Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Félag íslenskra bókaútgefenda 3. júlí 2025 10:44 Sahara Rós hreppti stóra vinninginn í sumarleik Bylgjunnar og Vísis sem er gisting fyrir tvo í eina nótt með morgunverði og þriggja rétta kvöldverði á Íslandshóteli að eigin vali. Auðvitað býður hún eiginmanninum. Sumarbókaleikur Bylgjunnar fór fram dagana 23.-27. júní á Bylgjunni og Vísi. Félag íslenskra bókaútgefenda gaf fimmtán lestrarhestum veglega bókapakka auk þess sem einn þeirra fékk gistingu fyrir tvo í eina nótt með morgunverði og þriggja rétta kvöldverði á Íslandshóteli að eigin vali. Það var Sahara Rós sem hreppti stóra vinninginn og var hún eðlilega mjög ánægð. „Þetta var óvænt og kærkomin ánægja fyrir bókahöfund og ritstjóra eins og mig sem er búin að vera í fæðingarorlofi síðustu níu mánuði! Ég ætla að bjóða yndislega eiginmanni mínum með mér á hótelið og að sjálfsögðu tek ég líka bók með mér. Síðan ætla ég að njóta þess að lesa fyrir börnin mín barnabækurnar sem fylgdu með í vinningnum.“ Þátttakan í leiknum var mjög góð að sögn Bryndísar Loftsdóttur, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bókaútgefenda. Þátttakendur áttu að setja mynd af bókinni sem þeir voru að lesa, mynd af bók sem þá langaði að lesa eða bók sem þeir mæltu með, á Facebook síðu Bylgjunnar. Bryndís Loftsdóttir er framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefenda. Alls voru nefndir 245 bækur og var tekinn saman listi yfir þá 32 titla sem oftast voru nefndir. „Tvær nýjar skáldsögur deila fyrsta sætinu, Dúkkuverksmiðjan eftir Júlíu Margréti Einarsdóttur og Hefnd Diddu Morthens eftir Sigríði Pétursdóttur,“ segir Bryndís. Tvær nýjar skáldsögur deildu fyrsta sætinu, Dúkkuverksmiðjan eftir Júlíu Margréti Einarsdóttur og Hefnd Diddu Morthens eftir Sigríði Pétursdóttur. Sá höfundur sem samanlagt var oftast nefndur af hlustendum Bylgjunnar var Texas stjarnan Colleen Hoover fyrir bækur sínar Aldrei aldrei, Hjartabein, 9. nóvember og Þessu lýkur hér. „Á hæla hennar komu tvær erlendar skáldkonur. Annars vegar írska skáldkonan Lucinda Riley með risavaxna bókaflokkinn um Systurnar sjö, Fiðrildaherbergið, Miðnæturrósina, Morðin á heimavistinni og nýjasta verkið, Fiðrildaherbergið. Hins vegar sænska skáldkonan Moa Herngren með Tengdamömmuna og Skilnaðinn.“ Hún segir það hafa komið þeim hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda á óvart hversu fjölbreyttur listinn var. „Glæpasögur hafa verið ríkjandi í efstu sætum metsölulista í aðdraganda jóla en þær virðast ekki jafn ráðandi nú á miðju sumri þegar reikna má með að lesendur séu að velja bækur fyrir sjálfan sig frekar en til gjafa. Okkur reiknast til að um 150 nýjar bækur séu komnar út á árinu, flestar þeirra má skoða á Bókatíðindavefnumog svo auðvitað í prentaðri útgáfu Bókatíðinda sem dreift verður um miðjan nóvember.“ Að lokum vill Bryndís minna á að opið er fyrir umsóknir um dómnefndarstörf Íslensku bókmenntaverðlaunanna og glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans. „Svo vonum við að allir landsmenn finni næði til þess að lesa eina bók í sumar!