„Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. júlí 2025 14:06 Átakið „Ökum slóðann” er framlag Ferðaklúbbsins 4×4 til að sporna við akstri utan slóða en það hefur verið eitt af baráttumálum klúbbsins í gegnum tíðina. Prentuð hafa verið út plaköt á íslensku, ensku, frönsku, pólsku og kínversku, sem er verið að dreifa, sem víðast. Aðsend Utanvegaakstur er vandamál víða á hálendinu en til að bregðast við því hefur Ferðaklúbburinn 4x4 hleypt af stað átakinu “Ökum slóðann”, sem er verkefni til að koma í veg fyrir akstur utan vega. Utanvegaakstur er mál, sem kemur reglulega upp í fréttum en síðustu áratugi hefur meðvitund fólks gagnvart skemmdum á landi gjörbreyst og almennt er vilji fólks mikill til að vernda náttúruna. Þó koma upp slæm tilvik á hverju ári, sem flest má rekja til gáleysi eða þekkingarleysi. Umhverfisnefnd Ferðaklúbbsins 4 x 4 hefur nú hleypt af stað sérstöku átaki gegn utanvegaakstri en það kallast “Ökum slóðann”. Snædís Arnardóttir er formaður umhverfisnefndar klúbbsins. „Þetta snýst aðallega um það að fá fólk til að huga að því hvernig maður á að ganga um slóðana okkar. Til dæmis að maður eigi ekki að beygja fram hjá erfiðum torleiðum á vegum, heldur eigi maður að láta á það reyna ef það er hægt á meðan það velur ekki neinum skemmdum,” segir Snædís og bætir við. „Já og búa til í rauninni meiri meðvitund á meðal fólks að þetta sé ólöglegt og að það þurfi að gæta að því að skemma ekki hálendið okkar og vegina.” En er mikið um utanvegaakstur á hálendi Íslands eða hvað? „Já á ákveðnum stöðum er þetta vandamál, sem er alveg hægt að reyna að fyrirbyggja með því að fólk sé meðvitað og koma í veg fyrir utanvegaakstur af gáleysi,” segir Snædís. Snædís Arnardóttir, sem er formaður umhverfisnefndar Ferðaklúbbsins 4 x 4.Aðsend En hvar er þetta helst vandamál? „Ég myndi segja í kringum þessa algengustu ferðamannastaði, þar sem er mikið af kannski minni bílum á ferðinni, sem eru að forðast erfið svæði.” Er þetta vankunnátta ökumanna eða er þetta einhver töffaraskapur? „Ég myndi segja að þetta væri bæði, þetta er tvíþætt. Annars vegar eru náttúrulega alltaf einhverjir, sem ætla sér að gera þetta af því að þeir geta það og vita að þetta sé ólöglegt eða ekki. Svo er það hitt, að þekkja ekki hvernig maður á að eiga við til dæmis torfærur á veginum eða einhver lítil snjóskafl, sem þú getur kannski reynt að fara yfir hvort er eða það að fólks sé ekki á nógu vel búnum bílum til að ferðast um þann veg,” segir Snædís. „Ökum slóðann“ verkefni hefur farið mjög vel af stað segir Snædís og allir mjög jákvæðir fyrir því.Aðsend Heimasíða Ferðaklúbbsins 4 x 4 Ferðalög Utanvegaakstur Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira
Utanvegaakstur er mál, sem kemur reglulega upp í fréttum en síðustu áratugi hefur meðvitund fólks gagnvart skemmdum á landi gjörbreyst og almennt er vilji fólks mikill til að vernda náttúruna. Þó koma upp slæm tilvik á hverju ári, sem flest má rekja til gáleysi eða þekkingarleysi. Umhverfisnefnd Ferðaklúbbsins 4 x 4 hefur nú hleypt af stað sérstöku átaki gegn utanvegaakstri en það kallast “Ökum slóðann”. Snædís Arnardóttir er formaður umhverfisnefndar klúbbsins. „Þetta snýst aðallega um það að fá fólk til að huga að því hvernig maður á að ganga um slóðana okkar. Til dæmis að maður eigi ekki að beygja fram hjá erfiðum torleiðum á vegum, heldur eigi maður að láta á það reyna ef það er hægt á meðan það velur ekki neinum skemmdum,” segir Snædís og bætir við. „Já og búa til í rauninni meiri meðvitund á meðal fólks að þetta sé ólöglegt og að það þurfi að gæta að því að skemma ekki hálendið okkar og vegina.” En er mikið um utanvegaakstur á hálendi Íslands eða hvað? „Já á ákveðnum stöðum er þetta vandamál, sem er alveg hægt að reyna að fyrirbyggja með því að fólk sé meðvitað og koma í veg fyrir utanvegaakstur af gáleysi,” segir Snædís. Snædís Arnardóttir, sem er formaður umhverfisnefndar Ferðaklúbbsins 4 x 4.Aðsend En hvar er þetta helst vandamál? „Ég myndi segja í kringum þessa algengustu ferðamannastaði, þar sem er mikið af kannski minni bílum á ferðinni, sem eru að forðast erfið svæði.” Er þetta vankunnátta ökumanna eða er þetta einhver töffaraskapur? „Ég myndi segja að þetta væri bæði, þetta er tvíþætt. Annars vegar eru náttúrulega alltaf einhverjir, sem ætla sér að gera þetta af því að þeir geta það og vita að þetta sé ólöglegt eða ekki. Svo er það hitt, að þekkja ekki hvernig maður á að eiga við til dæmis torfærur á veginum eða einhver lítil snjóskafl, sem þú getur kannski reynt að fara yfir hvort er eða það að fólks sé ekki á nógu vel búnum bílum til að ferðast um þann veg,” segir Snædís. „Ökum slóðann“ verkefni hefur farið mjög vel af stað segir Snædís og allir mjög jákvæðir fyrir því.Aðsend Heimasíða Ferðaklúbbsins 4 x 4
Ferðalög Utanvegaakstur Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira