Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. ágúst 2025 13:47 Páll Pálsson fasteignasali segir meðalaldur fyrstu kaupenda vera hækka gríðarlega. Vísir/Vilhelm Páll Pálsson fasteignasali segir að mjög margt bendi til þess að eftir nokkur ár verði mikill fasteignaskortur á Íslandi. Umtalsverður samdráttur sé væntanlegur í fjölda íbúða í byggingu, og mikill undirliggjandi þrýstingur sé á markaðnum frá ungu fólki sem bíður hagstæðari lánakjara. Páll segir það næstum því vonlaust fyrir ungt fólk að kaupa sér fasteign í nýbyggingu. Um 80 prósent komist ekki í gegnum greiðslumat fyrir nýrri íbúð. „Meira að segja bara par, þó þú sért ungt par að kaupa, þá kemstu ekki inn á markaðinn, ekki í gegnum greiðslumat, nema með því að taka verðtryggt lán. Þannig að þetta er bara mjög snúin og flókin staða að vera fyrsti kaupandi í dag með þetta að gera,“ segir Páll, sem var í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Í kvöldfréttum Sýnar í gær var fjallað um könnun sem Samtök iðnaðarins lögðu fyrir stjórnendur verktakafyritækja sem byggja íbúðir á eigin vegum fyrir almennan markað. Samkvæmt niðurstöðum hennar er gert ráð fyrir sautján prósent fækkun íbúða í byggingu á næstu tólf mánuðum. Gangi spáin eftir mun fjöldi íbúða í byggingu hafa fækkað um rúm fjörutíu prósent á þremur árum. Þetta gæti gert það að verkum að íbúðaskortur aukist á komandi árum. Of lítið af nýbyggingu til sölu Páll segir að í dag sé um 10 - 11 prósent af íbúðum til sölu nýbyggingar, og það sé allt of lítið. Hlutfallið ætti að vera um 25 - 30 prósent. Snúin staða fyrstu kaupenda búi til undirliggjandi þrýsting á markaðinn. „Maður sér það bara á heimsóknartölum á fasteignavef Vísis og slíku, að það er mikill áhugi, en þessi markhópur er ekki að komast á markaðinn.“ „En fyrstu kaupendur eru svo mikilvægur markhópur, af því að þegar þú ert að selja fyrstu eignina þína, held að meðaltíminn sé 3 - 4 ár í fyrstu íbúð, þá þarf sá einstaklingur að kaupa annað. Þau eru kannski búin að eignast barn eða tvö, þau þurfa ða kaupa fjögurra herbergja íbúð, og þau sem eru að selja íbúðina eru kannski að kaupa sér hæð eða einbýli.“ „Þannig verður oft stífla í keðju, þannig fyrstu kaupendur eru ofboðslega mikilvægur markhópur, upp á þetta að gera,“ segir Páll. Ágætt jafnvægi sé á markaðnum eins og hann er núna, fín sala og almennt jafnvægi. „En það sem menn hafa áhyggjur af er að þegar vaxtaumhverfið fer að breytast, þá er svo ofboðslega stór hópur sem er búinn að vera bíða lengi, og er kannski búinn að vera safna sér, hreinsar upp lagerinn, eins og gerðist hérna árin 2020 - 2021.“ „Það er raunverulegur ótti hjá fagaðilum að þessar aðstæður muni skapast aftur, og þá mun fasteignaverð hækka alveg gríðarlega mikið, og fara síðan aftur út í verðbólgu.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Fleiri fréttir Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Sjá meira
Páll segir það næstum því vonlaust fyrir ungt fólk að kaupa sér fasteign í nýbyggingu. Um 80 prósent komist ekki í gegnum greiðslumat fyrir nýrri íbúð. „Meira að segja bara par, þó þú sért ungt par að kaupa, þá kemstu ekki inn á markaðinn, ekki í gegnum greiðslumat, nema með því að taka verðtryggt lán. Þannig að þetta er bara mjög snúin og flókin staða að vera fyrsti kaupandi í dag með þetta að gera,“ segir Páll, sem var í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Í kvöldfréttum Sýnar í gær var fjallað um könnun sem Samtök iðnaðarins lögðu fyrir stjórnendur verktakafyritækja sem byggja íbúðir á eigin vegum fyrir almennan markað. Samkvæmt niðurstöðum hennar er gert ráð fyrir sautján prósent fækkun íbúða í byggingu á næstu tólf mánuðum. Gangi spáin eftir mun fjöldi íbúða í byggingu hafa fækkað um rúm fjörutíu prósent á þremur árum. Þetta gæti gert það að verkum að íbúðaskortur aukist á komandi árum. Of lítið af nýbyggingu til sölu Páll segir að í dag sé um 10 - 11 prósent af íbúðum til sölu nýbyggingar, og það sé allt of lítið. Hlutfallið ætti að vera um 25 - 30 prósent. Snúin staða fyrstu kaupenda búi til undirliggjandi þrýsting á markaðinn. „Maður sér það bara á heimsóknartölum á fasteignavef Vísis og slíku, að það er mikill áhugi, en þessi markhópur er ekki að komast á markaðinn.“ „En fyrstu kaupendur eru svo mikilvægur markhópur, af því að þegar þú ert að selja fyrstu eignina þína, held að meðaltíminn sé 3 - 4 ár í fyrstu íbúð, þá þarf sá einstaklingur að kaupa annað. Þau eru kannski búin að eignast barn eða tvö, þau þurfa ða kaupa fjögurra herbergja íbúð, og þau sem eru að selja íbúðina eru kannski að kaupa sér hæð eða einbýli.“ „Þannig verður oft stífla í keðju, þannig fyrstu kaupendur eru ofboðslega mikilvægur markhópur, upp á þetta að gera,“ segir Páll. Ágætt jafnvægi sé á markaðnum eins og hann er núna, fín sala og almennt jafnvægi. „En það sem menn hafa áhyggjur af er að þegar vaxtaumhverfið fer að breytast, þá er svo ofboðslega stór hópur sem er búinn að vera bíða lengi, og er kannski búinn að vera safna sér, hreinsar upp lagerinn, eins og gerðist hérna árin 2020 - 2021.“ „Það er raunverulegur ótti hjá fagaðilum að þessar aðstæður muni skapast aftur, og þá mun fasteignaverð hækka alveg gríðarlega mikið, og fara síðan aftur út í verðbólgu.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Fleiri fréttir Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Sjá meira