Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Bjarki Sigurðsson skrifar 29. júlí 2025 11:19 Frá Þjóðhátíð í Eyjum. Vísir/Elísabet Hanna Þjóðhátíðarnefnd er reiðubúin í að bregðast skjótt við raungerist slæm veðurspá um Verslunarmannahelgina. Vindhraði gæti náð 22 metrum á sekúndu laugardagsmorgun í Vestmannaeyjum og það stefnir allt í að helgin verði ansi blaut. Þjóðhátíð í Eyjum hefst með pompi og prakt á Húkkaraballinu á fimmtudagskvöld, og svo verður hátíðin formlega sett á föstudeginum. Það kvöld er miklu hvassviðri spáð, sem nær hámarki laugardagsmorguninn þegar vindhraði gæti náð allt að 22 metrum á sekúndu í miklu rigningarveðri. Í raun er spáð rigningu um land allt bróðurpart laugardagsins. Það á svo að halda áfram að rigna í Eyjum á sunnudeginum. Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir allt vera orðið reiðubúið fyrir hátíðarhöldin, og að menn séu undirbúnir í allskyns veður. Miðasalan gangi vel, hún sé á pari við hátíðina fyrir tveimur árum. „Við tökum þessu bara. Þetta er spá, og við vonum að hún rætist bara ekki neitt. Þetta fari bara framhjá en við búumst við því versta og vonum það besta. Erum tilbúin í það. Við höfum fest öll tjöld vel og eins og ég segi, þetta er bara spá,“ segir Jónas. Í fyrra fór þetta illa hjá sumum sem misstu sín tjöld og þurftu að leita skjóls í íþróttahöllinni, eruð þið viðbúin í að eitthvað svoleiðis gerist aftur? „Já, við erum alltaf tilbúin að opna hana og hleypa fólki inn eins og við gerðum í fyrra. Það er allt í startholum ef til þess kemur.“ Þeir sem hafi neyðst til að gista í íþróttahöllinni í fyrra hafi verið himinlifandi með úrræðið. Það sé einmitt tvennt sem er mikilvægast að pakka í töskur fyrir Þjóðhátíð. Það er pollagalli og góða skapið. „Komið bara. Þetta verður bara fjör. Smá rigning, ef hún kemur, þá tökum við því. Við erum Íslendingar og öllu vön,“ segir Jónas. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Veður Verslunarmannahelgin Tengdar fréttir Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Hljómsveitin Stuðlabandið eru höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins í ár. Lagið heitir Við eldana og var frumflutt í Brennslunni á FM957 í morgun. Hlusta má á lagið neðar í fréttinni. 15. maí 2025 12:02 Margir urðu brekkunni að bráð Þrátt fyrir ansi slæmt veður skemmtu langflestir sér vel á Þjóðhátíð í ár að sögn formanns Þjóðhátíðarnefndar. Fimmtán þúsund manns voru í Vestmannaeyjum um helgina og lenti brekkan í Herjólfsdal illa í því sunnudagskvöldið. 6. ágúst 2024 11:52 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Fleiri fréttir Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Sjá meira
Þjóðhátíð í Eyjum hefst með pompi og prakt á Húkkaraballinu á fimmtudagskvöld, og svo verður hátíðin formlega sett á föstudeginum. Það kvöld er miklu hvassviðri spáð, sem nær hámarki laugardagsmorguninn þegar vindhraði gæti náð allt að 22 metrum á sekúndu í miklu rigningarveðri. Í raun er spáð rigningu um land allt bróðurpart laugardagsins. Það á svo að halda áfram að rigna í Eyjum á sunnudeginum. Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir allt vera orðið reiðubúið fyrir hátíðarhöldin, og að menn séu undirbúnir í allskyns veður. Miðasalan gangi vel, hún sé á pari við hátíðina fyrir tveimur árum. „Við tökum þessu bara. Þetta er spá, og við vonum að hún rætist bara ekki neitt. Þetta fari bara framhjá en við búumst við því versta og vonum það besta. Erum tilbúin í það. Við höfum fest öll tjöld vel og eins og ég segi, þetta er bara spá,“ segir Jónas. Í fyrra fór þetta illa hjá sumum sem misstu sín tjöld og þurftu að leita skjóls í íþróttahöllinni, eruð þið viðbúin í að eitthvað svoleiðis gerist aftur? „Já, við erum alltaf tilbúin að opna hana og hleypa fólki inn eins og við gerðum í fyrra. Það er allt í startholum ef til þess kemur.“ Þeir sem hafi neyðst til að gista í íþróttahöllinni í fyrra hafi verið himinlifandi með úrræðið. Það sé einmitt tvennt sem er mikilvægast að pakka í töskur fyrir Þjóðhátíð. Það er pollagalli og góða skapið. „Komið bara. Þetta verður bara fjör. Smá rigning, ef hún kemur, þá tökum við því. Við erum Íslendingar og öllu vön,“ segir Jónas.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Veður Verslunarmannahelgin Tengdar fréttir Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Hljómsveitin Stuðlabandið eru höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins í ár. Lagið heitir Við eldana og var frumflutt í Brennslunni á FM957 í morgun. Hlusta má á lagið neðar í fréttinni. 15. maí 2025 12:02 Margir urðu brekkunni að bráð Þrátt fyrir ansi slæmt veður skemmtu langflestir sér vel á Þjóðhátíð í ár að sögn formanns Þjóðhátíðarnefndar. Fimmtán þúsund manns voru í Vestmannaeyjum um helgina og lenti brekkan í Herjólfsdal illa í því sunnudagskvöldið. 6. ágúst 2024 11:52 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Fleiri fréttir Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Sjá meira
Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Hljómsveitin Stuðlabandið eru höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins í ár. Lagið heitir Við eldana og var frumflutt í Brennslunni á FM957 í morgun. Hlusta má á lagið neðar í fréttinni. 15. maí 2025 12:02
Margir urðu brekkunni að bráð Þrátt fyrir ansi slæmt veður skemmtu langflestir sér vel á Þjóðhátíð í ár að sögn formanns Þjóðhátíðarnefndar. Fimmtán þúsund manns voru í Vestmannaeyjum um helgina og lenti brekkan í Herjólfsdal illa í því sunnudagskvöldið. 6. ágúst 2024 11:52