„Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Bjarki Sigurðsson skrifar 28. júlí 2025 23:18 Sigurður Guðjón Gíslason er formaður Landeigendafélags Hrauns. Vísir/Bjarni Ferðamenn sem ganga að eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni hafa almennt hagað sér vel, þrátt fyrir að einhverjir þeirra eigi það til að ganga út á hraunið, sem landeigandi segir stórhættulegt. Þá eru dæmi um utanvegaakstur á svæðinu. Þrátt fyrir að áhugi Íslendinga á gosinu við Sundhnúksgígaröðina virðist takmarkaður streyma ferðamenn þangað í stórum stíl dagsdaglega. „Í raun og veru hefur þetta gengið ótrúlega vel. Flestir mjög spenntir að sjá þetta. Þetta er öðruvísi upplifun en í fyrri gosum sem voru í Covid. Þá voru þetta mest Íslendingar sem voru að koma, núna eru þetta útlendingar. Þeim finnst þetta miklu meiri upplifun en Íslendingnum, hann er orðinn vanur þessu,“ segir Sigurður Guðjón Gíslason, formaður Landeigendafélags Hrauns. Landeigendur þar sem P1-bílastæðið svokallaða er, hafa lagt veg að gosstöðvunum en einungis bílar viðbragðsaðila og ferðaþjónustufyrirtækisins Icelandia er heimilt að aka hann. Þá fara flest allir þeirra sem ganga að eldgosinu eftir veginum. Flestir virða akstursbannið en ekki eru allir sáttir með fyrirkomulagið. „Frá því ég var með afa gamla á rúntinum, það er alltaf einhver sem telur sig hafa rétt á því að fara þangað sem hann vill á fjórhjóli eða buggy. Það er alltaf þannig, það breytist örugglega ekki. En maður er að reyna að höfða til fólks, tala rólega við það en það gengur misvel, það er eins og það er,“ segir Sigurður. Undursamleg sýn Þegar fréttastofu bar að garði um hádegisbilið í dag voru um fjögur hundruð ökutæki á svæðinu. Sigurður segir að á mestu háannadögunum komi um fimm þúsund manns á svæðið. Við ræddum við nokkra ferðamenn sem voru nýkomnir til baka úr göngu. „Þetta er algjörlega frábært. Slíkt tækifæri gefst aðeins einu sinni á ævinni,“ segir Greg frá Ástralíu. „Undursamlegt. Við hjónin sátum í brekkunni í um fimmtíu mínútur, horfðum á gosið og tókum myndir.“ Greg frá Ástralíu.Vísir/Bjarni „Þetta var rosalegt. Maður sá þetta allt saman,“ segir Parker og afi hans frá Ohio í Bandaríkjunum. Þið sögðuð að gangan til baka hafi verið löng. Voruð þið þreyttir? „Já, mjög þreyttir og á móti vindi. Það er ekki sanngjarnt. Maður á að hafa vindinn í bakið báðar leiðir,“ svöruðu þeir glettnir. Parker og afi hans. Vísir/Bjarni „Þetta var mjög fallegt. Ég sá fallega glóandi hraunið renna frá eldfjallinu og hraunið í allri sinni dýrð,“ segir Nathan frá Frakklandi. Nathan frá Frakklandi.Vísir/Bjarni Vont ef einhver slasast Þrátt fyrir að flestir ferðamanna hagi sér, eru einhverjir sem hætta sér út á nýtt hraun til að fá betra útsýni. „Þetta er auðvitað stórhættulegt. Það er verið að reyna að biðla til fólks að vera ekki að slasa sig. Við erum bara að hugsa um öryggi fólks. Það væri það versta sem gæti gerst, ef einhver myndi stórslasast og það þyrfti að loka svæðinu,“ segir Sigurður. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðaþjónusta Utanvegaakstur Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Þrátt fyrir að áhugi Íslendinga á gosinu við Sundhnúksgígaröðina virðist takmarkaður streyma ferðamenn þangað í stórum stíl dagsdaglega. „Í raun og veru hefur þetta gengið ótrúlega vel. Flestir mjög spenntir að sjá þetta. Þetta er öðruvísi upplifun en í fyrri gosum sem voru í Covid. Þá voru þetta mest Íslendingar sem voru að koma, núna eru þetta útlendingar. Þeim finnst þetta miklu meiri upplifun en Íslendingnum, hann er orðinn vanur þessu,“ segir Sigurður Guðjón Gíslason, formaður Landeigendafélags Hrauns. Landeigendur þar sem P1-bílastæðið svokallaða er, hafa lagt veg að gosstöðvunum en einungis bílar viðbragðsaðila og ferðaþjónustufyrirtækisins Icelandia er heimilt að aka hann. Þá fara flest allir þeirra sem ganga að eldgosinu eftir veginum. Flestir virða akstursbannið en ekki eru allir sáttir með fyrirkomulagið. „Frá því ég var með afa gamla á rúntinum, það er alltaf einhver sem telur sig hafa rétt á því að fara þangað sem hann vill á fjórhjóli eða buggy. Það er alltaf þannig, það breytist örugglega ekki. En maður er að reyna að höfða til fólks, tala rólega við það en það gengur misvel, það er eins og það er,“ segir Sigurður. Undursamleg sýn Þegar fréttastofu bar að garði um hádegisbilið í dag voru um fjögur hundruð ökutæki á svæðinu. Sigurður segir að á mestu háannadögunum komi um fimm þúsund manns á svæðið. Við ræddum við nokkra ferðamenn sem voru nýkomnir til baka úr göngu. „Þetta er algjörlega frábært. Slíkt tækifæri gefst aðeins einu sinni á ævinni,“ segir Greg frá Ástralíu. „Undursamlegt. Við hjónin sátum í brekkunni í um fimmtíu mínútur, horfðum á gosið og tókum myndir.“ Greg frá Ástralíu.Vísir/Bjarni „Þetta var rosalegt. Maður sá þetta allt saman,“ segir Parker og afi hans frá Ohio í Bandaríkjunum. Þið sögðuð að gangan til baka hafi verið löng. Voruð þið þreyttir? „Já, mjög þreyttir og á móti vindi. Það er ekki sanngjarnt. Maður á að hafa vindinn í bakið báðar leiðir,“ svöruðu þeir glettnir. Parker og afi hans. Vísir/Bjarni „Þetta var mjög fallegt. Ég sá fallega glóandi hraunið renna frá eldfjallinu og hraunið í allri sinni dýrð,“ segir Nathan frá Frakklandi. Nathan frá Frakklandi.Vísir/Bjarni Vont ef einhver slasast Þrátt fyrir að flestir ferðamanna hagi sér, eru einhverjir sem hætta sér út á nýtt hraun til að fá betra útsýni. „Þetta er auðvitað stórhættulegt. Það er verið að reyna að biðla til fólks að vera ekki að slasa sig. Við erum bara að hugsa um öryggi fólks. Það væri það versta sem gæti gerst, ef einhver myndi stórslasast og það þyrfti að loka svæðinu,“ segir Sigurður.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðaþjónusta Utanvegaakstur Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira