Innlent

„Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld.

Forstjóri eina kísiljárnframleiðanda landsins segir samkeppnishæfni félagsins verða gjösamlega þurrkaða út ef yfirvofandi verndartollar ESB verða að veruleika. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir það grafalvarlegt ef málið var ekki rætt á fundi með forseta framkvæmdastjórnar Evrópu á dögunum.

Hugmyndir Ísraelsmanna um mannúðaraðstoð úr lofti mun ekkert gera fyrir íbúa Gasa, segir yfirmaður hjálparstofnunar.

Uppbygging landeldis í Vestmannaeyjum er stærsta einkaframkvæmd í sögu eyjanna. Stefnt er að slátrun fyrstu fiska í vetur.

Druslugangan var gengin í þrettánda sinn í dag. Tilfinningaþrungin stund var á Austurvelli.

Fullsetin stúka var á Meistaravöllum þegar KR tók á móti Breiðabliki í fyrsta heimaleik liðsins í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×