„Ætlaði að halda þessu leyndu“ Atli Ísleifsson skrifar 24. júní 2025 08:00 Rikki er opinskár í viðtalinu og talar meðal annars um erfiðleika sem hann og konan hans áttu við að eignast barn. Ríkharð Óskar Guðnason, fjölmiðlamaður hjá Sýn, segir það hafa verið alvöru högg að koma að föður sínum látnum fyrir þremur árum þegar hann var á leið í útsendingu. Rikki G., sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segir pabba sinn vera skólabókardæmi um að það sé aldrei of seint að taka til í lífi sínu og hann hafi skilið fallega við allt í sínu lífi eftir áraraðir af fíknisjúkdómi. „Ég var á leiðinni á handboltaleik sem ég átti að lýsa þegar ég fæ símtal frá ömmu þar sem hún segir mér að hann vakni ekki. Ég brunaði upp í Árbæ, en ég fékk strax mjög sterka tilfinningu um hvað væri að fara að gerast. Þegar ég gekk upp stigann vissi ég eiginlega algjörlega hvað biði mín. Það var einhver innri tilfinning um að nú væri komið að þessu. Hann var orðinn frekar heilsulítill af lifnaðarháttunum sínum í gegnum tíðina. Þegar ég kem inn sé ég svo bara að hann er farinn. Það er kominn góður tími núna og ég er búinn að melta þetta betur, en þetta var alvöru hnefasamloka þegar þetta gerðist. Ekki síst af því að við vorum frekar nýlega búnir að eignast mjög fallegt og gott samband eftir að ég var kominn á fullorðinsár. Ég þurfti að leita til sálfræðings eftir þetta, ekki síst af því að ég átti mjög erfitt með að taka myndina af honum látnum úr hausnum á mér. Ég var um tíma hættur að geta hugsað um góðu stundirnar, af því að ég var alltaf með myndina af því þegar ég kom að honum í hausnum. En tíminn hjálpar manni að læra að lifa með hlutunum,” segir Rikki. Fárveikur af alkohólisma Rikki segist þó hugsa mjög hlýlega til pabba síns og segist stoltur af því hvernig hann hafi snúið lífi sínu við eftir að hafa verið fárveikur af alkohólisma. „Hann var fárveikur af alkóhólisma þegar ég var að lifa mín fyrstu ár og uppeldið hjá mér stýrðist mjög mikið af því að ég og mamma vorum að forða okkur af heimilinu þegar hann tók túra. Ég man að þegar ég var yngri upplifði ég pabba alltaf sem tvo menn. Hlýr ljúfur og réttsýnn maður þegar hann var edrú, en svo varð hann vondur og maður varð hræddur við hann þegar hann fór á túra og mamma lenti auðvitað í því. Ástæðan fyrir því að ég get talað alveg opinskátt um þetta í dag er að ég veit að honum væri sama um það. Hann hafði ekkert að fela þegar hann var búinn að fara í gegnum sinn bata. Hann hafði aldrei náð að halda sér lengi edrú fyrr en undir það síðasta. Hann gerði oft þau mistök að um leið og hann var orðinn edrú vildi hann fara að hjálpa öðrum of fljótt í stað þess að vinna meira í sjálfum sér. En eftir að stelpan mín fæddist 2014 varð augnablik þegar hann var á ellefta degi og orðinn allur bólginn og blár að ég náði að tjónka við honum. Ég þurfti að múta honum með vodka-flösku ef hann kæmi með mér í bílinn og upp á Vog. Þegar ég kvaddi hann sagði ég honum að hann ætti eitt barn og eitt barnabarn og hann yrði að ákveða hvort hann vildi ekki eiga einhver góð ár með þeim. Þó að hann hafi verið nánast alveg út úr heiminum gerðist eitthvað þarna. Hann virtist vakna og eftir að hann kom úr þessarri meðferð náði hann að halda sér á beinu brautinni. Eftir þetta gerði hann allt fyrir okkur og við áttum frábærar stundir saman. Það var ekki síst fallegt að hann og mamma urðu mjög góðir vinir eftir batann hans. Hann er skólabókardæmi um að það er aldrei of seint að taka til í lífi sínu og hann náði að skilja við hlutina á hárréttan hátt. Í dag þakka ég fyrir að hafa fengið þessi átta ár með honum eftir að hann komst í lag,” segir Rikki. Ætlaði að halda þessu leyndu Rikki er opinskár um fleiri hluti í viðtalinu og talar meðal annars um erfiðleika sem hann og konan hans áttu við að eignast annað barn. „Þetta er gríðarlega algengt í dag, en er ennþá ákveðið feimnismál að tala um og ekki síst ef þú ert sá aðili sem er með ófrjósemisvandamál. Það er eitthvað sem maður vill ekki viðurkenna fyrst þegar maður stendur frammi fyrir því og það kemur upp einhver skömm,” segir Rikki, sem segir hann og konuna hans fyrst hafa farið í gegnum þetta ferli fyrir átján árum. „Við byrjuðum að reyna að eignast fyrra barnið okkar árið 2007, en það gekk ekki neitt og eftir að við förum í betri skoðanir kemur í ljós að það er vandamál hjá mér. Ég ákvað strax þá að við myndum ekki segja neinum frá þessu og ætlaði að halda þessu leyndu. En við fórum í ferli og uppfrá því varð hún ólétt og við eignuðumst barn árið 2014 á náttúrulegan hátt, þó að tæknifrjóvgunin hafi ekki virkað á þeim tíma. Við vorum gríðarlega þakklát, en innst inni fannst mér ólíklegt að við myndum geta eignast annað barn. En við ákváðum samt að byrja að reyna aftur með hjálp Livio í Glæsibæ fyrir mörgum árum síðan. Við erum búin að fara í nokkrar frjóvganir og misstum meðal annars einu sinni og þetta er mikill tilfinningarússíbani sem maður vill ekki setja sig oft í gegnum, þannig að á einhverjum punkti fórum við að hugsa að við ættum bara að vera þakklát fyrir það að eiga eitt barn og láta þar við sitja. En við ákváðum að reyna einu sinni enn og núna fyrir stuttu kom í ljós að það gekk og það lítur allt frábærlega út. Þannig að ef að guð lofar verðum við aftur foreldrar í nóvember á þessu ári.” Hjálpaði gríðarlega að fá greiningu og lyf við athyglisbrest Rikki deilir í þættinum sömuleiðis reynslu sinni af því að hafa greinst með athyglisbrest og því að taka við því lyf, „Það var í mér mikill kvíði sem er kannski ekki skrýtið miðað við þær heimilisaðstæður sem ég bjó við. Ég var um tíma settur á þunglyndislyf sem ég var á daglega til að vinna gegn kvíða þegar ég var barn. Ég var lengi með tilhneigingar til þráhyggju og svo fylgdu því alls kyns önnur einkenni. Svo fyrir einhverju síðan fer ég í greiningu og sálfræðingurinn segir að ég sé með allsvakalegt ADHD og tikki í öll box. Ég byrjaði upp frá því að taka Elvanse og það hefur hjálpað mér gríðarlega. Ég hef ekkert að fela og veit ekki af hverju maður ætti ekki að geta talað um þessa hluti. Það er miklu meira jafnvægi í mér eftir að ég komst á þessi lyf og ég hef stillt þau eftir mínum þörfum í samráði við geðlækni.” Hægt er að nálgast viðtalið við Rikka og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is Vísir er í eigu Sýnar. Podcast með Sölva Tryggva Ástin og lífið Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
„Ég var á leiðinni á handboltaleik sem ég átti að lýsa þegar ég fæ símtal frá ömmu þar sem hún segir mér að hann vakni ekki. Ég brunaði upp í Árbæ, en ég fékk strax mjög sterka tilfinningu um hvað væri að fara að gerast. Þegar ég gekk upp stigann vissi ég eiginlega algjörlega hvað biði mín. Það var einhver innri tilfinning um að nú væri komið að þessu. Hann var orðinn frekar heilsulítill af lifnaðarháttunum sínum í gegnum tíðina. Þegar ég kem inn sé ég svo bara að hann er farinn. Það er kominn góður tími núna og ég er búinn að melta þetta betur, en þetta var alvöru hnefasamloka þegar þetta gerðist. Ekki síst af því að við vorum frekar nýlega búnir að eignast mjög fallegt og gott samband eftir að ég var kominn á fullorðinsár. Ég þurfti að leita til sálfræðings eftir þetta, ekki síst af því að ég átti mjög erfitt með að taka myndina af honum látnum úr hausnum á mér. Ég var um tíma hættur að geta hugsað um góðu stundirnar, af því að ég var alltaf með myndina af því þegar ég kom að honum í hausnum. En tíminn hjálpar manni að læra að lifa með hlutunum,” segir Rikki. Fárveikur af alkohólisma Rikki segist þó hugsa mjög hlýlega til pabba síns og segist stoltur af því hvernig hann hafi snúið lífi sínu við eftir að hafa verið fárveikur af alkohólisma. „Hann var fárveikur af alkóhólisma þegar ég var að lifa mín fyrstu ár og uppeldið hjá mér stýrðist mjög mikið af því að ég og mamma vorum að forða okkur af heimilinu þegar hann tók túra. Ég man að þegar ég var yngri upplifði ég pabba alltaf sem tvo menn. Hlýr ljúfur og réttsýnn maður þegar hann var edrú, en svo varð hann vondur og maður varð hræddur við hann þegar hann fór á túra og mamma lenti auðvitað í því. Ástæðan fyrir því að ég get talað alveg opinskátt um þetta í dag er að ég veit að honum væri sama um það. Hann hafði ekkert að fela þegar hann var búinn að fara í gegnum sinn bata. Hann hafði aldrei náð að halda sér lengi edrú fyrr en undir það síðasta. Hann gerði oft þau mistök að um leið og hann var orðinn edrú vildi hann fara að hjálpa öðrum of fljótt í stað þess að vinna meira í sjálfum sér. En eftir að stelpan mín fæddist 2014 varð augnablik þegar hann var á ellefta degi og orðinn allur bólginn og blár að ég náði að tjónka við honum. Ég þurfti að múta honum með vodka-flösku ef hann kæmi með mér í bílinn og upp á Vog. Þegar ég kvaddi hann sagði ég honum að hann ætti eitt barn og eitt barnabarn og hann yrði að ákveða hvort hann vildi ekki eiga einhver góð ár með þeim. Þó að hann hafi verið nánast alveg út úr heiminum gerðist eitthvað þarna. Hann virtist vakna og eftir að hann kom úr þessarri meðferð náði hann að halda sér á beinu brautinni. Eftir þetta gerði hann allt fyrir okkur og við áttum frábærar stundir saman. Það var ekki síst fallegt að hann og mamma urðu mjög góðir vinir eftir batann hans. Hann er skólabókardæmi um að það er aldrei of seint að taka til í lífi sínu og hann náði að skilja við hlutina á hárréttan hátt. Í dag þakka ég fyrir að hafa fengið þessi átta ár með honum eftir að hann komst í lag,” segir Rikki. Ætlaði að halda þessu leyndu Rikki er opinskár um fleiri hluti í viðtalinu og talar meðal annars um erfiðleika sem hann og konan hans áttu við að eignast annað barn. „Þetta er gríðarlega algengt í dag, en er ennþá ákveðið feimnismál að tala um og ekki síst ef þú ert sá aðili sem er með ófrjósemisvandamál. Það er eitthvað sem maður vill ekki viðurkenna fyrst þegar maður stendur frammi fyrir því og það kemur upp einhver skömm,” segir Rikki, sem segir hann og konuna hans fyrst hafa farið í gegnum þetta ferli fyrir átján árum. „Við byrjuðum að reyna að eignast fyrra barnið okkar árið 2007, en það gekk ekki neitt og eftir að við förum í betri skoðanir kemur í ljós að það er vandamál hjá mér. Ég ákvað strax þá að við myndum ekki segja neinum frá þessu og ætlaði að halda þessu leyndu. En við fórum í ferli og uppfrá því varð hún ólétt og við eignuðumst barn árið 2014 á náttúrulegan hátt, þó að tæknifrjóvgunin hafi ekki virkað á þeim tíma. Við vorum gríðarlega þakklát, en innst inni fannst mér ólíklegt að við myndum geta eignast annað barn. En við ákváðum samt að byrja að reyna aftur með hjálp Livio í Glæsibæ fyrir mörgum árum síðan. Við erum búin að fara í nokkrar frjóvganir og misstum meðal annars einu sinni og þetta er mikill tilfinningarússíbani sem maður vill ekki setja sig oft í gegnum, þannig að á einhverjum punkti fórum við að hugsa að við ættum bara að vera þakklát fyrir það að eiga eitt barn og láta þar við sitja. En við ákváðum að reyna einu sinni enn og núna fyrir stuttu kom í ljós að það gekk og það lítur allt frábærlega út. Þannig að ef að guð lofar verðum við aftur foreldrar í nóvember á þessu ári.” Hjálpaði gríðarlega að fá greiningu og lyf við athyglisbrest Rikki deilir í þættinum sömuleiðis reynslu sinni af því að hafa greinst með athyglisbrest og því að taka við því lyf, „Það var í mér mikill kvíði sem er kannski ekki skrýtið miðað við þær heimilisaðstæður sem ég bjó við. Ég var um tíma settur á þunglyndislyf sem ég var á daglega til að vinna gegn kvíða þegar ég var barn. Ég var lengi með tilhneigingar til þráhyggju og svo fylgdu því alls kyns önnur einkenni. Svo fyrir einhverju síðan fer ég í greiningu og sálfræðingurinn segir að ég sé með allsvakalegt ADHD og tikki í öll box. Ég byrjaði upp frá því að taka Elvanse og það hefur hjálpað mér gríðarlega. Ég hef ekkert að fela og veit ekki af hverju maður ætti ekki að geta talað um þessa hluti. Það er miklu meira jafnvægi í mér eftir að ég komst á þessi lyf og ég hef stillt þau eftir mínum þörfum í samráði við geðlækni.” Hægt er að nálgast viðtalið við Rikka og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is Vísir er í eigu Sýnar.
Podcast með Sölva Tryggva Ástin og lífið Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira