Lífið

Síðasta Þjóð­há­tíðin í bili hjá FM95BLÖ

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
FM95BLÖ á leið til Eyja um árið.
FM95BLÖ á leið til Eyja um árið. FM95BLÖ

Strákarnir í FM95BLÖ, sem hafa verið eitt stærsta atriði Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum árum saman, ætla taka sér pásu frá hátíðinni eftir þetta ár.

FM95BLÖ gáfu út Þjóðhátíðarlag í nótt eins og þeir hafa iðulega gert undanfarin ár, og er lagið á miklu flugi í spilunum á streymisveitum. Síðustu línur lagsins hafa vakið upp spurningar meðal aðdáenda en þær eru eftirfarandi:

„Mig langar ekki neitt að þurfa kveðja þig, en núna stend ég hér í síðasta sinn. Svo takk fyrir mig, eitt lokalag, einu sinni enn fyrir Herjólfsdal, já takk fyrir allt.“

Búnir að ákveða að taka pásu

Blömenn voru mættir í Brennsluna á Fm957 í morgun þar sem þeir ræddu nýja lagið og allt sem viðkemur Þjóðhátíð í Eyjum.

Við þurfum að spyrja út í þennan texta, eruð þið að hætta?

„Þetta er allavega síðasta í bili,“ svaraði Auddi, og Steindi sagði að þeir hefðu ákveðið fyrir einhverju síðan að taka sér pásu frá Þjóðhátíð.

„Við erum ekki spurðir lengur, það er ekkert spurt: verðið þið á Þjóðhátíð? Nú erum við ekki tónlistarmenn, bara trúðar, en það er enginn tónlistamaður búinn að vera jafnmörg ár í röð. Held það sé bara ekkert atriði sem er búið að vera jafnmörg ár í röð,“ sagði Auddi.

Steindi sagði að þeir strákarnir hefðu ekki bara verið lengi að skemmta þarna, þeir hefðu verið að fara lengi til Eyja á Þjóðhátíð.

„Við erum með mastersgráðu í Eyjum.“

Fyrsti þáttur FM95BLÖ eftir sumarfrí verður tekinn upp í Eyjum á föstudaginn eins og hefð er fyrir.

„Þátturinn er að koma úr fríi á föstudaginn, við hittumst, fáum okkur nokkra bjóra, mismarga, hann er stundum stórhættulegur þessi þáttur,“ sagði Steindi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.