Áframhaldandi landris í Svartsengi Atli Ísleifsson skrifar 19. júní 2025 07:57 Aðeins rúmur helmingur þess kvikumagns sem var í hólfinu undir Svartsengi í apríl hefur safnast aftur. Vísir/Arnar Áframhaldandi landris mælist í Svartsengi en það hefur hins vegar hægt á sér. Líkur á eldgosi munu aukast með haustinu, ef kvikusöfnun heldur áfram. Aðeins rúmur helmingur þess kvikumagns sem var í hólfinu undir Svartsengi í apríl hefur safnast aftur. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofunnar sem birt var í gær þar sem segir framvindunni á Reykjanesskaga. Þar segir að jarðskjálftavirkni sé stöðug á svæðinu og hafa að meðaltali verið um tíu smáskjálftar á dag. Hættumatskort hefur verið breytt með litlum breytingum og gildir það að óbreyttu til 15. júlí næstkomandi. „Aflögunargögn (GPS) sýna áframhaldandi landris í Svartsengi en dregið hefur úr hraða þess undanfarnar vikur. Vísindamenn Veðurstofunnar telja að líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi aukist með haustinu ef kvikusöfnun heldur áfram. Gert er ráð fyrir að sambærilegt magn kviku þurfi að safnast fyrir og í fyrri atburðum við Sundhnjúksgígaröðina,“ segir í tilkynningunni. Fram kemur að jarðskjálftavirkni hafi verið stöðug síðustu vikur, með um tíu smáskjálfta að meðaltali á dag. Flestir skjálftar séu staðsettir norðan við Grindavík. „Þótt eldgosið 1. apríl 2025 hafi verið langminnsta gosið hingað til á Sundhnjúksgígaröðinni þegar kemur að hraunrennsli, var atburðarásin umfangsmikil. Stærsti hluti atburðarins fólst í kvikuinnskoti sem fór til norðurs og náði allt norður fyrir Keili. Innskotið var sambærilegt því sem átti sér stað 10. nóvember 2023, nema að þá stefndi kvikuinnskotið að mestu til suðurs og náði undir Grindavík. Atburðurinn 1. apríl var því sá næststærsti á Sundhnjúkagígaröðinni þar sem einungis innskotið 10. nóvember 2023 var stærra. Aflögunarmynstur við kvikuhlaup Aflögunin sem mælist í kvikuhlaupum einkennist af sigdal sem myndast beint ofan á innskotinu. Sitt hvoru megin við ganginn færist jarðskorpan út frá því og lyftist (sjá FAGD GPS stöðina á mynd 3). Samhliða þessu mælist sig í Svartsengi þar sem kvika flæðir út úr kvikuhólfinu og fylgir kvikuganginum. Aflögunarmælingar nærri Svartsengi sýna því hvort tveggja: sig vegna kviku sem flæðir frá hólfinu undir Svartsengi og landris vegna myndunar kvikugangsins Á GPS stöðinni SENG (mynd 2) sést sig en miklu minna sig heldur en kvikuflæðið undan svartsengi veldur vegna áhrifa kvikugangsins. Þegar svo líkön eru gerð af kvikusöfnun undir Svartsengi þarf að leiðrétta fyrir aflögun sem verður þegar kvikugangur myndast. Vegna þessara áhrifa kvikugangsins hefur landris umhverfis Svartsengi nú þegar náð sömu stöðu og var fyrir 1. apríl. Hins vegar hefur aðeins rúmlega helmingur þess kvikumagns sem fór úr hólfinu þá safnast aftur í það (sjá mynd 1). Uppfært hættumat Hættumatskort hefur verið uppfært og gildir nú til 15. júlí 2025, að öllu óbreyttu. Smávægilegar breytingar hafa verið gerðar frá fyrri útgáfu: Kortið gildir til 15. júlí 2025, að öllu óbreyttu.Veðurstofan Svæðið milli Vogaheiðar og Fagradals-Hagafells hefur verið fært úr flokki „nokkur hætta“ yfir í „lítil hætta“. Ástæða breytingarinnar eru leiðréttingar á vægi matsins varðandi mögulega gossprungu á svæðinu Sama á við suðvesturenda A-svæðis (Grindavík), þar sem hættumat hefur verið lækkað á sömu forsendum. Hætta vegna jarðfalls ofan í sprungu er nú metin möguleg á C-svæði (Vogar). Breytingin byggir á nýjum upplýsingum um sprungur sem mynduðust í kjölfar kvikugangsins 1. apríl og uppgötvuðust nýlega. Kvikugangurinn 1. apríl náði mun lengra til norðausturs, út fyrir Stóra Skógfell, en áður hafði sést. Þar hafa minni háttar sprungur nú greinst í suðausturhorni svæðisins. Mikilvægt að hafa í huga Hættumatskortið lýsir hættum sem eru nú þegar til staðar á svæðinu, sem og þeim sem gætu skapast við hugsanlega áframhaldandi virkni í Svartsengjakerfinu. Kortið gildir til 15. júlí 2025, að öllu óbreyttu, og næsta fréttauppfærsla verður 1. júlí,“ segir í tilkynningunni. