Lífið

Próteinbollur að hætti Gumma kíró

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Gummi kíró deilir reglulega einföldum og góðum uppskriftum með fylgjendum sínum á Instagram.
Gummi kíró deilir reglulega einföldum og góðum uppskriftum með fylgjendum sínum á Instagram.

Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi kíró, deildi nýlega einfaldri og fljótlegri uppskrift að próteinbollum sem eru stútfullar af næringu. Bollurnar eru mjúkar og einstaklega ljúffengar – sérstaklega með smjöri og osti.

Það kemur á óvart hversu einfalt það er að gera þessar bollur. Þú blandar öllum innihaldsefnunum saman í skál eða blandara, mótar deigið í litlar bollur, raðar þeim á ofnskúffu og bakar í um 20 mínútur. 

Próteinbollur 

300 g kotasæla

300 g grísk jógúrt

2 egg

2 bollar lífrænir hafrar

1 msk kókosolía

1 tsk lyftiduft

Salt

Sesamfræ til að strá yfir

Blandið öllu saman í skál og bakið á 185°C í 20-25 mínútur.

Þá má bæta við alls kyns góðgæti eins og stöppuðum banana, próteindufti, fræjum, þurrkuðum berjum eða jafnvel súkkulaðibitum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.