Innlent

Virknin minnkað þó á­fram gjósi

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Mynd af eldgosinu frá fyrstu dögum þess.
Mynd af eldgosinu frá fyrstu dögum þess. Björn Steinbekk

Áfram gýs úr einum gíg í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni en gosvirknin hefur minnkað aðeins frá því síðustu daga. Enn rennur hraunið til austurs og suðausturs.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Náttúruvárvakt Veðurstofu Íslands.

Hraunið dreifir úr sér á breiðunni innan við einn kílómetra frá gígnum eins og það hefur gert síðustu daga. Lítil hreyfing er á ystu hraunjöðrum.

„Ákveðinni norðvestanátt er spáð í dag og berst gasmengun þá til suðausturs og er því ekki búist við gasmengun í byggð,“ segir í tilkynningunni.

Þá hefur lítil sem engin gosmóða mælst á landinu í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×