Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Peder­sen bróðirinn farinn að skora líka

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jeppe Pedersen fagnar marki sínu í gær fyrir Vestra á móti Aftureldingu.
Jeppe Pedersen fagnar marki sínu í gær fyrir Vestra á móti Aftureldingu. Vísir/Diego

Tveir leikir fóru fram í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi og nú er hægt að sjá mörkin úr þeim inn á Vísi.

Fimm af sex leikjum sautjándu umferðar enduðu með jafntefli þar af báðir leikirnir í gær.

Nýliðarnir Afturelding og Vestri gerðu 1-1 jafntefli í Mosfellsbænum.

Jeppe Pedersen, yngri bróðir Patrick Pedersen, hafði ekki skorað í Bestu deildinni í sumar fyrir leikinn, en hann kom Vestra i 1-0, daginn eftir að bróðir hans bætti markametið í efstu deild á Íslandi.

Afturelding fékk vítaspyrnu í seinni hálfleik þar sem Benjamin Stokke jafnaði metin.

Fram gerði 1-1 jafntefli á móti Stjörnunni. Róbert Hauksson kom Fram yfir á 60. mínútu en Andri Rúnar Bjarnason jafnaði metin á 83. mínútu.

Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leikjunum tveimur.

Klippa: Mörkin úr leik Aftureldingar og Vestra
Klippa: Mörkin úr leik Fram og Stjörnunnar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×