Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. júlí 2025 10:18 Kári Stefánsson hefur beðist afsökunar á ummælunum. Vísir/Vilhelm Upplýsingafulltrúi lyfjarisans Amgen, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, ber af sér sakir Kára Stefánssonar, fyrrverandi forstjóra, um njósnir á starfsmönnum fyrirtækisins. Forsaga málsins er sú að Kári Stefánsson var gestur í bókaklúbbi Spursmála á Morgunblaðinu. Viðfangsefni þáttarins var bókin 1984 eftir George Orwell þar sem stanslaust eftirlit og ofríki Stóra bróðurs eru jú meginþemu. Sagði Amgen-búnað hljóðnema Í þættinum rekur hann söguna af því þegar Amgen krafðist þess að allir starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar væru með fartölvu sem þeir útvega. Hann hafi spurt hvaða eiginleika þessar Amgen-tölvur hefðu umfram aðrar tölvur en ekki borist svör. Þá gaf hann það í skyn að Amgen gæti notað tölvurnar til njósna á starfsfólki. „Þetta eru tölvur sem eru með njósnabúnaði. Þetta eru tölvur sem eru með „spyware.“ Og þetta eru ekki bara tölvur, þetta eru míkrafónar. Það er hægt að hlusta á allt sem talað er í kringum þessar tölvur. Og þá geta menn sagt, er þetta ekki bara sjálfsagt, þetta er tæki sem þeir nota við vinnu sína í vinnunni. Er eitthvað sem á sér stað í vinnunni sem fyrirtækið má ekki vita um og svarið við því er auðvitað nei. Auðvitað eiga þeir að fá að vita um allt. En þarna ertu kominn alveg upp að línunni,“ sagði hann. Neita njósnum Fréttastofa bar ummæli Kára undir Amgen og barst í gærkvöldi skriflegt svar frá upplýsingafulltrúa fyrirtækisins. Hefur Amgen komið fyrir njósnahugbúnaði í tölvur starfsmanna Íslenskrar erfðagreiningar og stundar Amgen njósnir á starfsfólki sínu? Svar Amgen var skorinort: „Nei, það gerum við ekki.“ Misheppnaðar gríntilraunir Kári dró sjálfur ummæli sín til baka í aðsendri grein á Vísi. Hann sagði ásakanir sínar um njósnir „misheppnaðar tilraunir [...] til þess að vera fyndinn.“ „Það var óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt í annars góðum samræðum að gefa það í skyn að Amgen gæti notað tölvurnar til þess að njósna. Ég hef ekkert í höndunum sem bendir til þess að Amgen hafi notað tölvurnar til þess að njósna eða hafi slíkt í huga og ég er handviss um að þeir standi í þeirri trú að svona tölva geri jafnvel kótiletturnar betri á bragið,“ skrifaði Kári. Íslensk erfðagreining Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Kári Stefánsson var gestur í bókaklúbbi Spursmála á Morgunblaðinu. Viðfangsefni þáttarins var bókin 1984 eftir George Orwell þar sem stanslaust eftirlit og ofríki Stóra bróðurs eru jú meginþemu. Sagði Amgen-búnað hljóðnema Í þættinum rekur hann söguna af því þegar Amgen krafðist þess að allir starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar væru með fartölvu sem þeir útvega. Hann hafi spurt hvaða eiginleika þessar Amgen-tölvur hefðu umfram aðrar tölvur en ekki borist svör. Þá gaf hann það í skyn að Amgen gæti notað tölvurnar til njósna á starfsfólki. „Þetta eru tölvur sem eru með njósnabúnaði. Þetta eru tölvur sem eru með „spyware.“ Og þetta eru ekki bara tölvur, þetta eru míkrafónar. Það er hægt að hlusta á allt sem talað er í kringum þessar tölvur. Og þá geta menn sagt, er þetta ekki bara sjálfsagt, þetta er tæki sem þeir nota við vinnu sína í vinnunni. Er eitthvað sem á sér stað í vinnunni sem fyrirtækið má ekki vita um og svarið við því er auðvitað nei. Auðvitað eiga þeir að fá að vita um allt. En þarna ertu kominn alveg upp að línunni,“ sagði hann. Neita njósnum Fréttastofa bar ummæli Kára undir Amgen og barst í gærkvöldi skriflegt svar frá upplýsingafulltrúa fyrirtækisins. Hefur Amgen komið fyrir njósnahugbúnaði í tölvur starfsmanna Íslenskrar erfðagreiningar og stundar Amgen njósnir á starfsfólki sínu? Svar Amgen var skorinort: „Nei, það gerum við ekki.“ Misheppnaðar gríntilraunir Kári dró sjálfur ummæli sín til baka í aðsendri grein á Vísi. Hann sagði ásakanir sínar um njósnir „misheppnaðar tilraunir [...] til þess að vera fyndinn.“ „Það var óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt í annars góðum samræðum að gefa það í skyn að Amgen gæti notað tölvurnar til þess að njósna. Ég hef ekkert í höndunum sem bendir til þess að Amgen hafi notað tölvurnar til þess að njósna eða hafi slíkt í huga og ég er handviss um að þeir standi í þeirri trú að svona tölva geri jafnvel kótiletturnar betri á bragið,“ skrifaði Kári.
Íslensk erfðagreining Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira