„Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 30. júlí 2025 17:39 Grétar Örn leiðsögumaður aðstoðaði mann sem átti fasta bíla uppi á hálendinu. Samsett Leiðsögumaðurinn Grétar Örn Bragason rambaði á tvo fasta bíla á Mælifellssandi fyrr í vikunni. Einn maður reyndist eigandi beggja bílanna en hann hafði snúið aftur til að losa bíl sem hann hafði fest deginum áður. Óvenjulegt sé að svo miklir vatnavextir séu á veginum líkt og nú. Grétar Örn var á ferð um veginn fyrir fáeinum dögum er hann rakst á tvo bíla sem voru fastir. „Við komum þarna keyrandi fram á mann sem var á rauðum Defender bíl og búinn að festa hann. Svo var annar hvítur Discovery bíll sem var búinn að sökkva í sandinn,“ segir Grétar Örn í samtali við fréttastofu. „Hann hafði fest Discovery-inn í gær, kom sér einhvern veginn í bæinn og fór síðan á öðrum ennþá stærri bíl daginn eftir til þess að bjarga Discovery-inn en festi þá stærri bílinn líka. Það var kominn einn og sami maðurinn með báða bílana.“ Sjón er svo sannarlega sögu ríkari. Grétar Örn aðstoðaði manninn við að ná stærri bílnum á þurrt land en taldi það ómögulegt að ná hinum hvíta. „Hann var búinn að grafast svo svakalega niður á einum sólarhring því það voru svo miklir vatnavextir að það var ómögulegt að ná honum. Það var ekki hægt að opna hurðar, skott eða neitt á hvíta bílnum,“ segir Grétar. Maðurinn varð eftir á veginum með þá von að ná að losa bílinn en Grétar segist hafa fengið sendar ljósmyndir seinna um kvöldið þar sem bílinn var enn fastur. Þá höfðu fleiri ferðalangar fest sína bíla er þeir komu til aðstoðar. Hann lýsir málinu sem allsherjarveseni. „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp.“ Þarf alltaf að bjarga nokkrum bílum hvert sumar Grétar segist hafa farið ófáum sinnum yfir Mælifellssand en ástandið nú sé heldur óvenjulegt. „Þetta er frekar óvenjulegt á þessum tíma. Það er búið að vera svo hlýtt og miklar hleypingar, þannig þetta er kannski ekki óeðlilegt í því ljósi. Þetta er frekar í meiri kantinum.“ Hins vegar sé það eðlilegt að einhverjir bílar festist á hálendinu, þá einkum er ferðamenn eru undir stýri. „Það er hefðbundið að menn séu að drekkja bílum hægri vinstri á hálendingu. Sérstaklega með fjölgun ferðamanna og menn séu að keyra sjálfir á þessum Dusterum. Maður þarf að bjarga nokkrum Dusterum upp úr ánum á hverju einasta sumri.“ Veginum hefur nú verið lokað vegna ástandsins. Á vefsíðu Vegagerðarinnar segir að vegurinn um Mælifellssand frá Hólmsá að Mælifelli sé ófær vegna mikilla vatnavaxta og breytinga á árfarvegi. Einungis stórir bílar geta keyrt leiðina og eru vegfarendur beðnir um að virða það. „Við erum búin að merkja hann ófærann og hann er bara ófær eins og er,“ segir G. Pétur Matthíasson, forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar, í samtali við fréttastofu. „Þetta er frekar óvenjulegar aðstæður og gott að Vegagerðin sé búin að loka fyrir þetta núna þannig að þeir sem þekkja aðeins minna til séu ekki að æða inn,“ segir Grétar. Samgönguslys Ferðaþjónusta Rangárþing ytra Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fréttaárið 2010: Morð og fjársvik Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
Grétar Örn var á ferð um veginn fyrir fáeinum dögum er hann rakst á tvo bíla sem voru fastir. „Við komum þarna keyrandi fram á mann sem var á rauðum Defender bíl og búinn að festa hann. Svo var annar hvítur Discovery bíll sem var búinn að sökkva í sandinn,“ segir Grétar Örn í samtali við fréttastofu. „Hann hafði fest Discovery-inn í gær, kom sér einhvern veginn í bæinn og fór síðan á öðrum ennþá stærri bíl daginn eftir til þess að bjarga Discovery-inn en festi þá stærri bílinn líka. Það var kominn einn og sami maðurinn með báða bílana.“ Sjón er svo sannarlega sögu ríkari. Grétar Örn aðstoðaði manninn við að ná stærri bílnum á þurrt land en taldi það ómögulegt að ná hinum hvíta. „Hann var búinn að grafast svo svakalega niður á einum sólarhring því það voru svo miklir vatnavextir að það var ómögulegt að ná honum. Það var ekki hægt að opna hurðar, skott eða neitt á hvíta bílnum,“ segir Grétar. Maðurinn varð eftir á veginum með þá von að ná að losa bílinn en Grétar segist hafa fengið sendar ljósmyndir seinna um kvöldið þar sem bílinn var enn fastur. Þá höfðu fleiri ferðalangar fest sína bíla er þeir komu til aðstoðar. Hann lýsir málinu sem allsherjarveseni. „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp.“ Þarf alltaf að bjarga nokkrum bílum hvert sumar Grétar segist hafa farið ófáum sinnum yfir Mælifellssand en ástandið nú sé heldur óvenjulegt. „Þetta er frekar óvenjulegt á þessum tíma. Það er búið að vera svo hlýtt og miklar hleypingar, þannig þetta er kannski ekki óeðlilegt í því ljósi. Þetta er frekar í meiri kantinum.“ Hins vegar sé það eðlilegt að einhverjir bílar festist á hálendinu, þá einkum er ferðamenn eru undir stýri. „Það er hefðbundið að menn séu að drekkja bílum hægri vinstri á hálendingu. Sérstaklega með fjölgun ferðamanna og menn séu að keyra sjálfir á þessum Dusterum. Maður þarf að bjarga nokkrum Dusterum upp úr ánum á hverju einasta sumri.“ Veginum hefur nú verið lokað vegna ástandsins. Á vefsíðu Vegagerðarinnar segir að vegurinn um Mælifellssand frá Hólmsá að Mælifelli sé ófær vegna mikilla vatnavaxta og breytinga á árfarvegi. Einungis stórir bílar geta keyrt leiðina og eru vegfarendur beðnir um að virða það. „Við erum búin að merkja hann ófærann og hann er bara ófær eins og er,“ segir G. Pétur Matthíasson, forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar, í samtali við fréttastofu. „Þetta er frekar óvenjulegar aðstæður og gott að Vegagerðin sé búin að loka fyrir þetta núna þannig að þeir sem þekkja aðeins minna til séu ekki að æða inn,“ segir Grétar.
Samgönguslys Ferðaþjónusta Rangárþing ytra Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fréttaárið 2010: Morð og fjársvik Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira