Krísa í Kattholti: Fólk losar sig við ketti á sumrin Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. júní 2025 13:00 Kattholt er nú yfirfullt af köttum. Vísir/Kristín Kattholt er þessa dagana yfirfullt af heimilislausum kisum og leita forsvarsmenn þess nú á náðir almennings um kattamat, kattasand og annað kattadót sem geti nýst við starfsemina. Rekstrarstýra segir fjöldann mega rekja til sumarsins en þá sé það algengara að eigendur losi sig við dýrin. Kattaathvarfið Kattholt sem um árabil hefur verið rekið í Árbænum í Reykjavík af Kattavinafélagi Íslands er nú yfirfullt af heimilislausum köttum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum þar sem jafnframt er óskað eftir öllum þeim kattamati, kattasandi og klórustaurum sem almenningur kunni að búa yfir. Ninja Dögg Torfadóttir rekstrarstýra Kattholts segir fjölda heimilislausra katta mega rekja til árstímans. „Núna er sumartíminn og því miður er það þannig að fólk er að ferðast og þetta er tíminn sem þau hafa ekki tíma fyrir dýrin sín og þetta er tími sem Kattholt fyllist yfirleitt. Núna er ástandið þannig að allur matur hjá okkur er að verða búinn og við erum að reyna eins og við getum að hugsa eins vel um kisurnar og hægt er og við þurfum smá hjálp, staðan er bara þannig, því miður.“ Ninja segir allan stuðning vel þeginn. „Kisurnar sem eru núna hjá okkur í athvarfinu eru flestallar kisur sem munu svo í framtíðinni leita sér að nýjum eigendum en eins og staðan er hjá okkur núna eru margar kisur sem eru mjög hræddar og þurfa meiri aðlögun. Við erum að vinna í því. Okkur vantar fósturheimili, okkur vantar líka bara sjálfboðaliða til að koma, höfum haft yndislega sjálfboðaliða sem koma og eru að tala við kisurnar, til þess að bara manna þær og til þess að þær fái tækifæri til þess að fara á heimili.“ Fjöldinn í Kattholti sé í takt við árstímann. „Það er eins og á sumrin sé bara fólk sem vilji, losa sig við dýrin, mér finnst leiðinlegt að segja það en það er bara þannig að þetta er bara tíminn sem fólk er önnum kafið og þá fara dýrin eitthvert annað, það er bara þannig, þau eru ekki númer eitt, tvö og þrjú oft.“ Kettir Gæludýr Dýr Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Fleiri fréttir Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Sjá meira
Kattaathvarfið Kattholt sem um árabil hefur verið rekið í Árbænum í Reykjavík af Kattavinafélagi Íslands er nú yfirfullt af heimilislausum köttum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum þar sem jafnframt er óskað eftir öllum þeim kattamati, kattasandi og klórustaurum sem almenningur kunni að búa yfir. Ninja Dögg Torfadóttir rekstrarstýra Kattholts segir fjölda heimilislausra katta mega rekja til árstímans. „Núna er sumartíminn og því miður er það þannig að fólk er að ferðast og þetta er tíminn sem þau hafa ekki tíma fyrir dýrin sín og þetta er tími sem Kattholt fyllist yfirleitt. Núna er ástandið þannig að allur matur hjá okkur er að verða búinn og við erum að reyna eins og við getum að hugsa eins vel um kisurnar og hægt er og við þurfum smá hjálp, staðan er bara þannig, því miður.“ Ninja segir allan stuðning vel þeginn. „Kisurnar sem eru núna hjá okkur í athvarfinu eru flestallar kisur sem munu svo í framtíðinni leita sér að nýjum eigendum en eins og staðan er hjá okkur núna eru margar kisur sem eru mjög hræddar og þurfa meiri aðlögun. Við erum að vinna í því. Okkur vantar fósturheimili, okkur vantar líka bara sjálfboðaliða til að koma, höfum haft yndislega sjálfboðaliða sem koma og eru að tala við kisurnar, til þess að bara manna þær og til þess að þær fái tækifæri til þess að fara á heimili.“ Fjöldinn í Kattholti sé í takt við árstímann. „Það er eins og á sumrin sé bara fólk sem vilji, losa sig við dýrin, mér finnst leiðinlegt að segja það en það er bara þannig að þetta er bara tíminn sem fólk er önnum kafið og þá fara dýrin eitthvert annað, það er bara þannig, þau eru ekki númer eitt, tvö og þrjú oft.“
Kettir Gæludýr Dýr Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Fleiri fréttir Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Sjá meira