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofunnar sem birt var í gær þar sem segir framvindunni á Reykjanesskaga. Þar segir að jarðskjálftavirkni sé stöðug á svæðinu og hafa að meðaltali verið um tíu smáskjálftar á dag. Hættumatskort hefur verið breytt með litlum breytingum og gildir það að óbreyttu til 15. júlí næstkomandi. „Aflögunargögn (GPS) sýna áframhaldandi landris í Svartsengi en dregið hefur úr hraða þess undanfarnar vikur. Vísindamenn Veðurstofunnar telja að líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi aukist með haustinu ef kvikusöfnun heldur áfram. Gert er ráð fyrir að sambærilegt magn kviku þurfi að safnast fyrir og í fyrri atburðum við Sundhnjúksgígaröðina,“ segir í tilkynningunni. Fram kemur að jarðskjálftavirkni hafi verið stöðug síðustu vikur, með um tíu smáskjálfta að meðaltali á dag. Flestir skjálftar séu staðsettir norðan við Grindavík. „Þótt eldgosið 1. apríl 2025 hafi verið langminnsta gosið hingað til á Sundhnjúksgígaröðinni þegar kemur að hraunrennsli, var atburðarásin umfangsmikil. Stærsti hluti atburðarins fólst í kvikuinnskoti sem fór til norðurs og náði allt norður fyrir Keili. Innskotið var sambærilegt því sem átti sér stað 10. nóvember 2023, nema að þá stefndi kvikuinnskotið að mestu til suðurs og náði undir Grindavík. Atburðurinn 1. apríl var því sá næststærsti á Sundhnjúkagígaröðinni þar sem einungis innskotið 10. nóvember 2023 var stærra. Aflögunarmynstur við kvikuhlaup Aflögunin sem mælist í kvikuhlaupum einkennist af sigdal sem myndast beint ofan á innskotinu. Sitt hvoru megin við ganginn færist jarðskorpan út frá því og lyftist (sjá FAGD GPS stöðina á mynd 3). Samhliða þessu mælist sig í Svartsengi þar sem kvika flæðir út úr kvikuhólfinu og fylgir kvikuganginum. Aflögunarmælingar nærri Svartsengi sýna því hvort tveggja: sig vegna kviku sem flæðir frá hólfinu undir Svartsengi og landris vegna myndunar kvikugangsins Á GPS stöðinni SENG (mynd 2) sést sig en miklu minna sig heldur en kvikuflæðið undan svartsengi veldur vegna áhrifa kvikugangsins. Þegar svo líkön eru gerð af kvikusöfnun undir Svartsengi þarf að leiðrétta fyrir aflögun sem verður þegar kvikugangur myndast. Vegna þessara áhrifa kvikugangsins hefur landris umhverfis Svartsengi nú þegar náð sömu stöðu og var fyrir 1. apríl. Hins vegar hefur aðeins rúmlega helmingur þess kvikumagns sem fór úr hólfinu þá safnast aftur í það (sjá mynd 1). Uppfært hættumat Hættumatskort hefur verið uppfært og gildir nú til 15. júlí 2025, að öllu óbreyttu. Smávægilegar breytingar hafa verið gerðar frá fyrri útgáfu: Kortið gildir til 15. júlí 2025, að öllu óbreyttu.Veðurstofan Svæðið milli Vogaheiðar og Fagradals-Hagafells hefur verið fært úr flokki „nokkur hætta“ yfir í „lítil hætta“. Ástæða breytingarinnar eru leiðréttingar á vægi matsins varðandi mögulega gossprungu á svæðinu Sama á við suðvesturenda A-svæðis (Grindavík), þar sem hættumat hefur verið lækkað á sömu forsendum. Hætta vegna jarðfalls ofan í sprungu er nú metin möguleg á C-svæði (Vogar). Breytingin byggir á nýjum upplýsingum um sprungur sem mynduðust í kjölfar kvikugangsins 1. apríl og uppgötvuðust nýlega. Kvikugangurinn 1. apríl náði mun lengra til norðausturs, út fyrir Stóra Skógfell, en áður hafði sést. Þar hafa minni háttar sprungur nú greinst í suðausturhorni svæðisins. Mikilvægt að hafa í huga Hættumatskortið lýsir hættum sem eru nú þegar til staðar á svæðinu, sem og þeim sem gætu skapast við hugsanlega áframhaldandi virkni í Svartsengjakerfinu. Kortið gildir til 15. júlí 2025, að öllu óbreyttu, og næsta fréttauppfærsla verður 1. júlí,“ segir í tilkynningunni.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira