Flagga íslenska þjóðfánanum í ólöglegri göngu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. júní 2025 12:01 Bjarndís Helga Tómasdóttir formaður Samtakanna '78 segir aldrei hafa verið mikilvægara en nú að sýna samstöðu en myndin til hægri er tekin í göngunni í fyrra. Vísir Forsvarsmenn Samtakanna '78 eru nú staddir í Ungverjalandi þar sem þeir hyggjast taka þátt í árlegri Pride-göngu í Búdapest sem bönnuð var af ungverskum stjórnvöldum í vetur. Skipuleggjendur hafa kallað eftir alþjóðlegri þátttöku í göngunni en viðurlög við því að taka þátt eru fjársektir. Formaður Samtakanna '78 segir að aldrei hafi verið mikilvægara en nú að sýna samstöðu þvert á landamæri. Það var í mars á þessu ári sem ungverska þingið samþykkti viðauka ríkisstjórnar Viktors Orban við stjórnarskrá landsins þar sem samkomur hinsegin fólks í landinu voru bannaðar, undir þeim formerkjum að þær brytu gegn lögum um barnavernd. Á ári hverju í júnímánuði fer fram gleðigangan Búdapest Pride og hyggjast skipuleggjendur halda göngunni til streitu næstu helgi þrátt fyrir bannið en viðurlög við þátttöku eru fjársektir. Í tilkynningu frá Samtökunum '78 kemur fram að fimm einstaklingar á vegum samtakanna muni halda utan til Ungverjalands. Bjarndís Helga Tómasdóttir formaður segir mikilvægt að sýna alþjóðlega samstöðu. „Okkur fannst eiginlega ekkert annað koma til greina þegar það barst ákall frá Búdaapest Pride til alþjóðasamfélagsins þar sem þau óskuðu eftir stuðning og í ljósi þess að við erum í þannig stöðu að við getum farið þá fannst okkur mikilvægt að gera það og Ísland hefur lengi verið fremst í flokki hvað varðar réttindi hinsegin fólks og þannig höfum við ákveðna ábyrgð líka þegar kemur að alþjóðasamfélaginu.“ Þrátt fyrir að ungversk lögregla hafi lýst því yfir að gangan sé ólögleg hefur Gergely Karáczony borgarstjóri Búdapest lýst yfir stuðningi við gönguna og hyggst hann taka þátt. „Hvernig svo þetta raunverulega fer er enn óljóst samkvæmt skipuleggjendum Búdapest Pride. Lögreglan hefur enn í hyggju að vera með dróna og tækni til þess að greina fólk, þannig við vitum í raun enn ekki hver lokaniðurstaðan verður en þetta klárlega gengur gegn alþjóðalögum.“ Staða hinsegin fólks í Ungverjalandi sé erfið og mikilvægt að sýna því samstöðu. „Sýnum að okkur er ekki sama, það er verið að fylgjast með um helgina, þá mun heimurinn fylgjast með því sem er að gerast í Búdapest og þar munum við vera með merki samtakanna, Hinsegin daga og að sjálfsögðu íslenska þjóðfánann.“ Ungverjaland Hinsegin Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Það var í mars á þessu ári sem ungverska þingið samþykkti viðauka ríkisstjórnar Viktors Orban við stjórnarskrá landsins þar sem samkomur hinsegin fólks í landinu voru bannaðar, undir þeim formerkjum að þær brytu gegn lögum um barnavernd. Á ári hverju í júnímánuði fer fram gleðigangan Búdapest Pride og hyggjast skipuleggjendur halda göngunni til streitu næstu helgi þrátt fyrir bannið en viðurlög við þátttöku eru fjársektir. Í tilkynningu frá Samtökunum '78 kemur fram að fimm einstaklingar á vegum samtakanna muni halda utan til Ungverjalands. Bjarndís Helga Tómasdóttir formaður segir mikilvægt að sýna alþjóðlega samstöðu. „Okkur fannst eiginlega ekkert annað koma til greina þegar það barst ákall frá Búdaapest Pride til alþjóðasamfélagsins þar sem þau óskuðu eftir stuðning og í ljósi þess að við erum í þannig stöðu að við getum farið þá fannst okkur mikilvægt að gera það og Ísland hefur lengi verið fremst í flokki hvað varðar réttindi hinsegin fólks og þannig höfum við ákveðna ábyrgð líka þegar kemur að alþjóðasamfélaginu.“ Þrátt fyrir að ungversk lögregla hafi lýst því yfir að gangan sé ólögleg hefur Gergely Karáczony borgarstjóri Búdapest lýst yfir stuðningi við gönguna og hyggst hann taka þátt. „Hvernig svo þetta raunverulega fer er enn óljóst samkvæmt skipuleggjendum Búdapest Pride. Lögreglan hefur enn í hyggju að vera með dróna og tækni til þess að greina fólk, þannig við vitum í raun enn ekki hver lokaniðurstaðan verður en þetta klárlega gengur gegn alþjóðalögum.“ Staða hinsegin fólks í Ungverjalandi sé erfið og mikilvægt að sýna því samstöðu. „Sýnum að okkur er ekki sama, það er verið að fylgjast með um helgina, þá mun heimurinn fylgjast með því sem er að gerast í Búdapest og þar munum við vera með merki samtakanna, Hinsegin daga og að sjálfsögðu íslenska þjóðfánann.“
Ungverjaland Hinsegin Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent