Íslenski boltinn

„Til­hugsunin um að spila fyrir annað fé­lag sat bara ekki rétt í mér“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Önnur lið á Íslandi voru áhugasöm um Jón Daða sem sá aldrei neitt annað fyrir sér en Selfoss. 
Önnur lið á Íslandi voru áhugasöm um Jón Daða sem sá aldrei neitt annað fyrir sér en Selfoss.  vísir / sigurjón

„Þetta er búið að vera ágætis ferðalag, þrettán ár úti og Ísland var farið að kalla mann heim“ segir Jón Daði Böðvarsson, nýjasti leikmaður Selfoss í Lengjudeild karla. Hann skrifaði undir samning við félagið áðan og batt þar með enda á atvinnumannaferilinn erlendis.

„Dóttir mín er orðin sex ára gömul og maður vill að hún fari að finna fyrir smá stöðugleika í sínu lífi. Ég vildi líka koma heim á meðan ég er með eitthvað eftir á tanknum, vonandi...

Mikil hátíðarhöld voru í miðbæ Selfoss við komu Jóns Daða. 

...Selfoss var alltaf númer eitt, tvö og þrjú hjá mér“ segir Selfyssingurinn mikli sem var eftirsóttur af mörgum öðrum, og mun betri, liðum. Hann segir aldrei neitt annað hafa komið til greina en að snúa heim á Selfoss.

„Með fullri virðingu fyrir hinum liðunum, tilhugsunin um að spila fyrir annað félag en Selfoss sat bara ekki rétt í mér.“

Nánar verður rætt við nýjasta leikmann Selfoss og sýnt frá blaðamannafundinum sem fór fram í dag í Sportpakkanum á Sýn að loknum kvöldfréttum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×