„Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. ágúst 2025 16:04 Halldór Ingi Guðnason rekur verslanirnar Heimaraf og Heimadecor með eiginkonu sinni, Sigrúnu Örnu Gunnarsdóttur. Vísir/Viktor Freyr/Heimaraf Fjöldi Þjóðhátíðargesta lenti í því að eyðileggja síma sína í rigningunni á föstudagskvöld. Allir símar seldust upp í kjölfarið hjá raftækjaversluninni Heimaraf. Ýmsir Þjóðhátíðargestir hafa deilt raunum sínum á TikTok síðastliðinn sólarhring þar sem þeir greina frá því að hafa orðið fyrir miska af völdum óveðursins sem reið yfir aðfaranótt laugardags. Fréttastofa heyrði því í Halldóri Inga Guðnasyni, eigandi Heimarafs, einu raftækjaverslunar Vestmannaeyja. Heimaraf er við Hilmisgötu í Eyjum.Já.is „Það er allt uppselt hjá okkur,“ sagði Halldór Ingi þegar fréttamaður spurði út í símasölu. Er það ekki óvenjulegt? „Það er allur gangur á því. Eins og rigningin var á föstudaginn er eðlilegt að fólk sé ekki að pæla mikið í símunum sínum,“ segir Halldór. „Það er alltaf einhver símasala yfir Þjóðhátíð en þetta var óvenju mikið,“ bætir hann við. Ekkert nýtt undir sólinni Þó það sé óvanalegt að allir símar seljist upp segir Halldór það ekki vera í fyrsta skiptið. „Það er ekkert nýtt undir sólinni í þessu,“ segir Halldór. Þjóðhátíðargestir skemma vonandi ekki síma sína í kvöld. „Við skulum vona ekki. Allavega ekki þar til ég fæ nýja sendingu,“ segir Halldór. Heimaraf lætur sér nægja að selja önnur raftæki í millitíðinni. „Ég hefði svosem alveg geta græjað nýjan lager í gær, látið senda mér síma en ég var ekkert að stressa mig á því,“ segir Halldór. En ekki er öll von úti fyrir óheppna símaeigendur. „Mér skilst að sölubás Nova sé búinn að koma sér upp lager þannig þau geta bjargað fólki,“ segir Halldór. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Verslun Verslunarmannahelgin Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Fleiri fréttir Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ Sjá meira
Ýmsir Þjóðhátíðargestir hafa deilt raunum sínum á TikTok síðastliðinn sólarhring þar sem þeir greina frá því að hafa orðið fyrir miska af völdum óveðursins sem reið yfir aðfaranótt laugardags. Fréttastofa heyrði því í Halldóri Inga Guðnasyni, eigandi Heimarafs, einu raftækjaverslunar Vestmannaeyja. Heimaraf er við Hilmisgötu í Eyjum.Já.is „Það er allt uppselt hjá okkur,“ sagði Halldór Ingi þegar fréttamaður spurði út í símasölu. Er það ekki óvenjulegt? „Það er allur gangur á því. Eins og rigningin var á föstudaginn er eðlilegt að fólk sé ekki að pæla mikið í símunum sínum,“ segir Halldór. „Það er alltaf einhver símasala yfir Þjóðhátíð en þetta var óvenju mikið,“ bætir hann við. Ekkert nýtt undir sólinni Þó það sé óvanalegt að allir símar seljist upp segir Halldór það ekki vera í fyrsta skiptið. „Það er ekkert nýtt undir sólinni í þessu,“ segir Halldór. Þjóðhátíðargestir skemma vonandi ekki síma sína í kvöld. „Við skulum vona ekki. Allavega ekki þar til ég fæ nýja sendingu,“ segir Halldór. Heimaraf lætur sér nægja að selja önnur raftæki í millitíðinni. „Ég hefði svosem alveg geta græjað nýjan lager í gær, látið senda mér síma en ég var ekkert að stressa mig á því,“ segir Halldór. En ekki er öll von úti fyrir óheppna símaeigendur. „Mér skilst að sölubás Nova sé búinn að koma sér upp lager þannig þau geta bjargað fólki,“ segir Halldór.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Verslun Verslunarmannahelgin Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Fleiri fréttir Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ Sjá meira