Íslenski boltinn

Njarð­vík með fjögurra stiga for­skot á toppnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dominik Radic var hetja Njarðvíkinga sem eru ósigraðir á toppi Lengjudeildar karla.
Dominik Radic var hetja Njarðvíkinga sem eru ósigraðir á toppi Lengjudeildar karla. vísir/óskaró

Dominik Radic skoraði sigurmark Njarðvíkur gegn Fjölni, 1-2, þegar liðin mættust í 17. umferð Lengjudeildar karla í kvöld. ÍR, sem hefur verið á toppi deildarinnar ásamt Njarðvík nær allt tímabilið, tapaði hins vegar fyrir Þrótti, 3-1.

Staðan var markalaus í hálfleik í Grafarvoginum í kvöld en Oumar Diouck kom Njarðvík yfir á 56. mínútu með sínu ellefta marki í sumar. Hann er markahæstur í Lengjudeildinni.

Árni Steinn Sigursteinsson jafnaði fyrir Fjölni á 64. mínútu en tólf mínútum fyrir leikslok skoraði Radic sigurmark Njarðvíkur.

Strákarnir hans Gunnars Heiðars Þorvaldssonar eru ósigraðir í Lengjudeildinni og með fjögurra stiga forskot á toppnum. Fjölnismenn eru aftur á móti í ellefta og næstneðsta sæti deildarinnar með tólf stig, einu stigi frá öruggu sæti.

Viktor Andri Hafþórsson reyndist hetja Þróttar gegn ÍR í Laugardalnum. Þróttarar komust yfir með marki Liams Daða Jeffs á 59. mínútu en tveimur mínútum síðar jafnaði Gils Gíslason fyrir ÍR-inga. Viktor Andri tryggði Þrótti svo sigurinn með tveimur mörkum undir lokin.

Þróttur, sem hefur fengið tíu stig í síðustu fjórum leikjum, er í 4. sæti deildarinnar með 32 stig. ÍR er í 3. sætinu með 33 stig.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×