Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. ágúst 2025 06:51 Eins og sakir standa eru einstaklingar nokkuð úrræðalausir gagnvart djúpfölsunum, sem nánast hver sem er getur framleitt með gervigreindinni. Hjördís Halldórsdóttir, hæstaréttarlögmaður og formaður Höfundarréttarfélags Íslands, segir að forvitnilegt verði að fylgjast með þróun frumvarps sem nú liggur fyrir í Danmörku, þar sem tryggja á einstaklingum höfundarréttinn að eigin persónu og rödd. Hvaða leiðir sem verða fyrir valinu sé ljóst að breyta verði lögum til að taka á mögulegri misnotkun með aðstoð gervigreindar. Vísir greindi frá því á dögunum að stjórnvöld í Danmörku hygðust bregðast við aukningu í fölsuðum myndum og myndskeiðum vegna framþróunar gervigreindar með því að tryggja einstaklingum réttinn yfir eigin persónu og rödd. Eins og sakir standa er afar auðvelt að búa til myndir og myndskeið sem sýna raunverulegar persónur í óraunverulegum aðstæðum en erfitt fyrir einstaklinga að leita réttar síns. Breytingunum er ætlað að tryggja að einstaklingar geti krafist þess að vefsíður og miðlar fjarlægi falsað efni þar sem viðkomandi kemur við sögu. Þá er gert ráð fyrir því að þeim verði gert kleift að sækja bætur. Hjördís segir að forvitnilegt verði að fylgjast með málinu þar sem höfundarréttur hafi hingað til ekki náð yfir persónur heldur það sem hún kallar andleg sköpunarverk. Markmiðið sé að tryggja einstaklinga og vernda gegn djúpfölsunum og borðleggjandi að huga að réttindum fólks, þótt það sé ekki endilega á grundvelli höfundarréttarlaga. Danir virðist í raun ætla að nýta sér Evrópulöggjöf, svokallað Digital Services Act, til að taka á málum. „Sú löggjöf, sem að verður einhvern tímann innleidd á Íslandi, færir miklu meiri ábyrgð á til dæmis samfélagsmiðla og Google og aðra slíka að fjarlægja efni að viðlagðri ábyrgð. Þar með talið höfundarréttarefni,“ segir Hjördís. „Og það er í raun fyrst og fremst þetta sem ég held að Danir séu að hugsa til; að fólk fái sterk úrræði til þess að vernda sjálft sig gegn djúpfölsunum þar sem verið er að notast við þeirra ímynd.“ Löggjöfin muni mögulega miða að því að vernda meira en bara einstaklinga sem slíka, heldur sé ekki síður þörf á því að vernda stofnanir, ef svo má að orði komast, til að mynda ráðamenn sem nú er hægt að láta syngja og dansa að vild með aðstoð gervigreindar. Og segja hvað sem er. Hjördís segir gervigreindina kalla á breytta löggjöf, hvernig sem það verður gert. Íslendingar hafi til að mynda hingað til reitt sig á persónuverndarlöggjöfina og lög um friðhelgi einkalífsins en það dugi varla til. „Það er alveg góðra gjalda vert að vera með sérstök ákvæði, í hvaða lögum sem það er, sem veitir okkur meiri vernd þegar kemur að misnotkun eigin ímyndar og raddar,“ segir Hjördís. „Það er alveg full þörf á því.“ Höfundar- og hugverkaréttur Gervigreind Persónuvernd Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Hvaða leiðir sem verða fyrir valinu sé ljóst að breyta verði lögum til að taka á mögulegri misnotkun með aðstoð gervigreindar. Vísir greindi frá því á dögunum að stjórnvöld í Danmörku hygðust bregðast við aukningu í fölsuðum myndum og myndskeiðum vegna framþróunar gervigreindar með því að tryggja einstaklingum réttinn yfir eigin persónu og rödd. Eins og sakir standa er afar auðvelt að búa til myndir og myndskeið sem sýna raunverulegar persónur í óraunverulegum aðstæðum en erfitt fyrir einstaklinga að leita réttar síns. Breytingunum er ætlað að tryggja að einstaklingar geti krafist þess að vefsíður og miðlar fjarlægi falsað efni þar sem viðkomandi kemur við sögu. Þá er gert ráð fyrir því að þeim verði gert kleift að sækja bætur. Hjördís segir að forvitnilegt verði að fylgjast með málinu þar sem höfundarréttur hafi hingað til ekki náð yfir persónur heldur það sem hún kallar andleg sköpunarverk. Markmiðið sé að tryggja einstaklinga og vernda gegn djúpfölsunum og borðleggjandi að huga að réttindum fólks, þótt það sé ekki endilega á grundvelli höfundarréttarlaga. Danir virðist í raun ætla að nýta sér Evrópulöggjöf, svokallað Digital Services Act, til að taka á málum. „Sú löggjöf, sem að verður einhvern tímann innleidd á Íslandi, færir miklu meiri ábyrgð á til dæmis samfélagsmiðla og Google og aðra slíka að fjarlægja efni að viðlagðri ábyrgð. Þar með talið höfundarréttarefni,“ segir Hjördís. „Og það er í raun fyrst og fremst þetta sem ég held að Danir séu að hugsa til; að fólk fái sterk úrræði til þess að vernda sjálft sig gegn djúpfölsunum þar sem verið er að notast við þeirra ímynd.“ Löggjöfin muni mögulega miða að því að vernda meira en bara einstaklinga sem slíka, heldur sé ekki síður þörf á því að vernda stofnanir, ef svo má að orði komast, til að mynda ráðamenn sem nú er hægt að láta syngja og dansa að vild með aðstoð gervigreindar. Og segja hvað sem er. Hjördís segir gervigreindina kalla á breytta löggjöf, hvernig sem það verður gert. Íslendingar hafi til að mynda hingað til reitt sig á persónuverndarlöggjöfina og lög um friðhelgi einkalífsins en það dugi varla til. „Það er alveg góðra gjalda vert að vera með sérstök ákvæði, í hvaða lögum sem það er, sem veitir okkur meiri vernd þegar kemur að misnotkun eigin ímyndar og raddar,“ segir Hjördís. „Það er alveg full þörf á því.“
Höfundar- og hugverkaréttur Gervigreind Persónuvernd Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira