Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. júlí 2025 12:00 Guðni Kristinsson og félagar hjá 2Go Iceland hafa farið með ferðamenn að eldgosum á Reykjanesi undanfarin ár. Ferðaþjónustuaðili segir aðstæður á gossvæðinu á Reykjanesi vera með besta móti, svo minni á fyrsta eldgosið við Fagradalsfjall frá árinu 2021. Auðvelt sé að fara með ferðamenn að gosinu en bílastæði séu sneisafull og líklegt að bregðast þurfi við. Vel gengur að ferja ferðamenn að eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni. Þetta segir Guðni Kristinsson einn eigenda ferðaskrifstofunnar 2Go Iceland. Hann segir aðstæður á vettvangi góðar en segir bílastæði við Fagradalsfjall og Grindavíkurveg þétt setin. „Þetta er mjög vel staðsett. Við erum búin að vera að ganga að gosinu síðan '21 síðan í Fagradalsfjalli og þetta er auðveldari ganga heldur en þá. Þetta er þægileg ganga og mjög góðar aðstæður. Auðvitað þarf að passa sig á gasinu,“ segir Guðni sem tekur fram að ferðir fyrirtækisins séu ávallt farnar með gasgrímur við hönd. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum hefur gossvæðið verið vel sótt af ferðamönnum um helgina. Lögregla hefur sett upp merkingar við Grindavíkurveg og fylgist með stöðunni og hvetur fólk til að fara að öllu með gát og minnir á að um hættusvæði er að ræða. Guðni segir tímaspursmál hvenær bílastæði á svæðinu fyllist. „Það er orðin mikil fjölgun síðan í gær. Við sjáum það strax. Það er bílastæði þarna sem hefur verið fyrir Fagradalsfjall, svokallað P1. En það verður alveg fullt örugglega núna. Ég er búinn að sjá myndir núna, það er strax orðið mikið. Það þarf að fara að gera eitthvað eins og var gert fyrir síðustu gos, '21, '22 og '23 þá þarf að fara að laga aðstæður eða opna fleiri bílastæði í kring. Það er undir stjórnvöldum komið.“ Hann hvetur fólk sem ætlar sér á gossvæðið að gleyma ekki að kíkja til Grindavíkur. „Ef það er að fara að labba, þá líka fara inn í Grindavík. Fara og fá sér að borða, byggja upp Grindavík, hjálpa fyrirtækjunum sem eru þar. Það er mjög mikilvægt. Ef þú ætlar að fara að gosinu, endilega farðu þá inn í Grindavík líka, það er frábært að fara að fá sér að borða þar, fara á fjórhjól, gista eða hvað sem er hægt að gera inn í Grindavík líka.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðaþjónusta Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira
Vel gengur að ferja ferðamenn að eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni. Þetta segir Guðni Kristinsson einn eigenda ferðaskrifstofunnar 2Go Iceland. Hann segir aðstæður á vettvangi góðar en segir bílastæði við Fagradalsfjall og Grindavíkurveg þétt setin. „Þetta er mjög vel staðsett. Við erum búin að vera að ganga að gosinu síðan '21 síðan í Fagradalsfjalli og þetta er auðveldari ganga heldur en þá. Þetta er þægileg ganga og mjög góðar aðstæður. Auðvitað þarf að passa sig á gasinu,“ segir Guðni sem tekur fram að ferðir fyrirtækisins séu ávallt farnar með gasgrímur við hönd. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum hefur gossvæðið verið vel sótt af ferðamönnum um helgina. Lögregla hefur sett upp merkingar við Grindavíkurveg og fylgist með stöðunni og hvetur fólk til að fara að öllu með gát og minnir á að um hættusvæði er að ræða. Guðni segir tímaspursmál hvenær bílastæði á svæðinu fyllist. „Það er orðin mikil fjölgun síðan í gær. Við sjáum það strax. Það er bílastæði þarna sem hefur verið fyrir Fagradalsfjall, svokallað P1. En það verður alveg fullt örugglega núna. Ég er búinn að sjá myndir núna, það er strax orðið mikið. Það þarf að fara að gera eitthvað eins og var gert fyrir síðustu gos, '21, '22 og '23 þá þarf að fara að laga aðstæður eða opna fleiri bílastæði í kring. Það er undir stjórnvöldum komið.“ Hann hvetur fólk sem ætlar sér á gossvæðið að gleyma ekki að kíkja til Grindavíkur. „Ef það er að fara að labba, þá líka fara inn í Grindavík. Fara og fá sér að borða, byggja upp Grindavík, hjálpa fyrirtækjunum sem eru þar. Það er mjög mikilvægt. Ef þú ætlar að fara að gosinu, endilega farðu þá inn í Grindavík líka, það er frábært að fara að fá sér að borða þar, fara á fjórhjól, gista eða hvað sem er hægt að gera inn í Grindavík líka.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðaþjónusta Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira