Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2025 09:32 Uga Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir (t.h.) segir Palestínufána í Gleðigöngunni um helgina hafa snúist um að styðja mannréttinda allra, óháð skoðunum. Vísir Palestínufánar í Gleðigöngunni um helgina drógu ekki athygli frá réttindabaráttu hinsegin fólks, að mati sérfræðings í málefnum hinsegin fólks. Samstaða með Palestínu í göngunni hafi snúist um að virða öll mannréttindi skilyrðislaust, óháð skoðunum fólks. Ritstjórn Morgunblaðsins hefur verið framarlega í flokki þeirra sem hafa gagnrýnt að fána Palestínu hafi verið veifað í Gleðigöngunni sem fór fram á laugardag. Vísar hún til bágrar stöðu hinsegin fólks í Palestínu. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, kynjafræðingur og sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks, segist skilja að fólk skilji ef til vill ekki hvers vegna einhverjir hafi veifað palestínska fánanum í göngunni. Það hafi verið vegna mannréttindasjónarmiða. „Ég held að hinsegin fólk sé hópur sem veit hvernig það er að búa ekki við sömu réttindi og annað fólk og er fólk sem stendur í mannréttindabaráttu. Fyrir þeim snýst þetta auðvitað bara um grundvallarmannréttindi: fólk þurfi ekki að upplifa þjóðarmorð, fólk sé ekki sprengt á heimilum sínum, fólk sé ekki svelt og svo framvegis,“ sagði Ugla í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Palestínufánanir drógu ekki athygli frá baráttu hinsegin fólks sjálfs, að mati Uglu. „Ég held að mannréttindabarátta sé ekki neinni samkeppni um neina athygli eða neitt slíkt.“ Berjast fyrir mannréttindum allra Þó að ekki sé komið vel fram við hinsegin fólk í ýmsum heimshlutum þýði það ekki að fólk þar eigi það skilið að vera sprengt í tætlur eða svelt. Þá sagði Ugla að hinsegin fólk væri einnig í Palestínu og upplifði þjóðarmorð. „Fyrir mér snýst þetta einfaldlega um að við erum að berjast fyrir mannréttindum, við erum að berjast fyrir mannréttindum allra. Þetta tengist allt á einn og annan hátt. Ef það er vegið að mannréttindum eins fólks þýðir það að það sé í lagi að vega að mannréttindum annars fólks,“ sagði Ugla. Umræðan nú kom Uglu ekki á óvart. Hún sagði að þegar hún tjáði sig um málefni Palestínu á samfélagsmiðlum fengi hún oft athugasemdir um að hún ætti sjálf að fara til Gasa og sjá hvernig yrði komið fram við hana þar. „Ef ég væri á Gasa núna þá væri ég líklega búin að svelta úr hungri og það tengist því ekkert að ég sé hinsegin,“ sagði Ugla. Hinsegin Gleðigangan Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mannréttindi Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira
Ritstjórn Morgunblaðsins hefur verið framarlega í flokki þeirra sem hafa gagnrýnt að fána Palestínu hafi verið veifað í Gleðigöngunni sem fór fram á laugardag. Vísar hún til bágrar stöðu hinsegin fólks í Palestínu. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, kynjafræðingur og sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks, segist skilja að fólk skilji ef til vill ekki hvers vegna einhverjir hafi veifað palestínska fánanum í göngunni. Það hafi verið vegna mannréttindasjónarmiða. „Ég held að hinsegin fólk sé hópur sem veit hvernig það er að búa ekki við sömu réttindi og annað fólk og er fólk sem stendur í mannréttindabaráttu. Fyrir þeim snýst þetta auðvitað bara um grundvallarmannréttindi: fólk þurfi ekki að upplifa þjóðarmorð, fólk sé ekki sprengt á heimilum sínum, fólk sé ekki svelt og svo framvegis,“ sagði Ugla í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Palestínufánanir drógu ekki athygli frá baráttu hinsegin fólks sjálfs, að mati Uglu. „Ég held að mannréttindabarátta sé ekki neinni samkeppni um neina athygli eða neitt slíkt.“ Berjast fyrir mannréttindum allra Þó að ekki sé komið vel fram við hinsegin fólk í ýmsum heimshlutum þýði það ekki að fólk þar eigi það skilið að vera sprengt í tætlur eða svelt. Þá sagði Ugla að hinsegin fólk væri einnig í Palestínu og upplifði þjóðarmorð. „Fyrir mér snýst þetta einfaldlega um að við erum að berjast fyrir mannréttindum, við erum að berjast fyrir mannréttindum allra. Þetta tengist allt á einn og annan hátt. Ef það er vegið að mannréttindum eins fólks þýðir það að það sé í lagi að vega að mannréttindum annars fólks,“ sagði Ugla. Umræðan nú kom Uglu ekki á óvart. Hún sagði að þegar hún tjáði sig um málefni Palestínu á samfélagsmiðlum fengi hún oft athugasemdir um að hún ætti sjálf að fara til Gasa og sjá hvernig yrði komið fram við hana þar. „Ef ég væri á Gasa núna þá væri ég líklega búin að svelta úr hungri og það tengist því ekkert að ég sé hinsegin,“ sagði Ugla.
Hinsegin Gleðigangan Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mannréttindi Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira