Innlent

Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakka­fata­klæddir raðmaraþonhlauparar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason les kvöldfréttir í kvöld.
Kolbeinn Tumi Daðason les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Vladimír Pútín Rússlandsforseti er sagður hafa lofað að stöðva framgöngu rússneska hersins í úkraínsku héruðunum Kherson og Saporisía, gegn því að Úkraínumenn láti eftir Donbas. Frá þessu greinir bandaríska fréttaveitan Financial Timess.

Lítið hefur verið gefið upp um hvað fór fram á fundi Pútíns og Donalds Trump Bandaríkjaforseta í Alaska í gær. Trump er sagður hafa lagt til öryggistryggingu fyrir Úkraínumenn í anda þeirrar sem kveðið er á um í 5. grein Atlantshafsbandalagssamningsins, þar sem segir að árás á eitt NATO-ríki sé árás á þau öll. Úkraínumenn fengju ekki að ganga í bandalagið hins vegar.

Fjallað verður um fundinn í kvöldfréttum Sýnar og Arnór Sigurjónsson, fyrrverandi skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu, kemur í myndver og rýnir í stöðuna. Á þriðja hundrað komu saman á Austurvelli í dag til að krefjast aðgerða í landamæra- og útlendingamálum.

Við kíkjum á hátíðarhöld í Hveragerði og heimsækjum jakkafataklædda hlaupahóp, sem ætlar að hlaupa sex maraþon á sex dögum.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Sýnar, Bylgjunnar og Vísis kukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×