Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. júlí 2025 12:00 Guðni Kristinsson og félagar hjá 2Go Iceland hafa farið með ferðamenn að eldgosum á Reykjanesi undanfarin ár. Ferðaþjónustuaðili segir aðstæður á gossvæðinu á Reykjanesi vera með besta móti, svo minni á fyrsta eldgosið við Fagradalsfjall frá árinu 2021. Auðvelt sé að fara með ferðamenn að gosinu en bílastæði séu sneisafull og líklegt að bregðast þurfi við. Vel gengur að ferja ferðamenn að eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni. Þetta segir Guðni Kristinsson einn eigenda ferðaskrifstofunnar 2Go Iceland. Hann segir aðstæður á vettvangi góðar en segir bílastæði við Fagradalsfjall og Grindavíkurveg þétt setin. „Þetta er mjög vel staðsett. Við erum búin að vera að ganga að gosinu síðan '21 síðan í Fagradalsfjalli og þetta er auðveldari ganga heldur en þá. Þetta er þægileg ganga og mjög góðar aðstæður. Auðvitað þarf að passa sig á gasinu,“ segir Guðni sem tekur fram að ferðir fyrirtækisins séu ávallt farnar með gasgrímur við hönd. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum hefur gossvæðið verið vel sótt af ferðamönnum um helgina. Lögregla hefur sett upp merkingar við Grindavíkurveg og fylgist með stöðunni og hvetur fólk til að fara að öllu með gát og minnir á að um hættusvæði er að ræða. Guðni segir tímaspursmál hvenær bílastæði á svæðinu fyllist. „Það er orðin mikil fjölgun síðan í gær. Við sjáum það strax. Það er bílastæði þarna sem hefur verið fyrir Fagradalsfjall, svokallað P1. En það verður alveg fullt örugglega núna. Ég er búinn að sjá myndir núna, það er strax orðið mikið. Það þarf að fara að gera eitthvað eins og var gert fyrir síðustu gos, '21, '22 og '23 þá þarf að fara að laga aðstæður eða opna fleiri bílastæði í kring. Það er undir stjórnvöldum komið.“ Hann hvetur fólk sem ætlar sér á gossvæðið að gleyma ekki að kíkja til Grindavíkur. „Ef það er að fara að labba, þá líka fara inn í Grindavík. Fara og fá sér að borða, byggja upp Grindavík, hjálpa fyrirtækjunum sem eru þar. Það er mjög mikilvægt. Ef þú ætlar að fara að gosinu, endilega farðu þá inn í Grindavík líka, það er frábært að fara að fá sér að borða þar, fara á fjórhjól, gista eða hvað sem er hægt að gera inn í Grindavík líka.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðaþjónusta Grindavík Bílastæði Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Vel gengur að ferja ferðamenn að eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni. Þetta segir Guðni Kristinsson einn eigenda ferðaskrifstofunnar 2Go Iceland. Hann segir aðstæður á vettvangi góðar en segir bílastæði við Fagradalsfjall og Grindavíkurveg þétt setin. „Þetta er mjög vel staðsett. Við erum búin að vera að ganga að gosinu síðan '21 síðan í Fagradalsfjalli og þetta er auðveldari ganga heldur en þá. Þetta er þægileg ganga og mjög góðar aðstæður. Auðvitað þarf að passa sig á gasinu,“ segir Guðni sem tekur fram að ferðir fyrirtækisins séu ávallt farnar með gasgrímur við hönd. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum hefur gossvæðið verið vel sótt af ferðamönnum um helgina. Lögregla hefur sett upp merkingar við Grindavíkurveg og fylgist með stöðunni og hvetur fólk til að fara að öllu með gát og minnir á að um hættusvæði er að ræða. Guðni segir tímaspursmál hvenær bílastæði á svæðinu fyllist. „Það er orðin mikil fjölgun síðan í gær. Við sjáum það strax. Það er bílastæði þarna sem hefur verið fyrir Fagradalsfjall, svokallað P1. En það verður alveg fullt örugglega núna. Ég er búinn að sjá myndir núna, það er strax orðið mikið. Það þarf að fara að gera eitthvað eins og var gert fyrir síðustu gos, '21, '22 og '23 þá þarf að fara að laga aðstæður eða opna fleiri bílastæði í kring. Það er undir stjórnvöldum komið.“ Hann hvetur fólk sem ætlar sér á gossvæðið að gleyma ekki að kíkja til Grindavíkur. „Ef það er að fara að labba, þá líka fara inn í Grindavík. Fara og fá sér að borða, byggja upp Grindavík, hjálpa fyrirtækjunum sem eru þar. Það er mjög mikilvægt. Ef þú ætlar að fara að gosinu, endilega farðu þá inn í Grindavík líka, það er frábært að fara að fá sér að borða þar, fara á fjórhjól, gista eða hvað sem er hægt að gera inn í Grindavík líka.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðaþjónusta Grindavík Bílastæði Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira