Samstöðin hafi aldrei verið í hættu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. júlí 2025 12:01 Karl Héðinn Valdimarsson segir flokkinn horfa til framtíðar. Vísir/Ívar Fannar Framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins hyggst leita réttar síns í kjölfar aðalfundar Vorstjörnunnar þar sem andstæð fylking Sönnu Magdalenu Mörtudóttur og Gunnars Smára Egilssonar hélt yfirráðum sínum yfir styrktarfélaginu. Flokkurinn er nú húsnæðislaus en skipt var um lás í Bolholti í gærkvöldi eftir að fundinum lauk. Fullt var út úr dyrum á aðalfundi styrktarfélagsins Vorstjörnunnar í Bolholti í gær. Svo fór að hreyfing Sönnu Magdalenu Mörtudóttur og Gunnars Smára Egilssonar varð ofan á í samkeppni um yfirráð í félaginu við framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins sem kjörin var í maí. Miklar deilur hafa verið um fjármuni félagsins fyrir opnum tjöldum en helmingur ríkisstyrkja Sósíalistaflokksins hafa runnið til félagsins en yfirlýst markmið þess er að styðja við jaðarsetta hópa. Ný stjórn flokksins hefur hinsvegar sagt að lítið sem ekkert fjármagn fari í góðgerðarstörf. Karl Héðinn Kristjánsson meðlimur í framkvæmdastjórn flokksins segir flokkinn nú húsnæðislausan. „Við komum þarna aðeins seinna um kvöldið og þá höfðum við verið læst úti, flokknum bolað út úr eigin húsnæði. Þetta er grátlegt þar sem Vorstjarnan og Samstöðin hafa tekið á móti ríkisstyrkjum flokksins og í gær kom fólk, maður sá fólk sem hefur verið viðloðið Vinstri Græna, Samfylkinguna og Pírata og eins og ég nefndi þá voru Sósíalistar innan við fimmtán til tuttugu prósent fundargesta.“ Í gær birtu báðar fylkingar ákall til fólks um á mæta á fundinn. Gunnar Smári birti slíkt ákall á Facebook þar sem hann bað fólk um að mæta til varnar Sönnu og til varnar Samstöðinni. Karl segir rangt að framtíð Samstöðvarinnar hafi verið í húfi. „Enda hafa Sósíalistar fjármagnað uppbyggingu Samstöðvarinnar og komið að mikilli og ómældri sjálfboðavinnu við að koma henni í gagni og reyndar höfðum við leitað sátta við skuggastjórn Vorstjörnunnar og við Gunnar Smára og við Samstöðina þess efnis að þau myndu halda áfram í húsnæðinu, fengju afnot áfram af stúdíóinu og myndu halda áfram óbreytt en flokkurinn hefði umráð yfir stóra salnum.“ Hann segir fundinn hafa verið ólöglegan boðaðan. Nú sé mikilvægt að horfa til framtíðar flokksins og framboðs hans á landsvísu. „Og að fjármunir flokksins nýtist í uppbyggingu flokksstarfsins en ekki gæluverkefni formannsins.“ Sósíalistaflokkurinn Fjölmiðlar Tengdar fréttir Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands segir stjórnina ætla að reyna að fá lögbann á boðaðan aðalfund Vorstjörnunnar í dag. Gangi það ekki hyggst stjórnin mæta á fundinn og ná stjórn á félaginu. Formaður Vorstjörnunnar segir alla reikninga félagsins verða lagða fram á fundinum, en félagsmenn hafa verið hvattir til að fylkja liði á fundinn til varnar félaginu. 30. júní 2025 12:01 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Fullt var út úr dyrum á aðalfundi styrktarfélagsins Vorstjörnunnar í Bolholti í gær. Svo fór að hreyfing Sönnu Magdalenu Mörtudóttur og Gunnars Smára Egilssonar varð ofan á í samkeppni um yfirráð í félaginu við framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins sem kjörin var í maí. Miklar deilur hafa verið um fjármuni félagsins fyrir opnum tjöldum en helmingur ríkisstyrkja Sósíalistaflokksins hafa runnið til félagsins en yfirlýst markmið þess er að styðja við jaðarsetta hópa. Ný stjórn flokksins hefur hinsvegar sagt að lítið sem ekkert fjármagn fari í góðgerðarstörf. Karl Héðinn Kristjánsson meðlimur í framkvæmdastjórn flokksins segir flokkinn nú húsnæðislausan. „Við komum þarna aðeins seinna um kvöldið og þá höfðum við verið læst úti, flokknum bolað út úr eigin húsnæði. Þetta er grátlegt þar sem Vorstjarnan og Samstöðin hafa tekið á móti ríkisstyrkjum flokksins og í gær kom fólk, maður sá fólk sem hefur verið viðloðið Vinstri Græna, Samfylkinguna og Pírata og eins og ég nefndi þá voru Sósíalistar innan við fimmtán til tuttugu prósent fundargesta.“ Í gær birtu báðar fylkingar ákall til fólks um á mæta á fundinn. Gunnar Smári birti slíkt ákall á Facebook þar sem hann bað fólk um að mæta til varnar Sönnu og til varnar Samstöðinni. Karl segir rangt að framtíð Samstöðvarinnar hafi verið í húfi. „Enda hafa Sósíalistar fjármagnað uppbyggingu Samstöðvarinnar og komið að mikilli og ómældri sjálfboðavinnu við að koma henni í gagni og reyndar höfðum við leitað sátta við skuggastjórn Vorstjörnunnar og við Gunnar Smára og við Samstöðina þess efnis að þau myndu halda áfram í húsnæðinu, fengju afnot áfram af stúdíóinu og myndu halda áfram óbreytt en flokkurinn hefði umráð yfir stóra salnum.“ Hann segir fundinn hafa verið ólöglegan boðaðan. Nú sé mikilvægt að horfa til framtíðar flokksins og framboðs hans á landsvísu. „Og að fjármunir flokksins nýtist í uppbyggingu flokksstarfsins en ekki gæluverkefni formannsins.“
Sósíalistaflokkurinn Fjölmiðlar Tengdar fréttir Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands segir stjórnina ætla að reyna að fá lögbann á boðaðan aðalfund Vorstjörnunnar í dag. Gangi það ekki hyggst stjórnin mæta á fundinn og ná stjórn á félaginu. Formaður Vorstjörnunnar segir alla reikninga félagsins verða lagða fram á fundinum, en félagsmenn hafa verið hvattir til að fylkja liði á fundinn til varnar félaginu. 30. júní 2025 12:01 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands segir stjórnina ætla að reyna að fá lögbann á boðaðan aðalfund Vorstjörnunnar í dag. Gangi það ekki hyggst stjórnin mæta á fundinn og ná stjórn á félaginu. Formaður Vorstjörnunnar segir alla reikninga félagsins verða lagða fram á fundinum, en félagsmenn hafa verið hvattir til að fylkja liði á fundinn til varnar félaginu. 30. júní 2025 12:01