“ 32 bókatitlar sem oftast voru nefndir: 1.-2. Dúkkuverksmiðjan - Júlía Margrét Einarsdóttir 1.-2. Hefnd Diddu Morthens - Sigríður Pétursdóttir 3.-7. Aldrei aldrei - Colleen Hoover, þýð. Birgitta Hassell og Marta Magnadóttir 3.-7. Diplómati deyr - Eliza Reid, þýð. Magnea J. Matthíasdóttir 3.-7. Fiðrildaherbergið - Lucinda Riley, þýð. Valgerður Bjarnadóttir 3.-7. Morð og messufall - Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir 3.-7. Vinkonur að eilífu? - Sara Morgan, þýð. Birgitta Hassell og Marta Magnadóttir 8.-11. Bylur - Íris Ösp Ingjaldsdóttir 8.-11. Hildur - Satu Rämö, þýð. Erla Elíasdóttir Völudóttir 8.-11. Litla leynivíkin í Króatíu - Julie Caplin, þýð. Kristín Valgerður Gísladóttir 8.-11. Tengdamamman - Moa Herngren, þýð. Sigurður Þór Salvarsson 12.-16. Hjartabein - Colleen Hoover, þýð. Sunna Dís Másdóttir 12.-16. Kvöldið sem hún hvarf - Eva Björg Ægisdóttir 12.-16. Sextíu kíló af sunnudögum - Hallgrímur Helgason 12.-16. Sólskinsdagar og sjávargola - Carole Matthews, þýð. Anna María Hilmarsdóttir 12.-16. Veislan - Robyn Harding 17.-32. 9. nóvember - Colleen Hoover, þýð. Birgitta Hassell og Marta Magnadóttir 17.-32. Áttunda undur veraldar - Lilja Rós Agnarsdóttir 17.-32. Dauðaþögn - Anna Rún Frímannsdóttir 17.-32. Dópamínríkið - Anna Lembke, þýð. Hugrún H. Kristjánsdóttir og Arnþór Jónsson 17.-32. Fimmtudagsmorðklúbburinn - Richard Osman 17.-32. Fjölskyldudeilan - Torill Thorup 17.-32. Franska sveitabýlið - Jo Thomas, þýð. Herdís M. Hübner 17.-32. Gönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu - Jónas Guðmundsson 17.-32. Hulda - Ragnar Jónasson 17.-32. Hundrað dagar í júlí - Emelie Schepp, þýð. Friðrika Benónýsdóttir 17.-32. Krafturinn í Núinu - Eckhart Tolle, þýð. Helgi Ingólfsson 17.-32. Myrká - Arnaldur Indriðason 17.-32. Mýrarljós - Viveca Sten, þýð. Elín Guðmundsdóttir 17.-32. Sjúk - Þóra Sveinsdóttir 17.-32. Skilnaðurinn - Moa Herngren, þýð. Sigurður Þór Salvarsson 17.-32. Þessu lýkur hér - Colleen Hoover, þýð. Birgitta Hassell og Marta Magnadóttir Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Fleiri fréttir Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Icewear verður einn af aðalstyrktaraðilum Íslandsmótsins í golfi 2025 Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Bylgjulestin mætir á Hjarta Hafnarfjarðar á laugardag Reykjalundur hlýtur alþjóðlega gæðavottun fyrir endurhæfingarþjónustu Myndaveisla frá Hallormsstað - Bylgjulestin 2025 90% þeirra sem upplifa hárlos meðhöndla það ekki - það er þó hægt Bylgjulestin verður í Hallormsstaðaskógi á laugardag Taktu þátt í sumarbókaviku á Bylgjunni og Vísi Aukasýningu bætt við á vinsælustu ABBA sýningu heims Iðnaðarmaður ársins fer í frí – sjáumst að ári! Bylgjulestin tók þátt í Bíladögum - myndaveisla Myndband við Þjóðhátíðarlagið frumsýnt á Vísi Iðnaðarmaður ársins hlustar á IceGuys til að koma sér í stuð Bylgjulestin verður í stuði á Bíladögum á Akureyri Myndaveisla frá Hveragerði þar sem Bylgjulestin var í beinni Ferð þú til Ástralíu með Bondi Sands og KILROY? Stálheppinn viðskiptavinur N1 vann frítt flug í heilt ár með PLAY Einn heppinn vinnur frítt flug í heilt ár með PLAY Bylgjulestin brunar af stað inn í sumarið Vinsælasta ABBA sýning heims kemur til Íslands Unga fólkið sækir í svissnesk TAG Heuer A Country Night in Nashville kemur í Hörpu Orsakir flösu og áhrifarík meðferð „Það er alls ekki í tísku að brenna“ Sjá meira
Það var Sahara Rós sem hreppti stóra vinninginn og var hún eðlilega mjög ánægð. „Þetta var óvænt og kærkomin ánægja fyrir bókahöfund og ritstjóra eins og mig sem er búin að vera í fæðingarorlofi síðustu níu mánuði! Ég ætla að bjóða yndislega eiginmanni mínum með mér á hótelið og að sjálfsögðu tek ég líka bók með mér. Síðan ætla ég að njóta þess að lesa fyrir börnin mín barnabækurnar sem fylgdu með í vinningnum.“ Þátttakan í leiknum var mjög góð að sögn Bryndísar Loftsdóttur, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bókaútgefenda. Þátttakendur áttu að setja mynd af bókinni sem þeir voru að lesa, mynd af bók sem þá langaði að lesa eða bók sem þeir mæltu með, á Facebook síðu Bylgjunnar. Bryndís Loftsdóttir er framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefenda. Alls voru nefndir 245 bækur og var tekinn saman listi yfir þá 32 titla sem oftast voru nefndir. „Tvær nýjar skáldsögur deila fyrsta sætinu, Dúkkuverksmiðjan eftir Júlíu Margréti Einarsdóttur og Hefnd Diddu Morthens eftir Sigríði Pétursdóttur,“ segir Bryndís. Tvær nýjar skáldsögur deildu fyrsta sætinu, Dúkkuverksmiðjan eftir Júlíu Margréti Einarsdóttur og Hefnd Diddu Morthens eftir Sigríði Pétursdóttur. Sá höfundur sem samanlagt var oftast nefndur af hlustendum Bylgjunnar var Texas stjarnan Colleen Hoover fyrir bækur sínar Aldrei aldrei, Hjartabein, 9. nóvember og Þessu lýkur hér. „Á hæla hennar komu tvær erlendar skáldkonur. Annars vegar írska skáldkonan Lucinda Riley með risavaxna bókaflokkinn um Systurnar sjö, Fiðrildaherbergið, Miðnæturrósina, Morðin á heimavistinni og nýjasta verkið, Fiðrildaherbergið. Hins vegar sænska skáldkonan Moa Herngren með Tengdamömmuna og Skilnaðinn.“ Hún segir það hafa komið þeim hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda á óvart hversu fjölbreyttur listinn var. „Glæpasögur hafa verið ríkjandi í efstu sætum metsölulista í aðdraganda jóla en þær virðast ekki jafn ráðandi nú á miðju sumri þegar reikna má með að lesendur séu að velja bækur fyrir sjálfan sig frekar en til gjafa. Okkur reiknast til að um 150 nýjar bækur séu komnar út á árinu, flestar þeirra má skoða á Bókatíðindavefnumog svo auðvitað í prentaðri útgáfu Bókatíðinda sem dreift verður um miðjan nóvember.“ Að lokum vill Bryndís minna á að opið er fyrir umsóknir um dómnefndarstörf Íslensku bókmenntaverðlaunanna og glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans. „Svo vonum við að allir landsmenn finni næði til þess að lesa eina bók í sumar!“ 32 bókatitlar sem oftast voru nefndir: 1.-2. Dúkkuverksmiðjan - Júlía Margrét Einarsdóttir 1.-2. Hefnd Diddu Morthens - Sigríður Pétursdóttir 3.-7. Aldrei aldrei - Colleen Hoover, þýð. Birgitta Hassell og Marta Magnadóttir 3.-7. Diplómati deyr - Eliza Reid, þýð. Magnea J. Matthíasdóttir 3.-7. Fiðrildaherbergið - Lucinda Riley, þýð. Valgerður Bjarnadóttir 3.-7. Morð og messufall - Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir 3.-7. Vinkonur að eilífu? - Sara Morgan, þýð. Birgitta Hassell og Marta Magnadóttir 8.-11. Bylur - Íris Ösp Ingjaldsdóttir 8.-11. Hildur - Satu Rämö, þýð. Erla Elíasdóttir Völudóttir 8.-11. Litla leynivíkin í Króatíu - Julie Caplin, þýð. Kristín Valgerður Gísladóttir 8.-11. Tengdamamman - Moa Herngren, þýð. Sigurður Þór Salvarsson 12.-16. Hjartabein - Colleen Hoover, þýð. Sunna Dís Másdóttir 12.-16. Kvöldið sem hún hvarf - Eva Björg Ægisdóttir 12.-16. Sextíu kíló af sunnudögum - Hallgrímur Helgason 12.-16. Sólskinsdagar og sjávargola - Carole Matthews, þýð. Anna María Hilmarsdóttir 12.-16. Veislan - Robyn Harding 17.-32. 9. nóvember - Colleen Hoover, þýð. Birgitta Hassell og Marta Magnadóttir 17.-32. Áttunda undur veraldar - Lilja Rós Agnarsdóttir 17.-32. Dauðaþögn - Anna Rún Frímannsdóttir 17.-32. Dópamínríkið - Anna Lembke, þýð. Hugrún H. Kristjánsdóttir og Arnþór Jónsson 17.-32. Fimmtudagsmorðklúbburinn - Richard Osman 17.-32. Fjölskyldudeilan - Torill Thorup 17.-32. Franska sveitabýlið - Jo Thomas, þýð. Herdís M. Hübner 17.-32. Gönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu - Jónas Guðmundsson 17.-32. Hulda - Ragnar Jónasson 17.-32. Hundrað dagar í júlí - Emelie Schepp, þýð. Friðrika Benónýsdóttir 17.-32. Krafturinn í Núinu - Eckhart Tolle, þýð. Helgi Ingólfsson 17.-32. Myrká - Arnaldur Indriðason 17.-32. Mýrarljós - Viveca Sten, þýð. Elín Guðmundsdóttir 17.-32. Sjúk - Þóra Sveinsdóttir 17.-32. Skilnaðurinn - Moa Herngren, þýð. Sigurður Þór Salvarsson 17.-32. Þessu lýkur hér - Colleen Hoover, þýð. Birgitta Hassell og Marta Magnadóttir
Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Fleiri fréttir Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Icewear verður einn af aðalstyrktaraðilum Íslandsmótsins í golfi 2025 Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Bylgjulestin mætir á Hjarta Hafnarfjarðar á laugardag Reykjalundur hlýtur alþjóðlega gæðavottun fyrir endurhæfingarþjónustu Myndaveisla frá Hallormsstað - Bylgjulestin 2025 90% þeirra sem upplifa hárlos meðhöndla það ekki - það er þó hægt Bylgjulestin verður í Hallormsstaðaskógi á laugardag Taktu þátt í sumarbókaviku á Bylgjunni og Vísi Aukasýningu bætt við á vinsælustu ABBA sýningu heims Iðnaðarmaður ársins fer í frí – sjáumst að ári! Bylgjulestin tók þátt í Bíladögum - myndaveisla Myndband við Þjóðhátíðarlagið frumsýnt á Vísi Iðnaðarmaður ársins hlustar á IceGuys til að koma sér í stuð Bylgjulestin verður í stuði á Bíladögum á Akureyri Myndaveisla frá Hveragerði þar sem Bylgjulestin var í beinni Ferð þú til Ástralíu með Bondi Sands og KILROY? Stálheppinn viðskiptavinur N1 vann frítt flug í heilt ár með PLAY Einn heppinn vinnur frítt flug í heilt ár með PLAY Bylgjulestin brunar af stað inn í sumarið Vinsælasta ABBA sýning heims kemur til Íslands Unga fólkið sækir í svissnesk TAG Heuer A Country Night in Nashville kemur í Hörpu Orsakir flösu og áhrifarík meðferð „Það er alls ekki í tísku að brenna“ Sjá meira