Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. júlí 2025 11:58 Bubbi Morthens hefur miklar áhyggjur af framtíð tónlistarbransans. Vísir/Vilhelm Þegar eru dæmi þess að gervigreind hafi hafið innreið sína inn í íslenska tónlistarbransann. Þetta segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens sem segir mikið óveður í aðsigi í bransanum vegna þessa. Framkvæmdastjóri STEF segir að um sé að ræða stærstu áskorunina sem tónlistarmenn standi nú frammi fyrir. Rætt var við Bubba Morthens í kvöldfréttum í gær þar sem hann lýsti yfir miklum áhyggjum af innreið gervigreindar í tónlistarbransann. Tilefnið eru gríðarlegar vinsældir bandarískrar hljómsveitar að nafni The Velvet Sundown sem í ljós kom að var aldrei til og er sköpuð alfarið af gervigreind. Sveitin er með hálfa milljón hlustenda á mánuði á Spotify. Bubbi segir þegar vera til dæmi um innreið gervigreindar í tónlistarbransann á Íslandi. „Það er verið að gera það. Maggi Mix, ég held að hann hafi gert lag með Bríet sem ég hefði stoppað alveg á punktinum hefði þetta verið lag með mér. Þetta er mjög, hvað eigum við að segja? Það er óveður á leiðinni.“ Litið til Danmerkur um lagasetningu Guðrún Björk Bjarnadóttir framkvæmdastjóri STEF, félagasamtaka tón- og textahöfunda á Íslandi, segist taka undir áhyggjur Bubba. „Ég deili þessum áhyggjum með Bubba og held að gervigreindin sé bara stærsta áskorun sem tónlistargeirinn og líka í rauninni aðrar skapandi greinar standa frammi fyrir.“ Guðrún Björk segir um að ræða risastóra áskorun. Gríðarlega stórt verkefni sé framundan til þess að tryggja að skapandi greinar verði áfram til og tónlistarfólk geti haft lifibrauð af tónlistarsköpun. STEF hafi sett sér stefnu er varðar leyfisveitingar til gervigreindafyrirtækja. „Það getur vel verið að við þurfum atfylgi löggjafans til þess að hjálpa okkur á þessari vegferð þannig áfram verði hægt að lifa af sinni tónlist og skapa tónlist og þessi gervigreindarheimur gleypi ekki allt saman.“ Þá sé það áhyggjuefni hve auðvelt sé að nýta gervigreind láta líkjast röddum eða andliti tónlistarmanna. „Ég persónulega er svolítið hrifin af því sem Danmörk virðist vera að fara að gera, hreinlega að breyta höfundarlögum á þann hátt að fólk eigi þá höfundarrétt að sinni rödd og sinni ásjónu þannig að það verði sérstaklega verndað og þá fólki gefin betri tæki en til staðar eru í dag til að verja sig gegn slíku.“ Tónlist Gervigreind Höfundar- og hugverkaréttur Tengdar fréttir Hefur gefið út tvö hundruð lög á fimm mánuðum Á fimm mánuðum hefur samfélagsmiðlastjarnan Maggi Mix gefið út tæplega tvö hundruð lög með aðstoð gervigreindar. Hann semur textana sjálfur og segir lögin fyrst og fremst fyrir sjálfan sig. 17. ágúst 2024 21:00 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Rætt var við Bubba Morthens í kvöldfréttum í gær þar sem hann lýsti yfir miklum áhyggjum af innreið gervigreindar í tónlistarbransann. Tilefnið eru gríðarlegar vinsældir bandarískrar hljómsveitar að nafni The Velvet Sundown sem í ljós kom að var aldrei til og er sköpuð alfarið af gervigreind. Sveitin er með hálfa milljón hlustenda á mánuði á Spotify. Bubbi segir þegar vera til dæmi um innreið gervigreindar í tónlistarbransann á Íslandi. „Það er verið að gera það. Maggi Mix, ég held að hann hafi gert lag með Bríet sem ég hefði stoppað alveg á punktinum hefði þetta verið lag með mér. Þetta er mjög, hvað eigum við að segja? Það er óveður á leiðinni.“ Litið til Danmerkur um lagasetningu Guðrún Björk Bjarnadóttir framkvæmdastjóri STEF, félagasamtaka tón- og textahöfunda á Íslandi, segist taka undir áhyggjur Bubba. „Ég deili þessum áhyggjum með Bubba og held að gervigreindin sé bara stærsta áskorun sem tónlistargeirinn og líka í rauninni aðrar skapandi greinar standa frammi fyrir.“ Guðrún Björk segir um að ræða risastóra áskorun. Gríðarlega stórt verkefni sé framundan til þess að tryggja að skapandi greinar verði áfram til og tónlistarfólk geti haft lifibrauð af tónlistarsköpun. STEF hafi sett sér stefnu er varðar leyfisveitingar til gervigreindafyrirtækja. „Það getur vel verið að við þurfum atfylgi löggjafans til þess að hjálpa okkur á þessari vegferð þannig áfram verði hægt að lifa af sinni tónlist og skapa tónlist og þessi gervigreindarheimur gleypi ekki allt saman.“ Þá sé það áhyggjuefni hve auðvelt sé að nýta gervigreind láta líkjast röddum eða andliti tónlistarmanna. „Ég persónulega er svolítið hrifin af því sem Danmörk virðist vera að fara að gera, hreinlega að breyta höfundarlögum á þann hátt að fólk eigi þá höfundarrétt að sinni rödd og sinni ásjónu þannig að það verði sérstaklega verndað og þá fólki gefin betri tæki en til staðar eru í dag til að verja sig gegn slíku.“
Tónlist Gervigreind Höfundar- og hugverkaréttur Tengdar fréttir Hefur gefið út tvö hundruð lög á fimm mánuðum Á fimm mánuðum hefur samfélagsmiðlastjarnan Maggi Mix gefið út tæplega tvö hundruð lög með aðstoð gervigreindar. Hann semur textana sjálfur og segir lögin fyrst og fremst fyrir sjálfan sig. 17. ágúst 2024 21:00 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Hefur gefið út tvö hundruð lög á fimm mánuðum Á fimm mánuðum hefur samfélagsmiðlastjarnan Maggi Mix gefið út tæplega tvö hundruð lög með aðstoð gervigreindar. Hann semur textana sjálfur og segir lögin fyrst og fremst fyrir sjálfan sig. 17. ágúst 2024 21:00