Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. júlí 2025 20:17 Ingibjörg Elva Sigurðardóttir (til vinstri) og Auður Friðgerður Thorlacius Halldórsdóttir, konurnar í Hjónabandinu en með þeim er Jens Sigurðsson. Jón Ólafsson var með þeim en hann er látinn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hljómsveitin Hjónabandið í Fljótshlíð er vinsæl hljómsveit, sem hefur gert það gott síðustu ár, ekki síst á Kaffi Langbrók þar sem nokkrir meðlimir bandsins reka tjald- og hjólhýsasvæði. Alltaf haldin ein útimessa á staðnum á sumrin, en þriggja ára strákur stal senunni í messu á sunnudaginn. Á Kaffi Langbrók er rekið flott tjald, fellihýsa, hjólhýsa og húsbílasvæði, sem margir nýta sér og einhverjir eru með fast stæði þar yfir sumartímann. Á kvöldin er oft verið að spila á hljóðfæri og syngja en það eru þá undir forystu Hjónabandsins, hljómsveitar staðarins. Á hverju sumri eru líka haldnar útimessur, en um síðustu helgi var ein slík messa haldin þar sem prestur var séra Sigríður Kristín Helgadóttir. Hjónabandið sá að sjálfsögðu um tónlistina og eftir messuna var boðið upp á glæsilegt messukaffi. „Við notum bara eigin lög og svo einstaka lög, sem við elskum,“ segir Ingibjörg Elva Sigurðardóttir, sem er í Hjónabandinu. Og Auður Friðgerður, sem er einnig í bandinu bætir við. „Við byrjuðum einu sinni þrenn hjón og svo urðum við tvenn hjón og síðan eftir að Jón dó þá héldum við bara áfram þrjú. Við köllum okkur Hjónabandið en köllum til svona oft gestaspilara með okkur. Bæði eru það börnin okkar og vinir.“ Auður og Ingibjörg að syngja í messunni, Jens er á gítarnum fyrir aftan þær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvers konar lög eru þið aðallega að spila? „Þetta er aðallega frumsamið og svo eru við með gamla slagara, sem allir kunna og geta sungið með. Á kvöldin tökum við svo fjöldasöngslög en okkar föstu gestir kunna lögin okkar og syngja með,“ segja þær stöllur. Fjölmargir gestir af tjaldsvæðinu mættu í messuna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og hvað haldið þið, það var þriggja ára strákur, sem kom í hljóðnemann í lok messunnar og stal senunni þegar hann söng, „Sól, sól skín á mig“. Strákurinn heitir Kristþór Rúnar Thorlacius Þórhallsson, en Auður Friðgerður er amma hans. Kristþór Rúnar Thorlacius Þórhallsson, þriggja ára fór í hljóðnemann strax eftir messuna og söng fyrir gesti við mikla kátínu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Aðeins um Hjónabandið og sögu þess Rangárþing ytra Þjóðkirkjan Krakkar Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Fleiri fréttir „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Sjá meira
Á Kaffi Langbrók er rekið flott tjald, fellihýsa, hjólhýsa og húsbílasvæði, sem margir nýta sér og einhverjir eru með fast stæði þar yfir sumartímann. Á kvöldin er oft verið að spila á hljóðfæri og syngja en það eru þá undir forystu Hjónabandsins, hljómsveitar staðarins. Á hverju sumri eru líka haldnar útimessur, en um síðustu helgi var ein slík messa haldin þar sem prestur var séra Sigríður Kristín Helgadóttir. Hjónabandið sá að sjálfsögðu um tónlistina og eftir messuna var boðið upp á glæsilegt messukaffi. „Við notum bara eigin lög og svo einstaka lög, sem við elskum,“ segir Ingibjörg Elva Sigurðardóttir, sem er í Hjónabandinu. Og Auður Friðgerður, sem er einnig í bandinu bætir við. „Við byrjuðum einu sinni þrenn hjón og svo urðum við tvenn hjón og síðan eftir að Jón dó þá héldum við bara áfram þrjú. Við köllum okkur Hjónabandið en köllum til svona oft gestaspilara með okkur. Bæði eru það börnin okkar og vinir.“ Auður og Ingibjörg að syngja í messunni, Jens er á gítarnum fyrir aftan þær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvers konar lög eru þið aðallega að spila? „Þetta er aðallega frumsamið og svo eru við með gamla slagara, sem allir kunna og geta sungið með. Á kvöldin tökum við svo fjöldasöngslög en okkar föstu gestir kunna lögin okkar og syngja með,“ segja þær stöllur. Fjölmargir gestir af tjaldsvæðinu mættu í messuna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og hvað haldið þið, það var þriggja ára strákur, sem kom í hljóðnemann í lok messunnar og stal senunni þegar hann söng, „Sól, sól skín á mig“. Strákurinn heitir Kristþór Rúnar Thorlacius Þórhallsson, en Auður Friðgerður er amma hans. Kristþór Rúnar Thorlacius Þórhallsson, þriggja ára fór í hljóðnemann strax eftir messuna og söng fyrir gesti við mikla kátínu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Aðeins um Hjónabandið og sögu þess
Rangárþing ytra Þjóðkirkjan Krakkar Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Fleiri fréttir „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Sjá meira