Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. júní 2025 12:01 Guðbergur Egill Eyjólfsson segir stjórn Sósíalistaflokksins vilja koma böndum á fjárhag Vorstjörnunnar en Gunnar Smári Egilsson hefur hvatt fólk til að skrá sig í félagið og verja það. Stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands segir stjórnina ætla að reyna að fá lögbann á boðaðan aðalfund Vorstjörnunnar í dag. Gangi það ekki hyggst stjórnin mæta á fundinn og ná stjórn á félaginu. Formaður Vorstjörnunnar segir alla reikninga félagsins verða lagða fram á fundinum, en félagsmenn hafa verið hvattir til að fylkja liði á fundinn til varnar félaginu. Boðað hefur verið til aðalfundar Vorstjörnunnar í dag klukkan hálf sex en miklar deilur hafa verið um fjármuni félagsins fyrir opnum tjöldum eftir að ný framkvæmdastjórn tók við í Sósíalistaflokknum en styrkir frá flokknum auk borgarfulltrúa hafa runnið til félagsins. Yfirlýst markmið Vorstjörnunnar hefur verið að styðja við jaðarsetta hópa í samfélaginu. Guðbergur Egill Eyjólfsson stjórnarmaður í Sósíalistaflokknum segir að félagið hafi í raun gert lítið sem ekkert fyrir þá hópa, styrkur til félagsins sé eyrnamerktur stjórnmálastarfi en félagið eyði þeim fjármunum í niðurgreiðslu á húsnæði Samstöðvarinnar. „Á fjórum árum sem félagið hefur verið rekið hefur einungis verið veitt þrjátíu þúsund króna styrk í Pepp sem eru grasrótarsamtök fátæks fólks og einangraðs og það er nú frekar, veit ekki, hálf hlálegur styrkur um heilar þrjátíu þúsund, félagið sem rúllar um tuttugu milljónum á ári,“ segir Guðbergur. Leigjendasamtökin hafi svo verið styrkt um fimm milljónir en sá styrkur skilyrtur sem leiga á húsnæði Vorstjörnunnar. Guðbergur segir stjórn flokksins vilja ná tökum á fjármunum félagsins og standa heiðarlega að málum. „Og við viljum ekki einhver aflandsfélög sem eru að dæla með peninga fram og til baka eins og einhverjir skúrkar af því að þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð.“ Til standi að fá lögbann á boðaðan aðalfund Vorstjörnunnar á eftir. „Ef að það tekst ekki þá ætlum við að mæta á fundinn og lýsa hann ólöglegan eða gera það sem við getum til þess að ná stjórn á félaginu.“ Verði að verja félagið Gunnar Smári Egilsson fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins hefur í dag hvatt fólk til þess að ganga til liðs við Vorstjörnuna til varnar félaginu og segir að nái ný stjórn Sósíalistaflokksins völdum í félaginu muni Samstöðin þurfa að loka í kvöld. „Það má ekki gerast að yfirtökuliðið ná líka Vorstjörnunni undir sig. Ég hvet því alla sem vettlingi geta valdið að ganga í Vorstjörnuna og aðstoða Sönnu og félaga hennar til að verja Vorstjörnuna og þá hugsjón sem hún byggir á. Ég er ekki í kjöri til stjórnar og mun ekki skipta mér af þessum fundi með öðrum hætti en að mæta og kjósa með framtíð Vorstjörnunnar og gegn yfirtöku hennar,“ skrifar Gunnar Smári á samfélagsmiðla. „Ég hef hins vegar hag af niðurstöðunni þar sem Samstöðin leigir af Vorstjörnunni og ég sé fram á að ef yfirtökuliðið nær Vorstjörnunni undir sig mun Samstöðin þurfa að loka í kvöld, missa húsnæði sitt og þurfa að leita sér að nýju húsnæði. Sem er dýr aðgerð fyrir útvarps- og sjónvarpsstöð og óséð um hvort Alþýðufélagið hafi þrek til koma Samstöðinni yfir þann hjalla.“ Védís Guðjónsdóttir formaður Vorstjörnunnar vill ekki tjá sig með beinum hætti um fjármuni félagsins en segir reikninga verða kynnta á fundi í dag. „Ég er venjuleg kona í sjálfboðaliðastarfi og við erum að fara að halda aðalfund í dag í styrktarfélagi og ég einhvern veginn sé ekki gagnsemina í því að munnhöggvast í fjölmiðlum við fólk sem ég taldi vera samherja.