Íslenski boltinn

„Okkur fannst þetta ekkert öðru­vísi en aðrir leikir”

Pálmi Þórsson skrifar
Agla María Albertsdóttir átti mjög góðan leik með Blikum í kvöld.
Agla María Albertsdóttir átti mjög góðan leik með Blikum í kvöld. Vísir/Pawel

Agla María Albertsdóttir átti frábæran leik í kvöld þegar Blikar unnu 3-1 sigur á Þrótti í toppslag Bestu deildar kvenna í fótbolta og fannst það mjög jákvætt að vinna leikinn og tylla sér einar á toppinn.

Þetta var fyrsti leikur eftir fjögurra vikna frí en einnig toppslagur og var það ekkert öðruvísi að koma inn í toppslag eftir svona langt frí?

„Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir. Þjálfarateymið náttúrulega með mikla tenginu við Þrótt. Kannski öðruvísi fyrir þá að mæta sínu fyrra félagi en fyrir okkur þá eru bara svo mörg lið í þessari deild sem eru jöfn. En Þróttur eru klárlega eitt af bestu liðunum. En þetta var bara hefðbundinn undirbúningur,” sagði Agla María.

Agla sem fyrr átti góðan leik og var mikið í því að stinga boltanum inn fyrir og búa til marktækifæri. Er það kannski að uppleggið?

„Nei ekkert þannig. Það bara opnuðust mikið svæði og Birta er góð í því að fá boltann inn fyrir. Við sáum bara að það opnuðust svæði fyrir það og þá herjuðum við á það. Ekkert flóknara en það. Við fórum aðallega yfir það hvernig við ætluðum að verjast og pressa. Við gerðum það mjög vel,” sagði Agla María.

En pressan heppnaðist vel en Blikastelpur voru einnig góðar í að brjóta upp pressuna hjá Þrótti.

„Heilt yfir vorum við bara sterkari aðilinn þó það hafi komið kaflar þar sem að þetta var jafnt en bara tvö hörku góð lið. En heilt yfir þá fannst mér þessi frammistaða verðskulda sigur,” sagði Agla María.

En hvað þýðir þessi sigur fyrir Breiðablik?

„Ég held að þessi sigur tákni ekkert annað en það að við förum í alla leiki til að vinna. Þetta er engin undantekning frá því. Við gerðum náttúrulega jafntefli við þær í fyrri umferðinni. Þannig það er frábært að klára þennan leik hérna á heimavelli og það á bara að vera stígandi í þessu hjá okkur. Við ætlum bara að byggja á þessa frammistöðu. Förum næst í bikarinn og ætlum að klára það. Koma okkur aftur á Laugardalshöll og við bara höldum áfram,” sagði Agla að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×