Innlent

Detti­foss komið til hafnar

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Varðskipið Freyja dró Dettifoss að landi.
Varðskipið Freyja dró Dettifoss að landi.

Dettifoss, fragtskip Eimskips sem varð vélarvana úti á hafi á miðvikudagar, kom til hafnar í Reykjavík síðdegis í dag eftir að varðskipið Freyja dró það í land.

Dettifoss var á leið frá Reykjavík til Nuuk á Grænlandi þegar skipið varð vélarvana um 390 sjómílur suðvestur af Reykjanestá.

Freyja kom að Dettifoss, sem er í eigu Eimskipa, að ganga miðnætti á fimmtudagskvöld og hófu Landhelgisgæsluliðar nær strax að draga bátinn eftir að dráttartaug hafði verið komið upp. Dettifoss

Dráttarbátar Faxaflóahafna tóku við drættinum af Freyju við Engey um sexleytið og komu Dettifoss upp að bryggju. Í kvöld var farið í að greina ástand skipsins og undirbúa viðgerðir. 

Gert er ráð fyrir að viðgerðir hefjist strax í fyrramálið og gangi hratt og örugglega fyrir sig. Stefnt er að því að Dettifoss haldi áætlun sinni áfram í næstu viku.

Eimskip vill í tilkynningu koma á framfæri þakklæti til allra viðbragðsaðila sem komu að málinu, sérstaklega Landhelgisgæslu Íslands.


Tengdar fréttir

Dettifoss nálgast endamarkið

Flutningaskipið Dettifoss, sem varð vélarvana úti á hafi á miðvikudag, nálgast nú landið dregið áfram af varðskipinu Freyja í eigu Landhelgisgæslunnar.

Draga Dettifoss til Reykjavíkur

Varðskipið Freyja er nú að draga Dettifoss, fragtskip Eimskips, til Reykjavíkur eftir að það síðarnefnda varð vélarvana í gær. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×