“ Sósíalistaflokkurinn Fjölmiðlar Tengdar fréttir Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Aldrei hefur verið haldinn aðalfundur hjá Vorstjörnunni né nokkur stjórnarfundur eftir að félagið var stofnað. Engin reikningar eða bókhald lögmætrar stjórnar þrátt fyrir milljóna flæði í gegn um félagið í fjögur ár. 29. júní 2025 23:30 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Boðað hefur verið til aðalfundar Vorstjörnunnar í dag klukkan hálf sex en miklar deilur hafa verið um fjármuni félagsins fyrir opnum tjöldum eftir að ný framkvæmdastjórn tók við í Sósíalistaflokknum en styrkir frá flokknum auk borgarfulltrúa hafa runnið til félagsins. Yfirlýst markmið Vorstjörnunnar hefur verið að styðja við jaðarsetta hópa í samfélaginu. Guðbergur Egill Eyjólfsson stjórnarmaður í Sósíalistaflokknum segir að félagið hafi í raun gert lítið sem ekkert fyrir þá hópa, styrkur til félagsins sé eyrnamerktur stjórnmálastarfi en félagið eyði þeim fjármunum í niðurgreiðslu á húsnæði Samstöðvarinnar. „Á fjórum árum sem félagið hefur verið rekið hefur einungis verið veitt þrjátíu þúsund króna styrk í Pepp sem eru grasrótarsamtök fátæks fólks og einangraðs og það er nú frekar, veit ekki, hálf hlálegur styrkur um heilar þrjátíu þúsund, félagið sem rúllar um tuttugu milljónum á ári,“ segir Guðbergur. Leigjendasamtökin hafi svo verið styrkt um fimm milljónir en sá styrkur skilyrtur sem leiga á húsnæði Vorstjörnunnar. Guðbergur segir stjórn flokksins vilja ná tökum á fjármunum félagsins og standa heiðarlega að málum. „Og við viljum ekki einhver aflandsfélög sem eru að dæla með peninga fram og til baka eins og einhverjir skúrkar af því að þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð.“ Til standi að fá lögbann á boðaðan aðalfund Vorstjörnunnar á eftir. „Ef að það tekst ekki þá ætlum við að mæta á fundinn og lýsa hann ólöglegan eða gera það sem við getum til þess að ná stjórn á félaginu.“ Verði að verja félagið Gunnar Smári Egilsson fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins hefur í dag hvatt fólk til þess að ganga til liðs við Vorstjörnuna til varnar félaginu og segir að nái ný stjórn Sósíalistaflokksins völdum í félaginu muni Samstöðin þurfa að loka í kvöld. „Það má ekki gerast að yfirtökuliðið ná líka Vorstjörnunni undir sig. Ég hvet því alla sem vettlingi geta valdið að ganga í Vorstjörnuna og aðstoða Sönnu og félaga hennar til að verja Vorstjörnuna og þá hugsjón sem hún byggir á. Ég er ekki í kjöri til stjórnar og mun ekki skipta mér af þessum fundi með öðrum hætti en að mæta og kjósa með framtíð Vorstjörnunnar og gegn yfirtöku hennar,“ skrifar Gunnar Smári á samfélagsmiðla. „Ég hef hins vegar hag af niðurstöðunni þar sem Samstöðin leigir af Vorstjörnunni og ég sé fram á að ef yfirtökuliðið nær Vorstjörnunni undir sig mun Samstöðin þurfa að loka í kvöld, missa húsnæði sitt og þurfa að leita sér að nýju húsnæði. Sem er dýr aðgerð fyrir útvarps- og sjónvarpsstöð og óséð um hvort Alþýðufélagið hafi þrek til koma Samstöðinni yfir þann hjalla.“ Védís Guðjónsdóttir formaður Vorstjörnunnar vill ekki tjá sig með beinum hætti um fjármuni félagsins en segir reikninga verða kynnta á fundi í dag. „Ég er venjuleg kona í sjálfboðaliðastarfi og við erum að fara að halda aðalfund í dag í styrktarfélagi og ég einhvern veginn sé ekki gagnsemina í því að munnhöggvast í fjölmiðlum við fólk sem ég taldi vera samherja.“
Sósíalistaflokkurinn Fjölmiðlar Tengdar fréttir Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Aldrei hefur verið haldinn aðalfundur hjá Vorstjörnunni né nokkur stjórnarfundur eftir að félagið var stofnað. Engin reikningar eða bókhald lögmætrar stjórnar þrátt fyrir milljóna flæði í gegn um félagið í fjögur ár. 29. júní 2025 23:30 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Aldrei hefur verið haldinn aðalfundur hjá Vorstjörnunni né nokkur stjórnarfundur eftir að félagið var stofnað. Engin reikningar eða bókhald lögmætrar stjórnar þrátt fyrir milljóna flæði í gegn um félagið í fjögur ár. 29. júní 2025 23:30