Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. ágúst 2025 12:12 Birgir segir þjálfun starfsfólks og hönnun fangelsisins að Hólmsheiði gera einangrunarföngum afar erfitt fyrir að eiga samskipti sín á milli. Vísir/Lýður Fangelsismálastjóri segir nánast útilokað að sakborningar sem sæti einangrun vegna sömu sakamálarannsóknar nái að hafa samskipti, vegna hönnunar Hólmsheiðarfangelsis. Fangar sem eru til rannsóknar í sömu málum eigi ekki að nota sömu útivistarsvæði, en fjöldi fanga í gæsluvarðahaldi reynist þó áskorun. Eins og greint var frá í gær er Lúkas Geir Ingvarsson, einn sakborninga í Gufunesmálinu, grunaður um að reyna að fá yngsta sakborninginn í málinu, Matthías Björn Erlingsson, til þess að taka á sig sök í málinu og skipta um verjanda. Það hafi Lúkas ætlað að gera með handskrifuðu bréfi sem hann hafi skilið eftir á útisvæði Hólsmheiðarfangelsis fyrir einangrunarfanga í von um að Matthías fyndi það. Annar fangi gekk þó fram á það á undan og fékk það fangaverði. Það leiddi til þess að öryggisupptökur voru skoðaðar, en þær sýndu Lúkas koma bréfinu fyrir undir bekk á útisvæðinu. Settur fangelsismálastjóri segir fanga í einangrun hafa heimild til bréfaskrifta, til að mynda til lögmanna sinna, þó þeir megi að sjálfsögðu ekki skrifast á hver við annan. „Það að fangar í einangrun skuli reyna að hafa samband sín á milli og geri tilraun til að eiga samskipti er ekki óþekkt, og er áhættuþáttur í starfsemi fangelsa,“ segir Birgir Jónasson, settur fangelsismálastjóri, sem segist þó ekki geta tjáð sig um einstök mál. Fangelsið sé þó hannað þannig að fangar í einangrun geti ekki átt samskipti sín á milli, til að mynda með notkun mismunandi útivistarsvæða. „Þannig að fangar sem eru vistaðir á sama tíma og í þágu meðferðar sama sakamáls noti ekki sama útivistarsvæði.“ Fangelsið sé mikið nýtt, og því fylgi ákveðnar áskoranir og aukin áhætta. Það sem af er ári hafi að meðaltali 60 manns verið í gæsluvarðhaldi á hverjum degi. „Fangelsiskerfið gerir auðvitað ekki ráð fyrir þessari miklu notkun, enda er þetta talsvert fleiri en fangelsisrými á Hólsmheiði leyfir.“ Engu að síður sé afar ólíklegt að fangar í einangrun nái að hafa samskipti við aðra en þá sem þeim er heimilt að ræða við meðan á einangrun stendur. „Bæði hönnun fangelsisins og þjálfun starfsfólks gerir þetta afar erfitt, myndi ég telja.“ Fangelsismál Manndráp í Gufunesi Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Eins og greint var frá í gær er Lúkas Geir Ingvarsson, einn sakborninga í Gufunesmálinu, grunaður um að reyna að fá yngsta sakborninginn í málinu, Matthías Björn Erlingsson, til þess að taka á sig sök í málinu og skipta um verjanda. Það hafi Lúkas ætlað að gera með handskrifuðu bréfi sem hann hafi skilið eftir á útisvæði Hólsmheiðarfangelsis fyrir einangrunarfanga í von um að Matthías fyndi það. Annar fangi gekk þó fram á það á undan og fékk það fangaverði. Það leiddi til þess að öryggisupptökur voru skoðaðar, en þær sýndu Lúkas koma bréfinu fyrir undir bekk á útisvæðinu. Settur fangelsismálastjóri segir fanga í einangrun hafa heimild til bréfaskrifta, til að mynda til lögmanna sinna, þó þeir megi að sjálfsögðu ekki skrifast á hver við annan. „Það að fangar í einangrun skuli reyna að hafa samband sín á milli og geri tilraun til að eiga samskipti er ekki óþekkt, og er áhættuþáttur í starfsemi fangelsa,“ segir Birgir Jónasson, settur fangelsismálastjóri, sem segist þó ekki geta tjáð sig um einstök mál. Fangelsið sé þó hannað þannig að fangar í einangrun geti ekki átt samskipti sín á milli, til að mynda með notkun mismunandi útivistarsvæða. „Þannig að fangar sem eru vistaðir á sama tíma og í þágu meðferðar sama sakamáls noti ekki sama útivistarsvæði.“ Fangelsið sé mikið nýtt, og því fylgi ákveðnar áskoranir og aukin áhætta. Það sem af er ári hafi að meðaltali 60 manns verið í gæsluvarðhaldi á hverjum degi. „Fangelsiskerfið gerir auðvitað ekki ráð fyrir þessari miklu notkun, enda er þetta talsvert fleiri en fangelsisrými á Hólsmheiði leyfir.“ Engu að síður sé afar ólíklegt að fangar í einangrun nái að hafa samskipti við aðra en þá sem þeim er heimilt að ræða við meðan á einangrun stendur. „Bæði hönnun fangelsisins og þjálfun starfsfólks gerir þetta afar erfitt, myndi ég telja.“
Fangelsismál Manndráp í Gufunesi Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira