Styrktarforeldrið Hafdís er fundin Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 18. júní 2025 12:01 Ambika lét fylgja með mynd af kortum sem Hafdís hafði sent henni í gegnum árin. Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi SOS barnaþorpa, hefur nú fundið Hafdísi. Samsett Styrktarforeldrið Hafdís sem auglýst var eftir á Facebook-síðu SOS barnaþorpa er fundin. Ambika, indversk kona, sem Hafdís styrkti í tíu ár er á leið til Íslands þar sem þær munu hittast í fyrsta skipti. Færsla á Facebook-síðu SOS barnaþorpa vakti mikla athygli en þar var auglýst eftir Hafdísi sem hafði verið styrktarforeldri indverskrar konu að nafni Ambika. Þar segir að Ambika sé nú á leið til Íslands með eiginmanni sínum. „Hana langar afar mikið að hitta Hafdísi til að þakka henni stuðninginn og kortasendingarnar í öll þessi ár,“ segir í færslunni. „Það var í mars eða apríl sem við fáum skilaboð í gegnum Instagram reikninginn okkar og þar er þessi kona sem heitir Ambika og hafði alist upp í SOS barnaþorpi í Greenfields í útjaðri Delí á Indlandi,“ segir Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi SOS barnaþorpa, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni. Með skilaboðum Ambika hafði hún látið fylgja mynd af kortunum sem hún hafði fengið frá Hafdísi í gegnum árin. Starfsfólk SOS barnaþorpa á Íslandi leitaði í tölvukerfum sínum en engar upplýsingar hafi fundist um styrktarforeldri að nafni Hafdís. Það var þá sem Hans Steinar ákvað að birta færsluna á Facebook. „Svo vakna ég í gærmorgun og ég sé að það er komið hellingur af ábendingum og skilaboðum. Það er ein ábendingin þarna sem að mér finnst mjög sterk og líkleg. Það er kona sem sendir ábendingu um eina sem heitir Hafdís að millinafni, en með annað fornafn. Ég fletti henni upp og sé að hún hefur verið að styrkja á Indlandi og í Greenfields,“ segir hann. „Þetta gerist ekki oft“ Hans Steinar hafði samband við Hafdísi sem var í sumarbústað er hann í náði í hana og hafði ekkert frétt af málinu. „Þetta er kona um sjötugt og hún kom algjörlega af fjöllum og var eiginlega í áfalli, jákvæðu áfalli. Hún sagði við mig í lok að hún væri rosalega ánægð og spennt því hún hafði verið virkilega áhugasöm um framfarir þessarar stúlku. Hún hafði virkilegan áhuga og verulega umhyggju fyrir henni.“ Hafdís og Ambika munu því að öllu óbreyttu hittast nú í sumar og hefur Hans Steinar fengið leyfi til að vera viðstaddur. Að hans sögn eru svona mál alveg einstök. „Þetta gerist ekki oft. Nánast aldrei. Hins vegar gerist ýmislegt svona án okkar vitundar. Það verða svona samskipti á milli barnanna þegar þau eru orðin ungmenni og treysta sér til að skrifast á.“ Hins vegar séu til dæmi um að styrktarforeldrar og börnin hittist án vitundar starfsfólk SOS barnaþorpa. Til að mynda hafi kona frá Vestur-Afríku heimsótt Ísland og maður frá Brasilíu. „Mari Järsk, ofurhlaupari, er þekktasta dæmið, það voru samskipti sem áttu sér stað án okkar vitundar sem urðu til þess að hún flutti hingað. Hún ólst upp í barnaþorpi í Eistlandi,“ segir Hans Steinar. Hjálparstarf Góðverk Indland Bítið Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Fleiri fréttir Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Sjá meira
Færsla á Facebook-síðu SOS barnaþorpa vakti mikla athygli en þar var auglýst eftir Hafdísi sem hafði verið styrktarforeldri indverskrar konu að nafni Ambika. Þar segir að Ambika sé nú á leið til Íslands með eiginmanni sínum. „Hana langar afar mikið að hitta Hafdísi til að þakka henni stuðninginn og kortasendingarnar í öll þessi ár,“ segir í færslunni. „Það var í mars eða apríl sem við fáum skilaboð í gegnum Instagram reikninginn okkar og þar er þessi kona sem heitir Ambika og hafði alist upp í SOS barnaþorpi í Greenfields í útjaðri Delí á Indlandi,“ segir Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi SOS barnaþorpa, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni. Með skilaboðum Ambika hafði hún látið fylgja mynd af kortunum sem hún hafði fengið frá Hafdísi í gegnum árin. Starfsfólk SOS barnaþorpa á Íslandi leitaði í tölvukerfum sínum en engar upplýsingar hafi fundist um styrktarforeldri að nafni Hafdís. Það var þá sem Hans Steinar ákvað að birta færsluna á Facebook. „Svo vakna ég í gærmorgun og ég sé að það er komið hellingur af ábendingum og skilaboðum. Það er ein ábendingin þarna sem að mér finnst mjög sterk og líkleg. Það er kona sem sendir ábendingu um eina sem heitir Hafdís að millinafni, en með annað fornafn. Ég fletti henni upp og sé að hún hefur verið að styrkja á Indlandi og í Greenfields,“ segir hann. „Þetta gerist ekki oft“ Hans Steinar hafði samband við Hafdísi sem var í sumarbústað er hann í náði í hana og hafði ekkert frétt af málinu. „Þetta er kona um sjötugt og hún kom algjörlega af fjöllum og var eiginlega í áfalli, jákvæðu áfalli. Hún sagði við mig í lok að hún væri rosalega ánægð og spennt því hún hafði verið virkilega áhugasöm um framfarir þessarar stúlku. Hún hafði virkilegan áhuga og verulega umhyggju fyrir henni.“ Hafdís og Ambika munu því að öllu óbreyttu hittast nú í sumar og hefur Hans Steinar fengið leyfi til að vera viðstaddur. Að hans sögn eru svona mál alveg einstök. „Þetta gerist ekki oft. Nánast aldrei. Hins vegar gerist ýmislegt svona án okkar vitundar. Það verða svona samskipti á milli barnanna þegar þau eru orðin ungmenni og treysta sér til að skrifast á.“ Hins vegar séu til dæmi um að styrktarforeldrar og börnin hittist án vitundar starfsfólk SOS barnaþorpa. Til að mynda hafi kona frá Vestur-Afríku heimsótt Ísland og maður frá Brasilíu. „Mari Järsk, ofurhlaupari, er þekktasta dæmið, það voru samskipti sem áttu sér stað án okkar vitundar sem urðu til þess að hún flutti hingað. Hún ólst upp í barnaþorpi í Eistlandi,“ segir Hans Steinar.
Hjálparstarf Góðverk Indland Bítið Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Fleiri fréttir Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Sjá meira