hvar í húsunum. Flest leyfanna gilda aðeins fyrir samkomusali og veitinga- og kaffihús og í sumum tilfellum gilda leyfin aðeins fyrir hundrað gesti. Þá eru dæmi um að félög sem eru með engin leyfi séu að selja áfengi á leikjum hjá sér. „Það er auðvitað ótæk og við þurfum auðvitað bara að fara yfir þetta og það er auðvitað meðal annars það sem ákall þingsins er um að fara í þessa vinnu þannig að það sé skýrt hvernig við viljum hafa þetta í tengslum við þessa stóru íþróttaviðburði.“ Alma Möller heilbrigðisráðherra fagnar því að nýr forseti ÍSÍ sé að skoða málin. „Mér finnast áfengi og íþróttir ekki fara saman því að þarna eru oft börn og þarna er í rauninni verið að normalisera áfengisneyslu og það er engin klisja að það þarf ekkert alltaf að vera vín. Það þarf að skýra reglur og sérstaklega þarf að vernda börn og ungmenni.“ Áfengi Áfengi í íþróttastarfi Börn og uppeldi Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Fleiri fréttir Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Sjá meira
Á málþingi í dag um áfengi og lýðheilsu var stefna stjórnvalda rædd í áfengis- og vímuvörnum og íþróttahreyfingin og forvarnir. Nýkjörinn forseti Íþrótta og Ólympíusambands Íslands var einn þeirra sem var með erindi á málþinginu þar sem hann kom meðal annars inn á áfengissölu á íþróttaviðburðum. Á nýafstöðnu íþróttaþingi var samþykkt að ÍSÍ tæki forystu í að móta samræmdar reglur og stefnu um áfengisveitingar á íþróttaviðburðum. „Það er þörf á því að þétta regluverkið í kringum þetta skerpa svona á þessum helstu atriðum að draga úr sýnileika og aðgengi og við fylgjum svona þeirri staðreynd og þekkingu sem við höfum um það hvernig megi draga úr neyslu í stóra samhengi lýðheilsunnar.“ Willum Þór Þórsson, formaður Íþróttasambands Íslands.Vísir/Anton Þeir sem ætla sér að selja áfengi þurfa rekstrarleyfi eða tækisfærileyfi en sótt er um þau hjá sýslumönnum. Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hafa borist umsóknar frá íþróttafélögunum um slík leyfi. Á lista sem fréttastofa fékk frá embættinu, yfir sautján íþróttafélög, eru aðeins átta með rekstarleyfi og eitt með umsókn í ferli. Félögin átta eru Valur, KR, Breiðablik, FH, Stjarnan, Fram, HK og Haukar. Ekkert þessara átta félaga sem eru með leyfi eru hins vegar með útiveitingaleyfi sem þýðir að ekki má drekka áfengi í stúkunni úti. Dæmi eru um að önnur félög hafi fengið tímabundin leyfi fyrir einstaka viðburði eins og karla- og kvennakvöld og þorrablót, eða að umsóknum einhverra félaga hafi verið hafnað. Þá eru leyfi mismunandi eftir félögum upp á fjölda þeirra sem má afgreiða og hvar í húsunum. Flest leyfanna gilda aðeins fyrir samkomusali og veitinga- og kaffihús og í sumum tilfellum gilda leyfin aðeins fyrir hundrað gesti. Þá eru dæmi um að félög sem eru með engin leyfi séu að selja áfengi á leikjum hjá sér. „Það er auðvitað ótæk og við þurfum auðvitað bara að fara yfir þetta og það er auðvitað meðal annars það sem ákall þingsins er um að fara í þessa vinnu þannig að það sé skýrt hvernig við viljum hafa þetta í tengslum við þessa stóru íþróttaviðburði.“ Alma Möller heilbrigðisráðherra fagnar því að nýr forseti ÍSÍ sé að skoða málin. „Mér finnast áfengi og íþróttir ekki fara saman því að þarna eru oft börn og þarna er í rauninni verið að normalisera áfengisneyslu og það er engin klisja að það þarf ekkert alltaf að vera vín. Það þarf að skýra reglur og sérstaklega þarf að vernda börn og ungmenni.“
Áfengi Áfengi í íþróttastarfi Börn og uppeldi Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Fleiri fréttir Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent