„Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 12. júlí 2025 08:00 Ragnhildur varð fyrst íslenskra kvenna til að vinna LET Access mót. LET ACCESS Ragnhildur Kristinsdóttir nýtti reynsluna af vondu veðurfari hér á landi til að tryggja sér sigur á Ladies European Tour Access golfmóti, fyrst íslenskra kvenna. Ragnhildur endurhugsaði sinn leik síðasta vetur, hefur spilað stórkostlega í sumar og er í góðum séns á að komast áfram á LET mótaröðina á næsta ári. Leikið var á Skerike golfvellinum í Svíþjóð síðustu þrjá daga en lokadagur mótsins fór fram í erfiðum veðuraðstæðum. „Mjög íslenskt veður, blés eins og enginn væri morgundagurinn. Þannig að maður nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði og reyna bara að fá eins mörg pör og maður gæti… Það tókst, sem betur fer.“ Sólin skein fyrstu tvo dagana en vindur og væta var á lokadeginum.LET ACCESS Ragnhildur varð þar með fyrst íslenskra kvenna til að vinna LET Access mót og fyrst til að vinna einstaklingsatvinnumannamót. „Fyrst og fremst er ótrúlega gaman að vinna golfmót og að vinna sem atvinnumaður er enn sætara“ segir Ragnhildur. „Ég er búin að vinna allt sem áhugamaður, bæði heima og svo átti ég góðan háskólaferil [í Bandaríkjunum]. Frábært að ná að færa það yfir á atvinnumannaferilinn og ná að klára dæmið hér líka. Það sýnir kannski hvað maður er komin langt, bæði golflega og ekki síst andlega.“ Endurhugsaði golfið síðasta vetur Ragnhildur nýtti síðasta vetur til að endurhugsa sinn leik og hefur notið góðs af því í sumar, hún segir samblöndu af mörgum þáttum spila inn í gott gengið. „Ég er ekki alveg jafn mikill fullkomnunarsinni, golf þarf ekki að vera fullkomið. Þegar maður fattar það þá byrjar maður að sætta sig við léleg högg fyrr, gleyma þeim og þá nær maður að púsla saman góðum hringjum. Ég er búin að spila vel núna á þremur mótum í röð, öll þessi mót í Svíþjóð hef ég spilað vel. Átti frábæran lokahring í seinustu viku, náði svo að færa það yfir á þessa viku og gera enn betur.“ Situr í góðum séns í fjórða sæti Ragnhildur situr eftir sigurinn í fjórða sæti LET Access stigalistans en eftir tímabilið fá efstu sjö kylfingar listans sæti á LET mótaröðinni sjálfri, sterkustu atvinnumannamótaröð Evrópu. „Það er stóra markmiðið, að enda í topp sjö og fá séns á stóra sviðinu á næsta ári... Ég er búin að vera að spila vel og ætla að nýta þetta til að spila enn betur. Ég er búinn að stilla upp dagskránni og stefni á að mæta af fullum hug í þau mót“ segir Ragnhildur sem er nú á leið til Spánar á næsta LET Access mót en kemur hingað til lands í næsta mánuði og tekur þátt í Íslandsmótinu. Golf Tengdar fréttir Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Ragnhildur Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, varð fyrst Íslendinga til að vinna mót á Ladies European Tour Access mótaröðinni þegar hún fagnaði sigri á opna Vasteras mótinu í Svíþjóð. 11. júlí 2025 14:58 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Sjá meira
Leikið var á Skerike golfvellinum í Svíþjóð síðustu þrjá daga en lokadagur mótsins fór fram í erfiðum veðuraðstæðum. „Mjög íslenskt veður, blés eins og enginn væri morgundagurinn. Þannig að maður nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði og reyna bara að fá eins mörg pör og maður gæti… Það tókst, sem betur fer.“ Sólin skein fyrstu tvo dagana en vindur og væta var á lokadeginum.LET ACCESS Ragnhildur varð þar með fyrst íslenskra kvenna til að vinna LET Access mót og fyrst til að vinna einstaklingsatvinnumannamót. „Fyrst og fremst er ótrúlega gaman að vinna golfmót og að vinna sem atvinnumaður er enn sætara“ segir Ragnhildur. „Ég er búin að vinna allt sem áhugamaður, bæði heima og svo átti ég góðan háskólaferil [í Bandaríkjunum]. Frábært að ná að færa það yfir á atvinnumannaferilinn og ná að klára dæmið hér líka. Það sýnir kannski hvað maður er komin langt, bæði golflega og ekki síst andlega.“ Endurhugsaði golfið síðasta vetur Ragnhildur nýtti síðasta vetur til að endurhugsa sinn leik og hefur notið góðs af því í sumar, hún segir samblöndu af mörgum þáttum spila inn í gott gengið. „Ég er ekki alveg jafn mikill fullkomnunarsinni, golf þarf ekki að vera fullkomið. Þegar maður fattar það þá byrjar maður að sætta sig við léleg högg fyrr, gleyma þeim og þá nær maður að púsla saman góðum hringjum. Ég er búin að spila vel núna á þremur mótum í röð, öll þessi mót í Svíþjóð hef ég spilað vel. Átti frábæran lokahring í seinustu viku, náði svo að færa það yfir á þessa viku og gera enn betur.“ Situr í góðum séns í fjórða sæti Ragnhildur situr eftir sigurinn í fjórða sæti LET Access stigalistans en eftir tímabilið fá efstu sjö kylfingar listans sæti á LET mótaröðinni sjálfri, sterkustu atvinnumannamótaröð Evrópu. „Það er stóra markmiðið, að enda í topp sjö og fá séns á stóra sviðinu á næsta ári... Ég er búin að vera að spila vel og ætla að nýta þetta til að spila enn betur. Ég er búinn að stilla upp dagskránni og stefni á að mæta af fullum hug í þau mót“ segir Ragnhildur sem er nú á leið til Spánar á næsta LET Access mót en kemur hingað til lands í næsta mánuði og tekur þátt í Íslandsmótinu.
Golf Tengdar fréttir Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Ragnhildur Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, varð fyrst Íslendinga til að vinna mót á Ladies European Tour Access mótaröðinni þegar hún fagnaði sigri á opna Vasteras mótinu í Svíþjóð. 11. júlí 2025 14:58 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Sjá meira
Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Ragnhildur Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, varð fyrst Íslendinga til að vinna mót á Ladies European Tour Access mótaröðinni þegar hún fagnaði sigri á opna Vasteras mótinu í Svíþjóð. 11. júlí 2025 14:58