Innlent

Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Ís­landi

Lovísa Arnardóttir skrifar
Almyrkvinn 12. ágúst 2026 gengur yfir Norðurskautið, Grænland, Ísland, Portúgal og Spán. Í norðurhluta Norður Ameríku, Skandinavíu, Evrópu og vestur Afríku sést deildarmyrkvi.  Almyrkvinn er lengstur 2m 18s í hafinu skammt vestan við Látrabjarg á Íslandi.
Almyrkvinn 12. ágúst 2026 gengur yfir Norðurskautið, Grænland, Ísland, Portúgal og Spán. Í norðurhluta Norður Ameríku, Skandinavíu, Evrópu og vestur Afríku sést deildarmyrkvi. Almyrkvinn er lengstur 2m 18s í hafinu skammt vestan við Látrabjarg á Íslandi. Sævar Helgi Bragason og Andreas Dill

Rétt rúmt ár er nú þar til almyrkvi frá sólu mun sjást á íslandi í fyrsta sinn í 72 ár. Almyrkvinn verður 12. ágúst og hafa nú verið birt kort af Íslandi sem sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi og hvar gott verður að vera til að sjá hann. Kortin eru gerð af Sævari Helga Bragasyni og Andreas Dill.

Á vefnum solmyrkvi.is kemur fram að hann muni ganga yfir Norðurskautið, Grænland, Ísland, Portúgal og Spán. Í norðurhluta Norður Ameríku, Skandinavíu, Evrópu og vestur Afríku sést deildarmyrkvi.

Hann verður lengstur tvær mínútur og 18 sekúndur í hafinu skammt vestan við Látrabjarg á Íslandi.

„Á Íslandi gengur örmjó almyrkvaslóðin yfir vestasta hluta landsins. Alskuggi tunglsins nemur fyrst land við Straumsnesvita á Hornströndum kl. 17:43:28. Þar stendur almyrkvinn yfir í 1m 26s. Á Látrabjargi má njóta sýningarinnar ögn lengur, í 2m 13s. Skuggi tunglsins þeysist yfir Jörðina á 3400 km hraða á klukkustund. Hann færist suður á bóginn yfir Snæfellsnes, Reykjavík og Reykjanesskaga. Alskugginn færist loks af Íslandi við Reykjanestá kl. 17:50:07. Þar stendur almyrkvinn yfir í 1m 47s,“ segir á vefnum.

Alskuggi tunglsins er sporöskjulaga. Myrkvinn hefst þegar skugginn nemur land við Straumnesvita á Hornströndum kl 17:43. Hann ferðast á 3400 km hraða á klst eftir Vestfjörðum, yfir Snæfellsnesið, Borgarnes og Akranes, höfuðborgarsvæðið og Reykjanesskaga og lýkur við Reykjanestá um kl. 17:50.Sævar Helgi Bragason og Andreas Dill

Í heildina verður hann sjáanlegur á Íslandi frá því klukkan 17:43:28 til 17:50:07, í alls sex mínútur og 48 sekúndur.

„Eftir það þýtur alskugginn suður yfir Atlantshafið og nær Spáni næstum 35 mínútum síðar, kl. 18.25:44. Á Mallorca er almyrkvi við sólsetur.“


Tengdar fréttir

Aðstand­endur Secret Sol­stice standa að nýrri hátíð sem hefst með al­myrkvanum

Aðstandendur Secret Solstice skipuleggja nú í samstarfi við bandaríska fyrirtækið Immersive Experiences (IMXP) fjögurra daga tónlistar- og menningarhátíð sem fer fram á Hellissandi á næsta ári á sama tíma og almyrkvi á sólu verður sýnilegur á Íslandi. Seldir verða að hámarki fimm þúsund miðar á hátíðina. 

Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt

Búast má við því að tugir þúsunda manna muni leggja leið sína sérstaklega til landsins fyrir almyrkvann á næsta ári. Ísland sé nú þegar svo gott sem uppselt og að minnsta kosti þrettán skemmtiferðaskip á leið til landsins.

Lokaæfing fyrir almyrkva

Deildarmyrkvi á sólu mun sjást vel um allt land í fyrramálið. Sævar Helgi Bragason, Stjörnu-Sævar, segir undirbúning vera að hefjast fyrir almyrkvann sem verður í ágúst á næsta ári. Þá muni landið væntanlega fyllast af túristum og álag aukast á innviði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×